Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Fyrsti „Cup Finale“ eftir stríðið. — Knattspyrmiúrslitáleikirnir br esku, eða „Cup Finale“ eins or/ þeir eru kallaðir, hafa lerjið niðri ötl striðsárin, en nú hafa þeir verið teknir upp aftur, enda er þess vart að vænta i föðurlandi knattspyrnunnar, að þjóðaríþróttin og þjóðarskemmtunin verði van- rækt, ef tök eru á öðru. Hér sjáum við Georg konung heilsa leikmönnum frá Derby County, ei þeir léku á móti Charleston. NÝIi HATTUR í SAFNIÐ. — Eitt af þvi, sem Winston Churchill gerir sér til dundurs, er að safna höttum af ýmsum gerðnm, og þegar hann kom heim frá Delgíu fyrir nokkru, hafði hann meðferðis finan hatt. það vcjr doktorshattur. Churchill var gerður að heiðúrsdoktor við háskólann í Briissel. SKÓLI í AFRÍKU. — Myndin er frá blámannaskóla i Tamala á Gull- ströndinni í Afríku. Skótinn er fyrir unglinga, og sjást þeir hér vera að skreyta vegg í einni kennslustofnnni. Englendingar fara írá Egyptalandi.— Enska stjórnin hefir, eins og kunnugt er, ákveðið að flytja all- an sinn hcr burt úr Egyptalandi. Þessari ákvörðun hefir verið fagnað ákaft, og ef til vill verður hún upphaf friðsamlegra samninga milli þjóðanna og byggir gr\undvöll utidir hernaðarbandalay þeirra á milli. Myndin sýnir skoska hermenn á göngu við pýramídana. VINNA í VORSÓLINNI. — Það er ekki gott að átta sig á þessari mynd. En hún sýnir rafvirkja, sem er að gera við rafmagnsþráð uppi í staur. MOLOTOV-COCKTAIL. - Þessi mynd er frá Java og á henni sést breskur hermaður með vopn, sem tekin voru frá indonesiskum uppreisnarmönn- um. Það er byssa með skotum og flaska með eldfimum vökva, svo- nefndur Molotov cocktail, sem þekkt- ur er úr finnsk-rússneska stríðinu. Gary Cooper og Niels Bohr. — Ameríkumenn eru að gera stóra kvikmynd, scm lýsir flótta hins danska eðlisfræðings Niels fíohr til Svíþjóðar og þaðan til Bandaríkj- anna, til þess að komast undan Þjóð verjum með leyndarmál sín viðvíkj- andi atómsprengjunni. Myndin segir einnig frá starfi annara manna við- vikjandi þessari sömu uppfinningu. Það er Gary Cooper sem leikur hinn heimsfræga danska eðlisfræðing. ■—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.