Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Pramkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/i/ íslenska og danska landsliðið. Fyrir framan mark íslendinga skraddaraþankar Frá heimsókn danska landsliðsins I framlialdsskólum landsins eru nokkur þúsund af ungu fólki, sem er laust og liðugt yfir sumarið. Margt af því stundar ýmsa þarflega vinnu i sumarfríinu en sumt ekki. Sumarleyfislöggjöfin er komin á og allur fjöldi þess fólks, sem starf- ar í kaupstöðunum hefir ríflegt sumarleyfi. Hve margt af þessu fólki notar sumarleyfið til þess að kom- ast úr bænuni og hve margt situr heima og hvílir sig? Og hve margt af þessu skólafólki og' sumarleyfisfólki notar leyfið til þess að vinna að þörfu verki? Það mun vera til þess ætlast af hálfu löggjafans, að sumarleyfin séu notuð til þess að hvíla sig, en ekki til að vinna neitt. Hitt er vitað, að ]jað getur verið eins mikil livíld í að stunda um tíma vinnu, sem er gerólík þeirri, sem fólk vinnur að staðaldri. Það er hvíld og til- breyting í þvi að taka sér orf og hrífu í hönd, fyrir þann, sem dags daglega vinnur að t. d. vélaiðnaði eða starfar á skrifstofu. Landbúnaðurinn á við svo mikið mannaflaleysi að búa að til vand- ræða tiorfir. Bændur geta ekki not- að þau gæði, sem náttúran býður fram. Margir gefast upp, yfirgefa jarðirnar og flytja í kaupstaðinn, nauðugir viljugir, ftýja á mölina ]jaðan sem grasið grær. Aldrei hefir þjóðinni riðið meira á að nota vinnuaflið vel en einmitt nú. Hér er verið að ráðast í marg- faldlegri framkvæmdir en nokkru sinni áður. En þær framkvæmdir verða að bera ávöxt, ef eigi á illa að fara. Hvert dagsverk sem fer i súginn er ekki aðeins tap fyrir þann, sem missir það, heidur líka fyrir þjóðina. Víða erlendis hefir námsfólk myndað með sér félagsskap um að starfa fyrir landbúnaðinn í sum- arleyfinu, og það hefir gefist vel. Það hefir gerst sjálfboðaliðar en að visu með fullu kaupi i sveitunum. Landbúnaðinum liérna veitir sannarlega ekki af slíkum sjálfboðaliðum, ef hann á að verða fær um að sjá þjóðinni fyrir nægu af þeim afurðum, sem hann fram- leiðir. En það gerir hann ekki nú. Hér hefir dvalið í borginni að undanförnu landslið danska knatl- spyrnusambandsins, í boði íslenskra knattspyrnumanna. Heimsókn þessa frækna liðs, sem talið er til snjöllustu knattspyrnu- liða Evrópu nú, er mikill og merkur íþróttaviðburður. Flokkurinn kom með „Drottning- unni“ 15. júlí, s.l. en lagði af stað heim flugleiðis 23. júlí s.l. eins og getið var um í síðasta tbl. Þegar er hann liafði sligið á land, var hann opinberlega boðinn vel- kominn af borgarstjóra Reykjavik- ur l.h. bæjarins i samsæti í Sjálf- stæðishúsinu, um kvöldið sama dag fór frain móttaka knattspyrnumanna í Stúdentagarðinum en þar bjuggu gestirnir meðan þeir dvöldu hér. Við það tækifæri flntti formaður mót- tökunefndar, Brynjólfur Jóhannes- son, aðalræðuna, þar sem hann f. h. Knattspyrnuráðs Reykjaviluir og knattspyrnumanna yfirleitt, ba.uð Jiessa ágætu gesti veikomna til lands- ins, og lét í ljós þá ósk að heim- sókn þeirra mætti verða þeim til ánægju. Auk Brynjólfs tóku til máls, forseti Í.S.Í. Ben. G. Wáge og for- menn knattspyrnufélaganna og buðu Dani velkomna. Fararstjóri Dana, Leo Fredreksen, formaður Danska knattspyrnusambandsins, þakkaði móttökurnar með ræðu, þar sem hann lét í ljósi þá von að för þessi yrði upphaf að auknum íþróttasam- skiftum þessara tvegga þjóða, sem um langan aldur liefðu átt svo margt saman að sælda. Það var fyrirfram ákveðið að danska liðið léki hér þrjá kappleiki og skyldi hinn fyrsti þeirra vera millirikjaleikur, Danmörk-tsland, - fór sá leikur fram 17. júlí s.l. og er þetta í fyrsta sinn, sem íslenskir knattspyrnumenn heyja millirikja- leik fyrir ])jóð sína. Með danska landsliðinu, kom sérstakur dómari Th. Kristensen að nafni, til þess að dæma þennaii eina leik. Krist- ensen er Norðmaður og viðkunnur milliríkjadómari í knattspyrnu. Áður en leikurinn liófst fór fram mjög hátíðleg og velundirbúin at- höfn á íþróttavellinum. Báðir flokk- arnir gengu fylktu liði inn á völlinn en lúðrasveit lék á meðan, þeir röð- uðu sér upp framan við áhorfenda- stúkuna. Síðan fluttu stutt ávörp: forseti Í.S.Í. og formaður móttöku- nefndar. að því búnu, voru leiknir þjóðsöngvar Danmerkur, Noregs og íslands og meðan þeir voru leikn- ir voru fánar viðkomandi þjóðar dregnir að hún, en áhorfendur, sem telja má að hafi verið um 10 þús. stóðu þöglir á þessari liátíðlegu stund. Nokkru áður en athöfn þessi hófst kom forseti íslands, herra Sveinn Björnsson inn á völlinn og liegar hann hafði tekið sér sæti lirópuðu þúsundirnar ferfalt húrra fyrir honum. Athöfn þessari ásamt leiknum í heild var útvarpað. Leik- urinn var allfjörugur, einkum fram- an af, en dofnaði mjög yfir is- lenska liðinu er á leið, og lauk lion- um með sigri Danda 3:0 eins og kunnugt er. Daginn eftir fóru Danir til Þing- valla i boði rikisstjórnarinnar undir forustu Agnars Kl. Jónssonar, skrif- stofustjóra. Var þeim sýridur stað- urinn og hann skýrður fyrir þeim. Síðan sest að snæðingi í Valhöll. Heim var ekið um Kamba og komið við í Skíðaskálanum og þar matast. Föstudaginn 19. júli var annar leikurinn háður, að þessu sinni við Fram, íslandsmeistarana frá 1940. Var sá leikur hinn fjörugasti en lauk með sigri Dana 5:0 Daginn eftir, laugardag, var farið að Gullfossi og Geysi í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Var fyrst far- ið að Gullfossi og þótti gestunum mikið til fegurðar hans koma, síðan Framh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.