Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 2

Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N Hinn nýi sendiherra Dana C. A. C. Bruun er fyrir skömmu kominn liingað og tekinn við ein- bætti sínu. Þegar afráðið var að Fr. le Sage de Fontenay sendiherra flyttist til Tyrklands, sem sendihcrra lijóðar sinnar í Ankara, eftir ianga þjónustu hér á landi, var C. A. C. Bruun skipaður eftirmaður lians, og er það almennt álit, að eigi liefði verið hæg't að fá hingað ákjósan- Jegri mann, sem fulltrúa Danmerkur. Þvi að Bruun sendiherra er eng- inn nýgræðingur hér á landi. Um langt skeið gegndi liann sendifull- trúastörfUm i dönsku sendisveitinni hér, og kynntist íslendingum og íslendingar kynntust lionum, sem ó- gætum fulltrúa þjóðar sinnar, er á- vallt var boðinn og búinn til þess að starfa og leggja á sig ómak um- fram það sem starf lians heimtaði, til þess að verða við óskum allra. Þau lijónin eignuðust ekki aðeins marga vini, heldur var jiað svo, að allir, sem átlu erindi við cliarge d’affaires Bruun báru hlýjan Inig til hans. Á öðru stríðsárinu livarf .Bruun til Washington og gerðist starfsmað- ur sendisveitarinnar þar. En Kauf- mann, sendiherra Dana i Washing- ton hafði þegar tekið skýlausa af- stöðu til heimsveldanna með því að fara sínu fram gagnvart ríkisstjórn- inni í Kaupmannahöfn, sem þá var bundin í báða skó, og skipaði sér þegar í flokk með Bandamönnum og gerði m. a. sainninginn um hern- aðarafnot Grænlands, við Banda- ríkjamenn. Sá verknaður hans liefir siðar verið viðurkenndur að verð- leikum. Og för Bruuns til Washing- ton sýndi, að afstaða hans var sú sama og Kaufmanns. ísland liefir ástæðu til að fagna veldi liins nýja sendiherra. Það eru mörg mál á döfinni milli íslands og Danmerkur, sem krefjast manna, er í hvívetna liafi þekkingu og sann- girni til að bera, svo að málin ráð- ist vel. Og liinuin nýja sendiherra Dana er manna best treystandi til þess að leggja sinn lilut allan til þeirra úrslita. Bifreiðaslys við Gljúfurá Á laugardaginn var varð alvar- Jegt slys við Gljúfurá og mikil mildi að jiað skyldi ekki kosta fjölda mannslífa. Áætlunarbifreið var á leið vestur í Dali með 22 farþega og reniuli útaf veginum við Gljúfurár- brúna, sem er alræmd fyrir það live illa hún er sett. Valt bifreiðin þar og meiddust 15 af farþegunum meira og minna, en enginn þó lifs- hættulega. En úr bifreiðinni brann alt það, sem eldur gat unnið á. Þau gerast svo tíð nú hin sorg- legu bifreiðaslys að almenningur ger ir kröfu til þess, að yfirvöldin gangi hart eftir og lagafyrirmælum um akstur sé hlýtt. Myndin liér að ofan er tekin liálf- tíma eftir að slysið varð, af Einari Hjartarsyni. STÆRSTA FLAGG í heimi saumaði ameríkönsk stúlka, Josephine Mulford að nafni. Var það svó stórt að þrjár liersveitir (bataillons) hefðu getað staðið á því samtímis, og sex sterka menn þurfti til að lyfta. Hún var meira en ár að sauma flaggið og vann þó af kappi. 320.000 nálspor voru í flagg- inu. Josephine Mulford liafði lagt svo að sér við verkið, að hún datt niður dauð er liún liafði séð flaggið á stöng í fyrsta sinn, yfir Madison Square Garden í New York. DUNLOP Marmorerað gólfgúmmi (hrágúmmí) á stiga, ganga, baðherbergi, verslanir, hótel og sjúkrahús, fyrirliggjandi. Blla- oo málningarvöruverslun PRIÐRIK BERTELSEN Hafnarhvoli Sími 2872 og 3564 BARNAMORÐINGJAR. í júlí komu i leitirnar í Þýska- landi tveir menn, sem liöfðu verið viðriðnir samsæri gegn HitJer 20. júlí í fyrra. Um 90 menn, liershöfð- ingjar og aðrir háttsettir, voru tekn- ir af Jífi fyrir þátttöku í jiessu samsæri, en þessir tveir menn sluppu með því kynlega móti að þeir gleymdust í Lelite-fangelsinu, þegar hinir samseku voru fluttir til gálgans og liengdir. Þessir tveir eru dr. Hermes, núverandi förstjóri fátækrastjórnarinnar i Berlín og SteJtser „landráð", sem áður kom mikið við sögu á hernaðarárunum i Osló. Nöfn þeirra fundust á lista, sem Gördeler yfirborgarstjóri liafði á sér þegar liann var handtekinn í vor. Gátu þeir gefið ýmsar upp- lýsingar iim afdrif hinna samsæris- mannanna og ýmislegt annað. Meðal annars vissu þeir til þess að tutt- ugu og fimm börn innan tólf ára liöfðu verið send í fangabúðirnar í Dacliau og voru þar þangað til Þjóðverjar urðu að flytja fangana suður á bóginn í vetur. Þá munu þeir hafa stútað þessum 25 smæl- ingjum. En 22. apríl fengu fangarn- ir í Lelite tiJkynningu um að þeir væri látnir lausir og mættu fara. Þeim fannst leitt að fara inn i borg- ina i röndóttum fangabúningum, en jiá var sagt, að þeir gætu farið inn i liús beint á móti og fengið önnur föt. Þegar jiangað kom voru fangarnir skotnir tii bana í ljakið. — Á öðrum stað höfðu Þjóðverjar og franskir skósvéinar lieirra safn- að saman 0000 börnum. Datt þeim jiað snjallræði í liug að nota börn- in til ýmsra „vísindatilrauna". Jafn- framt voru l)au svelt og sýktust af sóðalegri aðbúð, svo að þegar Bandamenn komu í fangabúðirnar voru ekki nema (i0 börn á lífi af þessum 0000. — Það er skritið, Elvíra, en nú er eins o/j mér sé farið að standa á sama hvort ég les um einu morð- inu fleira eða færra á dag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.