Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Hún er af sjálfstæðiskenndinni fædd sú viðleitni, sem nú gerir sín vart, á þvi að „efla það sem íslenskt er“. Einkenni hnignandi þjóðar eru fyrst og fremst l>au, að dásama það, sem útlent er, og níða alit liið inn- lenda. Þetta hefir verið hoðorðs- regla ýmissa svokallaðra forustu- manna þjóðarinnar á undanförnum öldum; oftast nær liöfðu þeir feng- ið emhætti, sem leyfði þeim að bera danskan einkennisbúning, en jafn- vel þó að umbúðirnar væri ekki til staðar var hugurinn þó samur og jafn. Og hugurinn túlkaði sig í þessum orðum: íslendingar hljóta að verða kotungar, utanveltu í öllu alþjóðastarfi fátæklingar, sem lifa upp á þá náð guðs, að hann tor- tími þeim ekki með eldgosi, ísalög- um eða jarðskjálfta. Náttúruöflunum og aðfengnum drepsóttum tókst ekki að murka líf- ið úr þjóðinni, og nú stendur hún betur að vígi um að standast þess- ar plágur en hún hefir nokkurntíma gert á sínu þúsund ára skeiði. Sið- an landnám hófst liefir ekkert eld- gos gerst svo geigvænlegt, að það liafi getað tortímt allri þjóðinni. Og ef Skáptáreldar kæmu í sumar þá er það víst, að þeir mundu qkki valda nema litlu tugabroti af því tjóni, sem þeir gerðu með Móðu- harðindunum. Þó að hafís setji helm ingin af íslandji i siglingattann þarf fólk ekki að svelta i hel fyrir þvi, bæði vegna þess að samgöngur á landi eru orðnar aðrar og betri en áður var, og af því að sjálfsbjarg- armöguleikar og matarforði er meiri en áður var. Og miðaldapestirnar geta aldrei orðið eins mannskæðar og þær voru fyrrum, bæði vegna framfara læknavísindanna og auk- innar þekkingar þjóðarinnar á sjúk- dómum og lieilsuvernd. ísleinlingar eru orðnir sannfærðir um, að þeir gela lifað blómlegu menningarlífi — og þeir eru luettir að níða landið. Þeir hafa loks skilið, að fsland er gott land, og að þeir háfa hetri skilyrði góðrar afkomu og vaxandi þjóðlífs en flestar aðrar þjóðir. f þeirri trú ætla þeir að lifa og „treysta á landið.“ Það er göð trú. Og ef ekki verð- ur frá henni vikið, á ísland í liönd marga sólbjarta sumardaga ánægðr- ar velfarnaðarþjóðar, sem þó lítil sé getur látið sér líða vel og lialdið uafni íslands í heiðri meðal þeirra, sem eru þúsund sinnum stærri og sterkari. Reykjavík um 1770 Reykjavíknrbær 160 ára Um síðastiiðna helgi voru liðin ltiO ár, frá því að Reykjavík fékk bæjarréttindi. Var afmælisins minnst á ýmsan hátt. Síðari hluta dags, sunnudaginn 18. þ.m. safnaðist fjöldi manns fyrir framan Mcnntaskólann í Reykjavík og hlýddi þar á Lúðra- sveit Reykjavíkur leika nokkur lög. Einnig söng Kartakórinn Fóstbræð- ur undir stjórn Jóns Halldórssonar. Um kvöldið var svo dagskrá út- varpsins að nokkru feyti helguð afmælinu, og voru þar fluttar ræð- ur. Meðal ræðumanna voru þeir Bjarni Bönediktsson, borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri og Hjörtur Hansson. Bæjarstjórn Reykjavíkur efndi til veislu þetta kvöld til heiðurs For- setahjónunum. Ávarpaði borgarstjóri þau og þakkaði hr. Sveini Björns- syni sérstaklega fyrir þann skerf, sem hann hefir lagt til framfara- mála bæjarins. Forsetinn tók næstur til máls og þakkaði hin hlýju orð borgarstjóra og einnig þann hlý- hug sem hann mætti hvarvetna. A hófi þessu voru ýmsir af fremstu mönnum þjóðarinnar, sendiherrar erlendra ríkja o. íl., eða fast að því 200 manns. Þess má einnig geta, að i sambandi við afmæli þetta var hinn duglegi og vellátni borgar- stjóri Reykjavíkurbæjar, hr. Bjarni Benediktsson, sæmdur riddarakrossi hinnar islensku fálkaorðu, i viður- kenningarskyni fyrir þátt sinn í merkum framfaramálum bæjarins og skerf þann, sem liann liefir veitt íslenskum lögfræðinemum, er hann gegndi prófessorsembætti. Bjarni hef ir og látið þjóðmál mjög til sín taka. Svifflugfélag íslands 10 ára Um síðastliðna helgi efndi Svif- ftugfélag íslands til fjölbreyttra úti- hátiðalialda á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af 10 ára afmæti sínu. •— Skemmtunin hófst kl. 1,30 e. h., og setti Agnar Kofoed-Hansen hana með ræðu. Fyrst var svo sýnt svif- flug á öllum stigum, frá riýliðaflugi upp í listflug. Voru þarna mörg góð flugmannsefni, sem skemmtu áhorfendum liið besta. Svifflugur og vélftugur voru allmargar og hinar snotrustu útlits, og margur íslend- ingurinn hefir áreiðanlega gengið þess dulinn, að hér á tandi væri svo mikill ftugfloti til. En eins og Agnar Kofoed-Hansen sagði, þá loga ])essir ungu íslensku flugmenn og lærlingar i fluglistinni af áliuga, og liafa sparað sér saman með tíð og tíma nægilega uppliæð fyrir svif- flugum sínum, sem kosta þó drjúg- an skilding. Þeir þurfa ekki að vænta neins endurgjalds fyrir þær, lieldur iðka „listina vegna listar- innar“, eins og allir sannir lisla- smiðir og listiðkendur gera. En því ber reyndar ekki að neita, að liið opinbera hefir sýnt skilning á flug- málunum og reynt að grciða götu þeirra af ýtrasta megni. Og á þessu ári hafa aðstæður flugmanna hér á landi batnað til muna, eftir að við erum sjálfir orðnir æðstráðandi á Framh. á bls. lfh Flugvélar þær, er þátt tóka í sýningunni á sunnudaginn var.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.