Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLA SAGAN - B. A. B. Vanmetni leikarinn Af sjónarhóli sínum á stóra klett- inum niðri viö víkina horfði Nata- lia Drake á hólmann. Eftir klukku- stundar bið sá hún stúlku skjótast þar milli trjánna. — Þá er þetta með öðrum orðum satt. Hann liafði kvennmann hjá sér þarna í hólmanum, sagði Natalía í geðshræringu. Hann var Rance Markham, frægi leikarinn, sem hafði leigt sumarhús Willys í Pitwood-hólmánum yfir sumarið. Fólk staðliæfði að hann héldi ógurlegar svallveislur þar. Frú Emer son hafði heyrt, að liann hefði ver- ið giftur þrisvar sinnum. Og þegar þriðja konan hans neitaði honum um skilnað, þá fór liann bara frá henni og fór að húa með annari. Þessu síðasta gat Natalia ekki fengið sig til að trúa. Rance Mark- ham var augasteinninn liennar. Hvað gerði það til j)ó að hann liefði ált þrjár konur? Þær höfðu vitanlega ekki skilið hann. Þetta var góður og fínn maður, aðdáunarverður í alla staði. En nú hafði Natalía ineð eigin augum séð kvenmann þarna úti í hólmanum! Hún liafði ákafan hjart- slátt. Hún liafði orðið fyrir sárurh vonbrigðum, en hún var forvltin. Það væri gaman að sjá livernig þessi maður, sem liafði svo undravert vald yfir kvenfólkinu, titi út í raun og veru! Og nú datt lienni allt í einu i nokkuð í liug. Hún brölti ofan af klettinum, hoppaði út i bátinn og reri af stað út í Pitwood-hólma. Rance Markman sat hálfdottandi í hægindastól, þegar hann lieyrði til stúlkunnar. Hann leit upp og sá að hún var að stíga í land úr bátn- um. Halló, þér þarna! hrópaði liann til hennar þegar hann sá hvar hún stóð vandræðaleg og hafðist ekki að. Góðan dag! sagði Natalía. - Eruð þér herra Markham? — Já, og liver eruð ])ér? — Natalía Drake. Eg var hérna úti á víkinni, en svo fór liann að hvessa, svo að ég þorði ekki annað en að lenda hérna lijá yður. Rance renndi augunum út á sjó- inn, sem var að lieita mátti spegil- sléttur. •— Eg skil, sagði liann. — En úr þvi að þér eruð komin hingað á annað borð þá getið þér víst komið inn og fengið yður glas. — Glas! hugsaði Natalía með sér og tók öndina á lofti. Orðrómurinn hafði þá engu log- ið. Það Var augljóst. Hann var drykkjumaður. En hún gat ekki dregið sig í hlé. Enda lék henni forvitni á að sjá kvenmanninn, sem hann hafði hjá sér. — T-takk, það væri ljómandi gott, svaraði hún. Rance Markham lét hana setiast í þægilegan stól og rétti henni vind- hngahylkið. — Gerið þér svo vel. Eg skal koma með glösin undir eins. Afsakið mig eitt augnablik. Hann fór. Hún horfði á vildling- ana. Átti hún! Hún hafði aldrei reykt. En lioiíum mundi finnast liún heimalingsleg ef hún gerði það ekki. Hún andaði að sér teyg. Fékk lióstakast og varð sótrauð í fram- an. Þegar Rance kom inn með glös á bakka. — Eruð þér kvefuð? Gerið þér svo vel, liérna er giasið. Hún'tók annað glasið og fór að velta því fyrir sér hvað liún ætti að gera við innihaldið — hvernig hún gæti komið því fyrir án þess aðjhann sæi. Hún sá að þessi drykk- ur var hvítur. Það voru áfir í glas- inu. Hún starði á húsbóndann, en hann svolgraði stórum úr sínu glasi. — Ekkert er jafn yndislegt og áfir á kvöldin, finnst yður það ekki? Meðal annara orða: eigið þér heima þarna fyrir liandan víkina? — Já, í hvíta liúsinu. — Þér verðið að hitta liana dóttur mína. Eg er viss um, að ykkur get- ur komið vel saman. Nú skal ég kalla á liana undir eins. Patty! — Patty. Komdu. Stúlka — auðvitað sú sama, sem Natalía liafði séð yfir voginn — kom inn. Hú var einstaklega lag- leg og brosti lilýlega þegar Jmn sá Nataliu. — Patty, þetta er Natalía Drake. Hún á heima fyrir handan voginn. Þið verðið endilega að kynnast. — Góðan daginn, Natalía! sagði Patty. Við pabbi erum að hugsa um að hafa heimboð til þess að kynnast fólkinu hérna í nágrenn- inu. Viltu ekki koma? — Hvort ég vil. En livað það verður gaman. Þakka yður innilega fyrir. Augu Natalíu ljómuðu af gleði að liún skyldi vera boðin í veislu ]iegar hún reri heim. Að hugsa sér hjá reglulegum leikara. Enda þótt hann væri vitanlega eins og rosk- inn frændi. Hún hló að sjálfri sér, þegar liún hugsaði til þess að hún hafði látið sig dreyma um þennan mann í mörg ár. Hún hafði ekki haft hugmynd um, að hann var svo gamall, að hann gæti vel verið fað- ir hennar. í UNGVERJALANDI hafa fundist við uppgröft, leikföng, sem eru yfir 3000 ára gömul. Þetta er frá Brons- öldinni og mesta hagleikssmiði. Þar leikliús, og