Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.07.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKIMN Övre Richter Frich: n Þöglu börnin frá Úral yfir veröldinni. Þaö getur verið að það laki sinn tima. En eitt er víst: viö erum orðnir drottnar loftsins. Það líöur ekki á löngu Jiangað til alræði okkar í loftinu er orðið stáðreynd. Og þá kemur til okkar kasta. Eða réttara sagt þinna kasta. Skilur þú, Sergej ? Ungi maðurinn yppti öxlum og hristi höfuðið. — Er engin metnaður i þér? Nei, svaraði Sergej drumbslega og starði beint framan i prófessorinn. Prófessor Sclnnidt varð að gjalli. Þarna var þá til ungur maður í Moskva, sem ekki dreymdi um að verða Lenin, Stalin. eða — Schmidt. í landi einræðisins geng- ur nálega hver einasti ungur maður með einræðisherra í maganum. En hinn gamli bolsjeviki átti eftir að verða enn meira hissa. Því nú tók ungi maðurinn til máls og spurði alvarlegur: — Hversvegna var Timothei Jagirof skotinn? Röddin var hörð og hrjúf, en með djúp- um ástriðufullum hreim. Prófessorinn vatt sig allan. Hann hugs- aði sig um stundarkorn, eins og hann væri liræddur um að einhver væri á hleri. Timothei Jagirof? muldraði hann. Já, liann var skotinn. En hvað veit ég? Eg er ekki stjórnmálamaður, en lifi í veröld, sem er fjarri öllum brellum og samsær- um. Tim var einn af hestu lærisveinum mínum. Eg var langt burtu frá siðmenn- ingunni þegar ég frétti um látið hans. Hefði ég verið hérna mundi ég hafa lagl mitt eigið líf i sölurnar til að bjarga hon- um. Eg liata þá, sem drápu hann ! sagði pilturinn hvass. Talaðu varlega, vinur minn. Svona ummæli eru ekki hentug þeim, sem eiga framtíðina fyrir sér. Þagmælskan er dýr- mæt gjöf. Eg er enginn hermdarverkamað- ur. En jafnvel hérna gengur langeyrt fólk um, og hlustar við allar dyr. Hvert ógæti- legt orð er tíundað til lögreglunnar. Hermdaverkastarfsemin er sjálfvirk í þessu landi. Það var ekki langt frá Kapi- tolium lil Tarpeaklettsins. Eða frá flug- vellinum í Ljubjankafangelsið. Eg tala lireinskilnislega við þig, drengur minn, þvi að ég þekki talsvert orðið til mannanna. En það er ekki skuggi af svikum i aug- um á þér. Ungi maðurinn kinkaði kolli. Það sagði Jegor líka, tautaði hann. — Jegor? En nú var eins og unga manninum lang- aði til að leysa frá skjóðunni frekar, og þyrði ekki að tala í einlægni. Munnurinn lokaðist. Það var eins og skellt væri í lás. Prófessorinn skildi, að hann var kominn inn á svið, þar sem hinn þögli unglingur III. hluti: Hetjan frá Tsjeluskin lifði i endurminningum. Hann mundi livað Jermak hafði sagt honum um viltu börnin frá Úral, sem Tim Jagirof kom fljúgandi með, og eins það sem gerðist eftir komu þeirra. Hin tilgangslausa aftaka Tims var ekki eina hamsagan, sem hafði gerst i nokkur hundruð metra fjarlægð frá skrif- stofu Schmidt prófessors. Allt í einu datt lionum nokkuð í húg. - Unga stúlkan, sem þú varst með í út- legðinni forðum — hvað varð af henni? Schmidt prófessor iðraaðist eftir spurning- una undir eins og hún var komin yfir var- irnar á lionum. Því að andlit unga mannsins afmyndað- ist ferlega í einni svipan, og hann virtist ætla að sleppa sér. Það var eins og augu hans skytu neistum — það glórði í þeim logi. Brúna andlitið varð næri því svart, og að neðan úr barkanum á honum heyrð- ist undarlegt urrandi hljóð. Þarna stóð villi- maðurinn úr frumskógunum í Úral, hættu- legur og óttalegur í æði ástriðna sinna. Siðmenningin, vísindin höfðu ekki megn- að að afmá þau spor, sem úlfurinn, björn- inn, villisvínið og gaupan höfðu markað i viðkvæmt sinni hans. Gamli maðurinn stóð upp og gekk til unga mannsins, sem barðist við að sefa sitt eigið æði. Hann lagði sinabera hönd- ina á öxl hans. — Eg er heimskur, forvitinn öldungur, sagði hann og brosti. Þetta var ekki illa meint. Hafðu leyndarmál þín fyrir sjálfan þig. Eg ætlaði bara að hjálpg þér. Þú ert ungur örn, sem bráðum átt að fá að reyna vængjaþolið þitt. Það leggst í mig að þú hafir sett þér