Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Kaupfélag Eyfirðinga sextugt Núverandi verslunarhús KEA. Eimi sinni eignaðist Reykjavík sórverslun, á þeirra tima mæli- kvarða; verslun í mörgum deildum og með vísi að ýmiskonar iðnaði, svo sem vindlagerð og brjóstsykurs- gerð. Og á eldspýtustokkum mátti lesa orðin: „Allt fæst í Thomsens Magasín“. Fáir kipptu sér upp við hið erlenda nafn þá, og meira að segja er enn til verslun i Reykjavík, sem kallar sig magasín. En hins er getið að bóndi einn kæmi inn í Thomsens Magasín og bæði um skyr og rjóma en fékk það ekki. Þá voru svoleiðis vörur ekki hafðar á boðstólum í höfuðstaðnum. En liins- vegar fékkst margt i Thomsens Magasín og þessi verslun var um margt á undan sínum tíma. Ef nokkur islensk verslun gæti auglýst þessi árin: „Allt fæst liér!“ Þá mundi Kaupfélag Eyfirðinga ef- laust standa næst því að geta tek- ið sér þessi orð í munn. Þó að það sé stórt orð Hákot og viður- hlutamikið að segja „allt“. En það er ótrúlega margt, sem rúmast und- ir nafninu ,,KEA“. Það er ekki að- eins almenn verslun með allar al- mennar vörutegundir heldur líka svo margt annað. Það er ekki hægt að snúa á KEA með því að biðja um skyr og rjóma. Og Kea rekur stórfeldan iðnað — framleiðir ekki aðeins skyr, rjórna og osta og slát- urafurðir, heldur líka smjörlíki, kerti, ullardúka og eltiskinn og margt Jukob Frimannsson, núv. framkvœmdastjóri. fleira. Og rekur meðal annars eitl vistlegasta gistihús landsins og lyfja- búð og rekur útgerð. Hvar sem lit- ið er yfir miðbik Norðurlands er KEA einskonar Sesam, og ekkert verslunarfyrirtæki hefir nokkru sinni sett sinn svip í sama mæli á sinn bæ, sem KEA liefir gert á Akureyri. KEA er Akureyri og Akureyri er KEA. Þetta mikla fyrirtæki rekur upp- runa sinn til fundar, sem nokkrir bændur í þrem hreppum Eyjafjarð- ar héldu á Grund, 19. júní 1886. Tilefni fundarins var það, að þeim hafði borist bréf frá Jóni Vídalín, innihaldandi „tilboð og skilmála, sem húsbændur Jóns, þeir herrar A. Zöllner & Co. í Nýjakastala setja um verslunarsamband er þeir hjóð- ast til að gera við (pöntunarfélag) Eyfirðinga. .“ Það voru sauðakaup, sem um var að ræða og skyldu bændur senda liá til sölu á eigin ábyrgð. Á fund- inum skrifuðu 17 bændur sig á lista og löfuðu hundrað sauðum alls. — Skyldu þeir geta pantað vörur fyrir andvirðið, eða sem svarár 12 króna virði fyrir hvern sauð. Þeir urðu 220, sem sendir voru um haustið, og verslunarvelta félagsins, þ. e. andvirði sauðanna, varð kr. 3131,42. Þetta var sá mjói vísir. Finitíu ár- um síðar var vöruveltan orðin yfir 6.0 miljónir króna. Og árið 1943 nam vörusala KEA og iðnfyrirtækja þess, sem til fyrirtækisins teljast, rúmlega 22 miljón krónum, en þá hafði dýrtíðin líka færst i aukana. En vörumagnið hafði þó farið si- vaxandi. Máttur samtakanna á sér ekki ann- að betra sönnunargagn hér á landi en KEA. En — saga þess fyrirtækis sýnir líka, að sá máttur er litils virði ef ekki veljast þeir menn til forustunnar, sem frábærir eru að verslunarviti og þora eigi aðeins að hugsa heldur lika að framkvæma, og liafa lag á að þoka umbjóðendum sínum fram og fá þá til að fallast á stórræði. Þó að allir framkvæmda- stjórar KEA hafi verið mestu sóma- menn, þá er það staðreynd, að kaupfélaginu þokaði harla lítið fram á við fyrstu 20 ár æfi sinnar; það var kirkingur í ]ivi, sem lá við að yrði því að bana og hefði kanske orðið það, ef hjálpin liefði ekki venð næst þegar neyðin var stærs., jg félagið hefði ekki fengið þann forustumann, sem lagði grundvöll- inn að þeim samfellda þroska, sem einkennt hefir þetta mikla verslun- arfyrirtæki síðan. Hallgrímur Ivrist- insson varð bjargvættur félagsins og jafnframt stórvirkastur fram- kvæmdamaður á sviði ísjenskra samvinnumála yfirleitt. Fyrstu tuttugu æfiár KEA eru saga erfiðrar baráttu. Fram til árs- ins 1899 var lifandi fé aðal úlflutn- ingsvaran, ásamt dálitlu af ull. Árs- útflutningurinn nam aldrei yfir 27 þúsund krónum þessi árin. Og inn- flutningur vöru varð mestur rúm 29 þúsund krónur, enda starfaði KEA sem pöntunarfélag öll þessi ár og hafði enga útsölu. Pöntuðu vörurnar voru afhentar á bryggj- unni eða í leigupakkhúsi, uns félag- ið afréð að byggja lítið hús til vöru- afgreiðslu, árið 1898. Það var ekki nema 14x12 álnir, einlyft, en hef- ir síðan verið stækkað tvivegis og var aðalbækistöð félagsins þangað til stórhýsið við Hafnarstræti 91 var fullgert árið 1930. Það voru eins og áður getur bændur úr þrem hreppum Eyja- fjarðarsýslu er stóðu að stofnun-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.