Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 > Nýjar bækur við allra hæfi S ö r 1 i sonur Toppu. Hrífandi falleg saga. Hér er það lífið sjálft, seni talar, í fegurð sinni og fjölbreytni. — Sörli er liinn mikli víkingur meðal hinna ljónhöguðu fjallahesta. Saga hans er sjaldgæft bókmennta- efni glæsilegt og mikilúðlegt. Sallý litla lotta. Þessi saga segir frá lífi unglingsstúlkna á Finn- landi, er þær gerðust sjálfboðaliðar (,,lottur“) í síðustu styrjöld Finna og Rússa. Saliý iitla tekur þátt í fjölbreyttum störfum. Hún er matselja, þerna, sendill o'g margt fleira. — Sallý litla lotta og vin- kona hennar: Laila, Hulda og Tild, eru allar hríf- andi stúlkur. íslenskar ungmeyjar munu fagna því að kynnast þeim. Beverly Gray í 3. bekk. Saga þessi er þrungin af glaðværð og ævintýr- um. — BEVERLY-GRAY-bækurnar eru eftirlætisbæk- ur allra ungra stúlkna. Enn á ný verður hinn elskulegi piltur Ken, livers manns hugljúfi. Benni í leyniþjónustunni. Með þessari bók, Benni í leyniþjónustunni, befsl bókaflokkur fyrir unga drengi. Benna-bækurnar hafa farið sigurför um Norðurlönd og liinn ensku- mælandi heim og hvarvetna verið taldar bráð- skemmtilegar og spennandi drengjabækur. Oxford University Press hefir veitt Norðra einkaleyfi á Benna-bókunum á íslandi. Gefið drengjunum Benna í leyniþjónustunni — og þá mun þeirn ekki leiðast. Bókin er prýdd mörgum myndum. Bækur þessar fást hjá öllum bók- sölum eða beint frá aðalútsölu Norðra h.í. Póstbox 101. - Reykjavík Stóri-Níels. Þetta er baráttusaga nýja tím- ans við liinn gamla tíma, og gerist í sveit í Norður-Svíþjóð. - Stóri-Níels er manngerður fulltrúi liins gamla aldaranda, forn i skapi, g'rár í lund og liat- ar allar breytingar á fornum erfðavenjum. — En nýi timinn birtist i gervi skógarbraskara og járnbrautarverkamanna, sem þykja djarftækir til kvenna og hyggst skola burl öllu sem „gam- alt er og úr gildi gengið,“ en láta í staðinn „peninga, maskín- ur og dýnamit.“ William F. Halsey heitir yfirforingi flotadeildar þeirr- ar, sem gerð var út til að sigla upp að ströndum Japans og skjóta á borgirnar i nágrenni við Tokío i júlí i fyrra, jafnframt þvi sem flug- vélar helltu tugum þúsunda smá- lesta úr risaloftvirkjum sinum, sem bera þrefalt meira en þær „Flying Fortress" og „Liberator“-vélar, sem við höfum séð á sveimi yfir Reykja- vik. En Halsey hefir lengstan starfs- feril allra Bandarikjaaðmirála að baki sér. Hann er sjómaður af gamla taginu, hefir ekki á sér neina liefð- arsiði en er blátt áfram, og bölvar mikið. Halsey er fæddur árið 1880. Eftir að hann hafði gengið á sjóliðsfor- ingjaháskólann í Annapolis starfaði hann um hríð á tundurbátum. í fyrri heimsstyrjöldinni hafði hann varðgæslu í hafinu umhverfis ís- land meðan kafbátarnir gerðu mest- an usla þar. En eftir að friður komst á gekk hann í stjórnmála- þjónustu og var um hríð flotafull- trúi Bandaríkjasendisveitarinnar í Berlin. Síðar varð hann kennari við ný- liðaskólann í Norfolk, og 41 árs lærði hann að fljúga. Það var liyggi- legt liltæki. Skömmu síðar var hon- um falin há staða við flugvélamóð- urskipaflotann; varð hæstráðandi þessara skipa og í því slarfi var hann sendur út á Kyrrahaf, en þar Iiefir hann unnið livert afrekið eftir annað. Árið 1942 tók hann að sér stjórn flotans við Salomonseyj- ar, og siðan liafði hann með hönd- um eitt aðalhlutverkið í baráttunni um lokasigurinn á Japönum. Hann getur nú litið yfir marga fræga sigra i sjóorustum frá síðustu árum. Þeir eru einkum þakkaðir því hve fljótur liann sé til viðbragðs. Honuni skýtur upp á vettvanginum eins og fjandanum úr sauðarleggn- um og byrjar á augnablikinu skot- Iiríð með sprengjuregni að óvinin- um. „Japanar ætluðu að sigra okkur með leifturstríði, og þá er rétt að borga þeim með leifturorustum," segir Halsey aðmíráll. JACKSON DÓMARI Bandaríkjamað- urinn, sém er forseti striðsglæpa- dómstólsins í Niirnberg var fyrir skömmu á ferð i Paris. Hér á mgnd- inni sést drengur, sem selur merki lil ágóða fyrir líknarstarfsemi, vera að selja dómaranum merki á götu i Paris.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.