Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 10
10 FÁLKINM YMCWU U/&N&URNIR Kanarifuglar i skölabekk Kanaríufugla hafa menn haft í búrum um 5 aldir og kararíufuglinn sem kvakar og tístir í stofunni hjá þér, liefir aldrei verið frjáls. Hann hefir þvi síður nokkru sinni litið Kanarieyjarnar augum, en þaðan eru þessir görnlu söngfuglar ættað- ir. Til eru margar tegundir af kan- ariufuglum. Það er heldur ekki allsstaðar, sem þeir eru liafðir vegna söngsins. Þeir eru einnig mjög eftir- sóttir útlitsins vegna. Sumir liafa hringaðar fjaðrir, brúnar rendur niður með bakinu og fjaðraskúf á höfðinu. Sá skúfur á þá helst að vera svo stór, að hann falli alveg niður fyrir augu. En það sem er einna skrítnast við kanaríufuglinn, er nú samt sem áður, að hann þarf að læra að syngja. Þetta vissir þú ekki! Þú liélst, að liinir snilldarlegu tónar og trillur, væru eðlilegur söngur fuglsins, en svo er ekki. Þegar karl- fuglarnir eru sex vikna gamlir fara þeir að æfa sig í að heita röddinni, en þeim verður lítið ágengt og svo eru þeir sendir á söngnámskeið. Tólf til fimtán ungir karlfuglar eru settir í búr við hliðina á duglegum kanaríufugli, liann getum við kallað söngkennarann. Söngkennarinn syngur dásamlega fuglasöngva allan daginn og ungling- arnir líkja eftir honum. Fuglavörð- urinn gefur nemendunum auga. Dúk- ur er Iagður yfir búr þeirra lé- legustu, svo að dimmt verði inni hjá þeim. Þá syngur fuglinn lítið og mikil líkindi eru til þess að hann gleymi að syngja falskt og illa. Góðuf söngfugl syngur t. d. með lokuðu nefi, annars verður hann of hávær. Þegar fuglarnir eru orðnir nógu góðir og hafa lært öll „lögin“ eru þeir seldir sem fyrsta flokks söngvarar. Loks er best að segja þér það, að heilbrigður kanaríufugl sefur alltaf á öðrum fæti. Þú skalt vera vel á verði, ef þú sérð það einn góðan veðurdag að kanariufuglinn þinn sefur á báðum fótum, þá er liann að veikjast, eða er orðinn veikur. Var hann ekkl með réttu ráði? Sunnudag nokkurn 1887 ók ung- ur maður inn í norska bæinn Litla- Hamar, sem þekktur var fyrir vetr- aríþróttir. Á vagninn var hlaðið ýmsu gömlu drasli, og ofan á öllu saman sat maðurinn. Fólk hló að honum, þegar hann falaði af því gamalt skran þessi inaður var Andr- és Sandvig, ungur tannlæknir, sem kom til Litla-IIamars vegna þess að læknarnir höfðu gefið upp alla von uin hann. Hann var tæringar- veikur, en liið hreina og létta fjalla- loft i Litla-Hamri bjargaði lifi hans. Hann er nú 84 ára gamall og getur með gleði horft yfir ævistarf sitt, hið stóra Frilandssafn, sem liefir að geymá marga merka gripi, sem hann forðaði frá glötun. Á hinu stóra svæði „Maihaugen“ er hægt að sjá við livaða kjör Norð- menn hafa búið • á fyrri tímnm. Þarna stendur norsk stafakirkja frá árinu 1000, og þarna má líka sjá gamla fjallakofa úr illa liöggnum — Nei, sko, Palli hefir sell spegil á hljóöfærið til þess hann geti séð kórstiílkurnar betur! viði með moldargólfi og hlóðum. Fólk héll að Sandvig væri ekki með öllum mjalla, þegar hann keypti fyrsta gamla húsið, lét rífa það og flytja burt á vagni, en skömmu síðar var liúsið reist á ný í garð- inum hans Sandvigs. Nú hlær fólkið ekki lengur að honum. Það merkilegasta á þessu safni er án efa gamalt ættarsetur, sem er hvorki meira né minna en 26 liús. Það stendur þarna nákvæmlega eins og það stóð í Vagadalnum og inni í stofunum er allt í sömu skorð- um og fyrir 350 árum síðan. Skáp- ar og skúffur eru troðfull af fötum húsgögnin eru þau sömu og meira að segja sölluðu svínslærin, sem hanga i eldhúsinu og búrinu eru 350 ára gömul. Já, það er allt í svo mikilli röð og reglu að ef liús- freyjunni kæmi í hug að heimsækja fornar slóðir, gæti hún samstundis flutt í lnisið og fyndi þar hvern hlut á sínum stað. Ef þú ert svo heppinn að eiga eftir að ferðast til Noregs, þá láttu ekki hjá liða að lieimsækja þetta merkilega safn. Komdu ekki of nálægt, góði, þeir geta verið eitraðir. —• Pési, fylgdu þessum herra ttpp á herbergi nr. 987. — Svona ættu allir markverðir að vera!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.