Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 5
b' Á L K I N M 5 /->/■//• /'//■ Ashingtonklúbbniim að starfa í fyrstu Ivö árin héldum við svona áfram að búa til myndir, útskurð og teikningar, upp úr okkur og fyrir okkur sjálfa, án þess að hafa nokkurn lilgang með þessu annan en að reyna „hvað kæmi út úr því“. En þá voru aðiir farnir að tala um okkur og ýmsir listamenn farn- ir að veita okkur athygli. Það var talað um Ashington og „listamannaklúbbinn“ þar, og svo lór að við héldum sýningu i Laing Arl Gallery í Newcastle on-Tyne. Og nú skeði það inerki- lega, að víðsvegar utan úr heimi komu beiðnir um að fá ýmislegt af þessu léð til að halda sýn- ingar á því. Höfundarnir leyfðu það, en settu það skilyrði, að skýrt vrði frá hvernig þessar myndir væri til komnar og það vrði að haga dómum eftir því. Myndirnar bafa ekki verið seldar, nema sem svarar fvrir því er listamennirnir hafa þurft fyrir efni. Þær hafa verið gefn- ar til flokksjóðanna, það er að segja: fyrir mynd sem liefir Kvöldstund i Ashingtonklúbbnum. Mennirnir sitja hver með sitt spjald og eru að teikna. Á mgndinni lianga mgndir, sem þeir hafa gert. verið virt á 20 pund hafa jjeir látið borga 21/* sliilling. Það er víðar bægt að gera jjetta en í Ashington. Allstaðar Jíar sem margir menn eru sam- ankomnir, er liægt að ná saman nokkrum sinnum, sem bafa á- luiga fvrir list, og mundu gjarn- an vilja nota tómstundir sínar til þess að mála eða skera í tré, ef þeir hefðu framkvæmd í sér til þess að ná í leiðbeinanda, sem ekki væri of „vísindalegur“ fyrir j)á. Svona menn eru orðn- ir of fullorðnir til jiess að setj- ast á skólabekkinn og fara að læra listsögu og undirstöðuað- ferðir J)ær, sem listaskólar nota. Það verður að láta J)á sjálfráða eftir því sem hægt er og láta persónuleika þeirra og hugsun njóta sin sem mest. Innan hinna mörgu félaga, sem menn eru i væri ekkert hægara en að koma J)essu í framkvæmd, og livað fjárhagsbliðina snertir þá er engin skemmtun ódýrari til en þessi.. Læknar skera sjálfa sig Við kveinkúm okkur við aÖ ná flis úr fingrinum á okkur, l/ví að það er stundum sárt, en gerum þaÖ þó því að við vitum að liitt er enn sárara: að láta liana vera. En livað segja menn þá um sumar stærri að- gerðir, sem læknar og aðrir hafa gert á sjálfum sér. Bæði þeir, sem eru svo afskekktir að þeir geta ekki náð til læknis, og svo læknarnir sjálfir, sem ýmist í rannsóknar augnamiði eða af því að þeir ná ekki til annara liafa orðið að hjálpa sér sjálfir. Manni liggur nær að hahla, að þessir menn séu gæddir samskonar tilfinningaleysi og geð- veikir menn eru stundum, er þeir misþyrma sjálfum sér án þess að finna nokkuð til J)ess. Saga er til um ungan smið í Hollandi, Jean de Doot, sem tók úr sér gallstein sem kvaldi liann, eftir að læknir liafði gert þrjár á- rangurslausar tilraunir til að ná steininum. De Doot lifði þetta af og til er í Leyden mynd af honum, með hnífinn í annari hendinni og gallsteininn í hinni. Þetta gerðist 1651. í læknabréfi frá 1701 segir frá líkri aðgerð, sem þýskur beykir gerði á sjálfum sér. Hann hélt að hann væri að sálast, meðan hann var að þessu, en fyrst vildi hann sjá steininn, sem hafði valdið hon- um svo miklum kvölum. Uppskurð- urinn tókst og á eftir brölti pilt- urinn upp á stól til þess aÖ ná í saumakörfu móður sinnar uppi á hillu — liann þurfti að ná i nál og enda til að sauma saman sárið! Hann fann enga nál, en eftir tvo daga náði hann í lækni, sem saum- aði liann saman. Eftir sex vikur var liann orðinn alheill. Þetta gerist líka nú á dögum. Maður í Ameriku, sem ekki liafði elni á að kosta upp á sig lækni, skar sig upp við kviðsliti. Hann hafði verið burðarmaður á spítala og séð þetta gart þar, Ellefu tímum eftir skurðinn varð liann að fara á spílala vegna lífliimnubólgu. Margir læknar hafa gert skurði á sjálfum sér löngu áður en farið var að nota deyfingarmeðul. Franskur læknir á 18. öld, Clever de Mald- igny, hafði látið skera sig fimm sinnum fyrir gallsteinum, en alltaf árangurslaust. Svo skar hann sig sjálfur — og það tókst! Árið 1884 var kókain fyrst notað til deyfingar og þá varð þetta hæg- ara viðfangs. Skurðlæknir i París, Paul Reclus, var fyrsti maðurinn, sem notaði sér þetta, Hann hafði skaðast á fingri af beinflís úr berklasjúku rifi. Eftir nokkrar vik- ur bólgnaði fingurinn. — Hinn frægi læknir Vernueil ráðlagði Reclus að taka fingurinn af, en þá liefði hann orðið óstarfhæfur. Þess vegna deyfði hann smitaða hlutann af fingrinum með kókainu, og skar burt það sem spillt var. Hann lækn- aðist og gat vottað að sig liefði ekkert kennt til við skurðinn. Arið 1899 fann Þjóðverjinn August Bier nýja deyfingaraðferð: að sprauta deyfingarefni inn í inænu- liolið. Hann gerði margar hættu- legar tilraunir á sjálfum sér áður en aðferðin varð fullkomin. Ungur rússneskur skurðlæknir, Alexander Fzaicou var sá fyrsti, sem gerði á sér kviðslitsaðgerð með þessari deyf- ingu. Það var árið 1909. Honum mistókst deyfingin og varð svo að fá hjálp við hana, en uppskurðinn gerði hann sjálfur. Meðan á þessu stóð las liann fyrir skýrslu um líð- an sina á hverri stundu, og sann- aði að deyfingin hefði engin álirif á skynjanina eða hæfni lians til að beita hnífnum. Honum batnaði fljótt. Nokkru síðar skar amerískur lækn- ir úr sér bolnlangann og notaði sama deyfingarlyf. Það er cnn not- að, en liefir verið endurbætt marg- víslega. - Saga er til um mann, sem liét Hallvarður á Þverá. Hann kól illa á fæti og kom drep i fótinn. 1 leg- unni smíðaði Hallvarður sér fín- gerða sög, sem liann svo notaði til þess að taka af sér fótinn með, og bjargaði þannig lífi sínu. Þetta stendur eiginlega ekki að baki gall- steinsaðgerð Hollendingsins. SIR WILLIAM BEVERIDGE; hinn kunni fjármála- og félagsmálasér- fræðingur Dreta, upphafsmaður trgggingarlöggjafarinnar bresku, sem kemur tit framkvæmda i ágúst i sumar að visu í bregttri mynd — hefir undanfarið verið á ferða- lagi um Norðurlönd. Lætur hann vel af skipun tryggingamála i þess- um löndum. í RÚSSLANDl þykir ekki borga sig nema stundum að rífa gömul hús, heldur eru þau sprengd i loft upp, ef þau eiga að hverfa fyrir nýbyggingum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.