Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.06.1946, Blaðsíða 6
G F Á L Ií I N N - LITLA SAGAN - B. A. B. Góðir félagar Gavin Constant sat o.g horfði á Hugh Ambrose og Marcin, sem votu að spila tennis. Allt í einu varð stúlkunni fótaskortur og hún datt kylliflöt. Hugli hljóp til og fór að hjálpa henni. Hún leit til hans og gretti sig. — Farðu og talaðu við hann Gavin meðan ég jafna mig og fer i önnur föt, sagði hún. — Eg varð dauðhrædil'ir. Næst er best að þú troðir á þig koddum undir fötin. Gavin lileypti brúnum. Hann var að vissu leyti vonsvikinn yfir þeim báðum, þessum unglingum. Annað var systir hans og hitt besti vinur lians. Þau höfðu alist upp saman, öll þrjú. Og það var þar sem skór- inn kreppti. Hugh og Marcia létust vera kunningjar og ekkert annað, ])ó að þau væru bálskotin livort í öðru. Gavin fann að hann var ekki annað en fimmta hjól á vagni. Hvor- ugt þeirra kærði sig um að hafa hann nærri sér. Og þó létu þau eins og þau gætu ekki án hans verið. Það er merkilegt iive ást- fangið fólk getur verið bjánalegt! En Gavin fór nú smátt og smátt að hugsa um, að hann yrði að láta Ii 1 skarar skríða í þessu máli. Þegar þeir sátu saman á svölun- um skömmu síðar, yfir glösum, sagði Gavin: — Hugh, viltu koma með mér út í eyjar á morgun og veiða? Það verður mjög spennandi, því að þar er krökt af krókódílum og nöðrum. Hugh liafði injög gaman af að veiða. Og betri félaga en Gavin hefið liann ekki getað fengið. En svo minntist hann þess, að hann átti ekki nema fjóra daga eftir af veru sinni í Miami. Og svo mundi líða heiil mánuður þangað til hann sæi Marciu aftur. — Það væri gaman, Gavin, sagði hann. —: En ég hefi ósköpin öll að gera. Má ég bíða með að svara þangað til á morgun? — Sei, sei, já. Það er ágætt. Eftir miðdegisverðinn tókst Gavin að ná tali af Marciu dálitla stund. Hann horfði á liana með þungbúnum svip. — Heyrðu, geturðu ekki gert neitt í þessu máli? sagði hann. — Hvaða máli? — Er þér alvara, að Hugh liafi ekki talað um það við þig? Nú er mér nóg. boðið! — Hváð er um að vera? spurði Marcia óróleg. — Eins og þú veist, er Hugh mikill æfintýramaður. Nú er hann að liugsa um að segja upp stöðunni og ganga í enska herinn og berjast við Þjóðverja. — Svo-o? sagði Marcia. — Eg skil hann auðvitað ofur vel, sagði Gavin alvarlegur. — Þetta er freistandi. En afar hættulegt. —■ Hann gæti særst og orðið örkumla- maður alla sína æfi. Marcia lét fallasl niður í stól. Hendur hennar titruðu. — En það gæti hugsast að þú gætir fengið liann ofan af þessu, Marcia, hélt Gavin áfram. - Eg, ég skal reyna, sagði hún lágt. Hugh sat á steini og var að reykja vindling, þegar úlarcia hitti liann. - Hugh! æpti hún. — Þú mátt ekki gera að. Þú mátt ekki! Gera livað? sþurði Hugh. Vertu ckki með nein látalæti. Gavin hefir sagt mér frá þvi öllu. Þú getur beðið hana. Til hvers er eiginlega að vinna? Hugli hló, hann hélt að hún ætti .við veiðiförina. Það hafði komið fyrir, að fólk lenti í ýmsu misjöfnu þarna úti í eyjunum. Og nú sá hann hve óróleg og angurvær luin var. — En heyrðu nú, góða mín. Þetta er ekki svo hættulegt, sagði hann. Hann tók um höndina á lienni. — Þykir þér þá svona vænl um mig? Þú ert mér meira virði en allt í veröldinni, svaraði hún. Hann tók um liina höndina á henni. — Ef þér er ver við það þá fer ég auðvitað ckki. Eg vil þúsund sinnum heldur vera lijá þér. En ég veit ekki hvort við getum látið Gavin vera einan. Það getur verið að einhver naðran híti hann og...... — Naðra? Gavin? En liann sagði að þú ætlaðir í striðið! Hún þagnaði. Þau horfðu hvort á annað. Svo heyrðu þau Gavin einhversstaðar nálægt. Hann skelli- hló. — Þorparinn . . . . hrópaði Marcia. Svo uppgötvaði liún að Hugh liélt enn um hendurnar á henni, og að ])að var kominn svo annarlcgur glampi í augun á honum. — Þorparinn! sagði hún aftur. — En hann er nú gull að manni, livað sem ])essu liður. Finnst þér ekki ? Jú, Hugli fannst það. Kínverskir hermenn sendir heim. — . .Fyrsti kínverski þjóðarherinn, sem barðist af hreysti í Burma i heims- styrjöldinni, hefir nú verið sendur heinc til Mandsjúríu. Uér sjást menn úr þessum her, útbúnir beslu ensk- um