Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.06.1946, Blaðsíða 12
12 PÁLKINN Övre Richter Frich: 5 Þöglu börnin frá Úral II. hluti: Hellisbúarnir hvort þau yrðu farsæl þarna úti í veröld- inni. En þau mundu fá tækifæri til að seyna sig. Já, þau mundu fá tækifæri til að reyna sig. Með dauðann i hjartanu og bros á vör- unum mundi hann kveðja þessa tvo ást- vini sína, sem höfðu varpað liinu fegursta ljósi yfir elli hans. Nú voru bundnar saman greinar og flugmaðurinn borinn niður i helli Jegors. Þegar komið var niður að læknum reis maðurinn á börunum upp og horfði kring- um sig. — Hvert eruð þið að fara með mig? spurði liann. — Til lífsins, svaraði Jegor með sinni djúpu rödd. Þá lokaði flugmaðurinn augunum, á- nægjubros kom fram á varir lians og hann sofnaði rólega. Hann vaknar. MAÐURINN í khakibúningnum horfði forviða kringum sig. Andlit lians Var unglegt og aðlaðandi. Hann var mjög útitekinn og í augunum var stálblár gljái, sem einkennir þá, sem van- ir eru að horfa til jarðar úr mikilli hæð. Sjúklingurinn lá úti undir beru lofti í livílu, sem gerð hafði verið úr burknum og laufi. Maður sleppur aldrei ómeiddur úr mörg hundruð metra falli, jafnvel þó að maður lendi í mýri, en eftir að hafa legið með óráði nokkra daga vaknaði hann — máttlaus og þreyttur, en fullur af lífs- löngun. Hann kinkaði glettnislega kolli til hins skeggjáða lijúkrunarmanns. — Svo að ég er þá lifandi ennþá? — Já, Guði sé lof, sagði Jegor lilýlega og hafði skift á kalda bakstrinum á liöfði sjúklingsins. — En það mátti ekki miklu — Eg skil það, félagi. Eg er máttlaus eins og fluga. En ég liefi þetta af. Eg er vanur svona loftferðum. Þér liafið ef til vill heyrt talað um mig — Timothei Jagi- rof ? — Því miður liefir nafn yðar ekki orð- ið fleygt hér úti i skógunum, svaraði Je- gor. Það er fjöldi ára síðan ég hefi tal- að við uppkominn mann. Heimsviðburð- irnir hafa ekki borist yfir þröskuld skóg- arins míns. — Nú, ég' skil. Þér eruð kanske slopp- inn storlcufangi? Eg' ætla ekki að fara að slá yður gullhamra og segja, að þér berið siðmenninguna utan á yður, en þér talið eins og siðaður maður. — Eg hefi aldrei verið fangi. Þegar vort heilaga Rússland var i nauðum statt barðist ég fyrir hugsjónum mínum. Síð- an varð ég útlagi, mennirnir hafa gleymt mér. En skógurinn hérna varð vinur minn. Þegar öllu er á botninn livolft er það kanske ekki lakasta alhvarfið, sagði flugmaðurinn hugsandi. Hérna þarf mað- ur ekki að yfirvega hvert orð, sem mað- ur segir. Við Rússarnir erum málskrafs- miklir að upplagi, og' ég fyrir mitt leyti get ekki neitað því, að ég tala meira en ég ælti að gera. En nú hefi ég lært regl- una: Aldrei að tala um stjórnmál. Tveir og tveir menn saman geta kanske sagl hvor öðrum meiningu sína, en séu þrír saman komnir getur sá þriðji verið svik- ari.... En hvar eru börnin tvö, sem drógu mig úr feninu? Eg get með sanni sagt, að þau hafi bjargað lífi mínu. — Það er alveg óhætl að segja það. — Eg þrái að sjá þau og fá að lala við þau, og þakka þeim fyrir. En þér vöruð eitthvað að minnast á mat, hjúkr- ari minn góður! Nú finn ég að garnirnar i mér gaula af sulti. Hve lengi hefi ég sofið? — Nokkuð á fjórða sólarliring, svar- aði Jegor og rétti sjúklingnum soðinn þiður og barkarskel með hunangi. Alveg rétt! taula'ði flugmaðurinn, með tennurnar á kafi í ketinu. Eg er vanur lieilahristingi, hann telsl einhvern- veginn til starfsins. A morgun er ég orð- inn alhress aftur og get farið að vinna. En segið þér mér: hvar er ég eiginlega niðurkominn? — í skóginum illa. — Eg er nú litlu fróðari fyrir það. Hvar er næsta horg? — Það veit ég ekki. — En hér mun vera járribraut eða þjóðvegur