bjalla, sem var eins og voru til dæmis eldhúsáhöld í brúðu- fugl í laginu, með haus, vængi, stél og fætur, einstaklega fallega unnið. Manni kemur það eiginlega ein- kennilega fyrir sjónir, að fólk liafi liugsað um leikföng handa börnum sínum í þá daga, en svona er það — ekkert er nýtt undir sólinni. Samtíð og saga Nýlega er komið út 3. hefti af safni því, sem gefið er út af ísa- foldarprentsmiðju undir nafninu Samtið og saga, en það eru ýmiss erindi, sem flutt eru í Háskóla Is- lands eða á vegum hans. Erindasafn þetta er hið merkasta. í tveimur fyrri lieftunum liafa birst mörg skemmtileg og fróðleg erindi eftir flesta af prófessorunum við háskólann og um margskonar efni, enda hafa heftin selst upp á til- tölulega skömmum tíma. Er það mjög bagalegt, að ekki skuli hafa vcrið stærra upplag af lieftunum, en hinsvegar nokklir afsökun, að það hefir viljað við brenna, að bækur sem meira voru ætlaðar til fróðleiks en skemmtunar, hafa ver- ið heldur þungar í sölu allt fram á síðustu ár. Þetta 3. liefti er stærðar bók, nærri 300 blaðsíður, og flytur marg- ar merkar ritgerðir. Fyrsta og önnur greinin er eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara á Akureyri. Ritar hann um Læknakviðnv Bjarna Thoraven- sen og um Líffan og Ijóöagerff Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum. Fer þar saman, að efnið er íslendingum hug- leikið og vel er með það farið af Sigurði. Þykir mörgum miður, live Sigurður skólameistari lætur lítið frá sér fara, því að það er alkunn- ugt, að liann skrifar bæði ágætt mál og fer vel með efni. Ritgerðir Sigurðar eru meginuppistaðan i þessu hefti, töluvert á annað hundr- að blaðsíður. Er í þeim mikinn fróð- leik að finna og sérstaklega skemti- legar aflestrar. Um málfrelsi og meiðyrði ritar Gunnar Thoroddsen prófessor, en um íslensku síldina Árni Friðriks- son. Er styrjöldin stríð milli hag- kerfa spyr Gylfi Þ. Gislason og reynir að gera því efni skil, en Magnús Jónsson skrifar um Hall- grím Pétursson sálmaskáld. Alex- ander Jóhannesson birtir þarna er- indi um ísland í frönskum bók- menntum og Guðmundur heitinn Finnbogason landsbókavörður ritar um tímann og eilifðina. En sú ritgerðin, er ég tel tvímælalaust merkasta í þessu hefti Samtíðar og sögu, er eftir prófessor Jón Steffen- sen, er hann nefnir „Uppruni ís- Iendinga“. Dr. Jón Steffensen leiðir í i-itgerð þessari rök að því, að ís- lendingar muni ekki vera jafn skyld- ir Norðmönnum og margir hafa haldið fram. Telur hann að íslend- ingar muni miklu fremur eiga ætt sina að rekja til íra og Skota. — Sannar hann þetta með mælingum á hauskúpum íslendinga og annarra þjóða og með rannsókn blóðflokk- anna. Dr. Jón Steffensen segir m. á.: Blóðflokkarnir benda ákveðið til þess, að íslendingar séu skyldari Skotum og Norður-írum en Norð- mönnum“. Og: „Eg tel sanni nær, að ályktun Fishers og Taylors beri að snúa við og segja: Hjá Skotum og írum kemur fram sá frumstofn, Hvernig hægt er að láta LUX end- ast sem best. Þegar litlar birgð- ir era fyirliggj- andi af Luxsápu, viljið þér vafa- laust reyua að hafa sem mest uot af lwerjum pakka. Þessar bendingar munu því koma yður að gagni: IMælið sápumagnið með gaumgæfni - ein barmafull matskeið í einum lítra af vatni mun gefa áigætt sápulöður. 2Mælið vatnið með ná- kvæmni. Ef þér notið meira vatn en þörf krefur þá verðið þér auðvitað að nota þeim mun meira Lux - það leiðir af sjálfu sér. 3Skipuleggið þvottadagana. Frestið öllum aukaþvotti og daglegu dundi þangað lil aftur er liægt að fái nóg af Lux. Geymið óhreina ldæðnaðinn til vikuloka og þvoið hann þá all- ati upp úr sama sápuvatninu — fyrst undirfötin og Ijósar blúss- ur, þá ullarfötin og loks sokk- ana. LUX Alveg óskaðlegt jafnvel fyrir viðkvæmasta þvott. X-LX 624-786 er íslendingar eru komnir af“. Bú- asl má við þvi, að ekki verði allir á sömu skoðun og dr. Jón Steffensen um þetta mál, en erfitt tel ég muni verða að hrekja allar sannanir hans um þetta. NELSON. — Breska herskipiff Lord Nelson, eitt af öflugustu skipum breska ftotans er komiö heim til Portsmouth, jxir sem sjóliffarnir fengu hjartanlegar móttökur eins og myndin sýnir. Lord Nelson var viffriðið innrásirnar á Sikiley og í Normandie, en fór siðan til Kyrra- hafsins. Tvisvar i striffinu hafa upp- gjafasamningar verið undirritaðir um borff i jiessu skipi, viff Malta og Penang.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.