oy amerikönskum vopiium oy klœönaði, fara um borð i amerískt landgönguskip í höfninni í Kovloon. Á bernskustöðvum Eg var um daginn að skoða í glugga einnar bókabúðar, og rak þá augun í hók, sem vakti athygli mína. Bókin heitir Á bernskustöðv- um, eftir íslenskan bónda, Guðjón Jónsson frá Litlu Brekku í Barða- strandasýslu. Mér hefir alltaf |)ótt garnan að lesa endurminningar manna, ef til vill af því, að þær rifja svo margt upp í huga minum, sem farið var að fyrnast yfir, en sérstaklega þó vegna þess, að þar er svo oft brugð- iö upp mynduni, sem ylja og glæða hið besta í huga hvers manns. Bók Guðjóns Jónssonar A bernsku stöðvum, er ekki undantekning frá þessu. Hún sameinar marga bestu kosti slikra bóka, og hefir það fram yfir, að liún er skrifuð af svo miklu yfirlætisleysi og hlédrægni, að mað- ur verður þess glögglega var, að þar er íslenskur sveitadrengur að rifja upp sín fyrstu spor og leggur yl af hverri minningu. Ólafur prófessor Lárusson skrifar formála fyrir bókinni. Ólafur er ekki vanur að fylgja bókum úr lilaði fyrir hvern sem hafa vill, og mundi ekki hafa gert hér undan- tekningu, ef liann hefði ekki talið bókina þess verða, enda segir hann þar, að bókin sé merkileg þjóðlífs- lýsing og að telja megi Guðjón Jóns- son einn af landnámsmönnum 20. ahlarinnar. í bókinni er fjöldi mynda, sem Þorsteinn Jósepsson hefir tekið þar vestra, og eru þáer bæði til prýðis og efninu til skýringar. Eg vildi með línum þessum benda á góða bók, því að ég álít, að of lít- ið sé að því gert hér að leiðbeina um bókaval, og væri þó ekki van- þörf á því. Sigurður Jónsson. Vicliy Um ókomna áralugi nnin ])etta bæjarheiti láta illa í eyrum Frakka, svo margt ömurlegt er við það tengt. Meðan á ófriðnum stóð heyrðist það oft nefnt. Fyrir stríðið var bærinn aðallega kenndur við öl- kelduvatn, sem við hann var kennt, cn framvegis verða það Vichy og Petain, sem mynda spyrðuband í meðvitund manna. Það er samvinnan við fjandmann- inn, sem hinn 89 ára gamli niaður, er ber æðsta tignarheiti Frakka: marksálkur Frakklands, er ákærður fyrir. Sú ákæra gr landráðaákæra. Og fyrstu vitnin gegn Petain, þeir fyrrverandi forsætisráðherrar Frakk- lands Daládier og Reynaud, ásamt Leon Blum, liafa horið það, að Petain hafi þegar fyrir slríð verið í makki við Þjóðverja og gert það sem hann gat til þess að draga duginn úr Frökkum. Reynand full- yrti og, að Petain hefði engan þátt átt í sigrinum við Rheims i fyrri heimsstyrjöldinni, heldur hafi liann verið öðrum að þakka. Yfirleitt voru það margar ákærur og ljótar, sem dundu á hinum níræða öldungi þar Eitthvað fær VIM að gera hér. Berið VIM í deigan klát. Skolið síðan vandlega. Nú er baðkerið hreint og gljáandi, og ekki var nú erfiðið mikið. VIM eyðir blettum og óhreinind- um fljótt og vel. X-V 439-786 HUGVITSSAMUR maður hefir stung- ið upp á því, að í stað tölustafa á úrskífum skuli menn lála standa bókstafina í nafninu sínu. Honum hefir láðst að muna, að l>að eru ekki margir, sem hafa rétta tólf bókstafi í nafninu sínu. $$$$$ sem hann sat, eins og i dvala, og hafðist ekki að. Vieliy var valin til stjórnarseturs vegna ])ess að bærinn lá í þeim hluta Frakklands, sem þá var ekki liernuminn. Bærinn er frægastur sem baðstaður og heilsubótarstaður. Um 80.000 gestir komu þangað ár- lega, fyrir stríðið, en bæjarbúar eru ekki nema 22.000. Það eru alkalisk- ar kolsýrulindir, sem draga fólkið að bænum, en hann er að lieita má í miðju landi og á lágum fjallshrygg, um 260 m. yfir sjó. Það þykir upphefð hverjum bæ að verða stjórnarsetur, en Vichy- búar mundu samt helst ltjósa nút að Vichy hefði aldrei orðið það. Þvi að það er harmleikur, sem leikinn hefir verið í Vichy. Höfuð- persónurnar voru ýmist leiguþý Þjóðverja, eða sljóg gamalmenni, sem í einfeldni sinni héldu, að það \*æri hægt að bjarga Frakklandi með því að treysta nazistum, sem þó voru húnir að sýna sig nægilega að svikum og samningsrofum. Þess- vegna hefir „andinn frá Vicliy“ orð- ið samnefnari fyrir föðurlandssvik þeirra, sem ekki ætluðu frá upp- hafi að svíkja, en leiddust út i það af gunguskap.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.