háleitt mark, en mannlífið er öðruvísi hér í seiðkötlum fjölmennisins en i einveru skóganna. Enginn getur kom- ist að marki sínu hérna i hringiðunni nema honum sé hjálpað, til þess eru lijólin of mörg, sem grípa hvert inn í annað. Allar vélar þurfa bæði eldsneyti — og áburð. Veistu hvað sá áburður er kallaður í dag- lega lífinu? Hann er kallaður samúð eða velvild .... Eg ætla að gefa þér þennan áburð, Sergej. Komdu hingað aftur eftir nokkra daga. Við skulum tala út uni þessi mál, sein við erum allir að liugsa um, þeir sem hafa leitað upp á leiðir arnarins .... Sergej riðaði út úr skrifstofunni. Rétt við dyrnar rakst hann á kengboginn ná- unga, sem virtist hissa á að sjá hann þarna. Ungi maðurinn horfði á eftir þessari manntusku, sem flýtti sér burt og læddist á tánum hljóðlaust, enda gekk hann á gúmmísólum. Góðlegur éitlits, hlustari með iitstandandi eyru og ljós einkenni þess að hann hefði gælt við skráargöt. Harkalegu brosi brá fyrir á andliti ungl- ingsins, sem annars var svo alvarlegt. Hann þreifaði eftir skammbyssunni i fell- ingunum á úlpu sinni, fann skeftið á stórri browing-skammbyssu og gekk rólegur á- fram án þess að flýta sér á eftir njósn- aranum. Maðurinn með gleraugað. sama augnabliki og litli bogni náung- inn, sem hafði sýnt svo lofsverðan á- huga fyrir skráargatinu hjá Schmidt pró- fessor, vatt sér inn í troðfullan sporvagn, sem var á leið inn að miðtorginu í Moskva, hafði Sergej tryggt sér pláss á þrepinu á vagninum að framan. Það er ekki verið að súta farþegatöluna livorki í almenningsvögnum eða spor- vögnum í rauða höfuðstaðnum. Sá sem með einhverju móti getur hangið á vagn- inum, fær að fara með, þó að þægindin séu ekki fyrsta flokks. Það var heldur ekki tækifæri lil að líta kringum sig í öllum þessum manngrúa, þar sem hver tróð annan um tær, og sal liver ofaná öðrum án þess að það orsakaði skammir eða handalögmál. Fjarlægðirnar eru miklar í Moskva, og' þrátt fyrir nýju neðanjarðarbrautina er það enn erfiðleik- um bundið að sjá umferðinni borgið, enda er fólksfjöldinn alltaf að vaxa. En Jiað má segja ibúunum lil hróss, að þeir taka með léttu jafnaðargeði hinum margskonar vandræðum, sem eru í sam- bandi við að byggja upp hið nýja þjóðfé- lag' í heimsborginni. En stóri sporvagninn tæmdist og' fylltist margsinnis á leiðinni um úthverfi borgar- innar. Serg'ej hafði meðan þessu fór fram náð sér í betra stæði inni í vagninum. Hann reyndi að komast sem næst bogna njósn- aranum, sem hafði nú komið sér fyrir i cinu horninu, með vindling í munninum og' púaði nú sem ákafast frá daunillum tóbaksreyk. Ungi maðurinn hafði nú lagt andlit hans á minnið. Það var eitthvað sérkennilegt við það, sem maður hlaut að geta munað, ef maður setti það á sig. Breiður munnur- inn, sem sifell virtist beyga sig' í góðlál- legt bros var eins og á venjulegum borgara legum manni, — smákaupmanni í kjall- araholu eða skraddara i bakhúsi. En aug- un voru síður en svo borgaraleg. Annað var hálflokað, en bak við loðnar augna- brúnirnar mátti grilla í neista, eins og í auga nöðru, sem situr um bráð. Hitt aug- að var stórt og starandi, og það leið ekki á löngu áður en Sergej uppgötvaði livern- ig á því stóð og sá að sjónhæfi þessa auga var ííijög vafasöm: Þetta var nefnilega auðsjáanlega glerauga, af mjög ódýrri gerð. Sporvagninn var nú kominn inn á breiðu strætin í borginni, þar er fjöldi nýrra funk isliúsa innan um gömlu hallirnar. Farþeg'- ar stigu út og aðrir komu inn betur klæddir en þeir fyrri. Maðurinn með gleraugað stóð upp úr bornsæli sínu og leil rannsakandi augum alll í kringum sig. Þetla var auðsjáanlega mjög aðgætinn maður. Sergej beygði sig bak við farþega sem stóð fvrir framan hann og lét sem hann væri að líta eftir einliverju á gólfinu. Þegar liann leit upp aftur var glerauga- maðurinn kominn út á slóra torg'ið, þar sem Ljubjankastórhýsin gnæfa í baksýn. Það var eins og fjöldinn vildi halda sig í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.