ekki langt undan? Það held ég tæplega. Við erum al- veg einangraðir. Þetta er í fyrsta skifti i mörg' ár, sem ég liefi heyrt til flug- vélar liér í loftinu. Jagirof sleikti hunangið af fingrum sér og þurrkaði svo af sér með birkigrein. Eg hélt ég þekkti Úralfjöllin, en heimurinn er miklu stærri en okkur grunar. Nú man ég, að ]iað eru ýmsir svartir blattir á uppdráttunum okkar af Úralfjöllunum. Eg hlýt að hafa lent í ein- um af þessum svörtu bleltum þegar skrúf- an bilaði. Það var rétt svo að ég hafði tækifæri til að stöðva hreyfilinn. Annars mundi hafa orið öskuhaugur úr Timothei Jagirof og hinni frægu Nata- sja lians. — Natasja? Já, það er elslcu flugvélin mín. Eg hefi farið á lienni hæði yfir Erebus og Terror í suðurhöfum og liefi flogið henni lrá norðurheimskautinu með Schmidt gamla — og svo átti hún eftir að farast i fúamýri! — Það ei' ekki útséð um hvort sú náð- uga frú er dauð. — Hvað segið þér? Er nokkur vélfræð- ingur hér, sem getur lappað upp á hana? — Sergej hefir dágott vit á vélum. Og i morgun sagði liann: Það er vist liægt að koma henni til aftur! — Sagði hann það? Það er ekki lítið sagt af stráklingi. En hvar ætlar hann sér að ná í skrúfu? IJérna er stór eskidrumbur, sem krakkarnir hafa dregið hingað. Hvað hald- ið þér að eigi að gera við liann? Loftskrúfa, tautaði Timothei Jakirof. IJanu kánn meira en faðirvorið sitl. Þessi piltur. Ótti. NÚ LIÐU tvær vikur. Og ókyrrðin færðist um skóginn. Það var ekki aðeins að vorið, sem kom með livin gegnum skóginn. Hinar þöglu raddir nátt- úrunnar voru yfirgnæfðar af hávaðanum af mannsstarfinu. Innan um vorklið of- stækisfullra lækjanna heyrðust axarhögg og sarg i sög. Það var eins og þarna væri að rísa upp nýlenda með ys og þys, lengst inni í óbyggðunum. Og' stundum Iieyrð- ist fólk syngja. Skógardýrin felldu sig' ekki við þennan óvenjulega , hávaða. Birnirnir urruðu ó- lundarlega yfir þessum ólátum í mann- skeppunum, og' stóri villigölturinn út- skýrði fyrir frúnni sinni og afkvæmum, að nú væri um að gera að hafa sig sem lengst í burt frá niammútamýrunum, því að þar væri mannfólk með allskoinar furðulegar tiltektir. Vinir þeirra, litlu, þöglu börnin höfðu orðið fyrir gerningum af silfurgljáða tröllinu, sem stóð þarna i sólinni á þremur kringlóttum fótuln og og fnæsli og urraði öðru liverju, eins og fokvond gaupa. Það var ómögulegt að reiða sig á aldarháttinn framar. Og það var stór spurning hvort ekki væri réttasi að flytja búferlum til annara kyrrlátari slaða áður en fléiri af þessum skrýmslum kæmu fljúgandi með þessa lika ólvkt og ó- guðlegan hávaða. Já — það kom meira að segja lil orða að senda nefnd lvelstu villidýranna í skóg- inum til Jegors gamla, til þess að fá skýr- ingu á hverskonar gjörningar það eiginlega væru, sem stjórnuðu öllu þessu nýjabrumi og spilltu öllum erfðavenjum þarna í skóg- inum þeirra. En aldrei varð nú samt úr því. Því að Taras gaf dýrunum bendingu um, að Jegor væri orðinn þunglyndur og væri að tala um ]>að þegar hann væri einn, að nú ætti hann bráðum að missa þöglu börnin og fara á burtu með skankalanga manninum, sem hvorki var fugl eða mað- ur, en dálítið af hvorutveggja. Taras var orðinn gamall og þetla kom ótrúlega fyrir sjónir. Börnin tvö áttu sæld- ardaga, eins og silungur í vatni. Og einn daginn mundu þau verða konungur og drotning i þessu mikla ríki sínu. Það var eitthvað annað en að hlandast saman við illjiýðið, sem álti heima vestur á sléttunni og eitraði þær og drap livað annað i orust- um. Var betra hunang, akarn og villidúfur til nokkursslaðar, en einmitt hér i skóg- inum? Tæplega........ Lífið var hart og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.