Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Övre Richter Frich: 15 Þöglu börnin frá Úral III. hluti: Hetjan frá Tsjeluskin þó mótvindur væri og vont veður. Þeir höfðu liráolíu til 30 tíma flugs — hver einasla hola hafði verið fyllt með olíu. En — og Sergej fann hvernig svitinn lak af enni lians — hvernig átti að fá þessa vél, sem var þung úr liófi fram, til þess að lyfta sér? Það skal ganga, hafði Tarji- kov sagt, en hann var reyndur og hafði sérstaka þekkingu á þungum flugvélum. — Finnst þér þetta elcki ljómandi vél? orgaði Andreas einfætti í eyrað á honum og veifaði svörtum vélatvist í hendinni. Sergej kinkaði kolli og tók á handföng- unum á vélarborðinu. Hann kveikti á kast- ljósunum tveimur, svo að Ijósrákirnar hor- uðust inn í þokuna og nú sást móta fyrir geilinni í skóginum. — Er allt tilbúið? spurði Jermak þar sem hann sat í kortaklefanum. Rödd hans titraði. Það var langt síðan hartn hafði sagt fyrir verkum í flugvél. En hann fékk ekki það svar, sem hann hafði búist við. Sergej laut fram. Eyrnasneplarnir voru teygðir fram á við. — Eg heyri í hundi, sagði hann og sleppti hjólinu, sem liann hélt um. Andreas einfætti opnaði hurðina að geymsluklefanum upp á gátt. Eg heyri ekkert, tautaði liann. Hann færist nær, hélt Sergej áfram. Þetta er víst írskur veiðihundur. — Hver fjandinn! tautaði vélamaðurinn, — Skyldi það vera hann Tominy? Hundur Tarjikovs. Kannske voru fiugmenmrnir að koma? Hundurinn er einn. Nú er hann hættur að gella. Hann ýlfrar af sorg. Hann hefir misst húsbónda sinn. Vélamaðurinn leit forviða á unga flug- manninn. Þú kannt vist fleira en faðirvorið þitt, sagði liann.... í sama bili stökk rauður hundur inn um flugvéladyrnar. Hann virtist ekki gefa Andreasi neinar gætur, en hljóp upp í sætið við hliðina á stýrimannssætinu og nuddaði sér upp við Sergej, lyfti hausnum og ýlfraði svo aumingjalega. En þegar hávaðinn byrjaði í loftskrúf- unum sat hann kyrr og hreyfði sig hvergi. Ilann hafði fundið sitt pláss og nýja liús- bóndann sinn. Flugvélin kipptist til. Hún var eins og sterkur hestur, sem tekur á kröftunum í brattri brekku. En síðan rann hún liðugar. Eins og gand- reið þaut hún gegnum þokuskóginn — hraðar og hraðar.. . . Sergej greip í hæðarstýrið, steig á gas- gjafann. .. . og hægt og seint eins og maður, sem liefir étið of mikið, hækkaði vélin upp í nokkur hundruð metra hæð yfir jörð og sneri svo nefinu beint i norður — á leið út í ókunnar hættur. Norður. ADEVSKI kom út úr loftskeytaklefan- um þar sem allskonar sendi- og við- tæki stóðu í röð og gljáðu af athafna- fýsn. Jermak laut að hinum unga lærisveini sínum, sem ekki hafði enn áttað sig á öllu þessu. Falleg áhöld, Leo — finnst þér ekki? Hérna getum við setið og talað saman án þess að brýna raustina. Hljóðeinangrunin er fullkomin og hreyflarnir ganga eins og saumavélar. Og þá eru engir hljóðkútar eða þessháttar dinglumdangl, sem dregur úr ferðinni. Við læðumst hljóðlaust milli sljarnanna. 375 kílómetra hraði á klukku- stund, 2000 metra hæð. Það er ekki sem verst gert af svona þungri vél. Allt er í besta lagi. — Nei, sagði Radevski — allt er ekki i lagi. Þarna inni er þögult eins og í fanga- klefa í Schlusselburg. Ungi maðurinn benti á dyrnar á loft- skeytaklefanum. — Maður skyldi halda að Hvað skyldi maður halda? — Að einhver hafi fitlað eitthvað við skrúfurnar. — Það er alveg rétt, Leo minn góður, sagði Jermak glettinn. Eg hefi sjálfur séð fyrir því, að ekki yrði hægt að nota loftskeytin. Það er skipun, vinur minn. Þá eigum við ekki á hættu, að þeir herrarnir í Kreml skipi okkur að snúa við. En sambandið norður á bóginn? Það hefir drottinn eyðilagt. Ekki nokk- urt tíst frá Róðúlfsey eða Norðurpólnum í marga daga. Þessvegna erum við að fara til þeirra. Það liefir verið ofsaveður þar norðurfrá. Það er vorboði. Veturinn með alla byljina er liðinn hjá, og það er senni- legt að flestar stöðvarnar séu foknar burt eða komnar í kaf í snjó. Piltarnir grafa sig að vísu upp úr aftur, en það tekur sinn tíma.... Að hætta sé á ferðum — það vitum við.... Það kom S.O.S. merki frá Norðurheimskautsstöðinni síðdegis þann 21. mars, eftir amerískum tíma. Þar var sagt að fárviðri væri í aðsigi og að ísinn ræki saman í hrannir, svo að tjöldin væru í stór- hættu. Ein vistastöðin liafði sokkið — ís- inn hafði rifnað undir henni. Síðasta símtal- ið var mjög ískyggilegt. . Sergej, sem hafði hlustað á þelta saintal með mikilli athygli leit nú við og sagði: — Eg hefi ekkert heyrt um þetta neyðar- merki. Hvorki prófessorinn né Malikin á aðalvarðstöðinni hafa minnst einu orði á það. Það getur vel verið rétt. Skýrslan kom ekki fyrr en seint í gærkvöldi. Skeytið náð- ist á stöð í Norður-Iíanada. Eg held að það hafi verið Fort Cliurchill, sem talaði seinasl við mennina okkar norður frá.... Þarna i Fort Churchill situr ábyggileg kerling, sem hefir gerl okkur óiunræðilega mikið gagn í vetur. Ekki sisl vegna þess að hún skilur rússnesku. Norðurpólspiltarnir okkar kalla hana hvíta engilinn og eru bálskötnir í lienni, þó aldrei hafi þeir séð hana. Ein- hverja rómantik verða menn að liafa, þar sem áttavitinn dansar í hring allan sólar- hringinn. En sem sagt er það hviti engill- inn, sem hefir tekið á móti neyðarkallinu og komið því áfram til okkar, og nú er sagt að bæði Canadamenn og Bandaríkjamenn ælli að gera úl leiðangra til að reyna að bjarga mönnunum.- Annan frá Fort Churc- hill og hinn fró Point Barrow. En nú hefir fárviðrið færst sunnar og hindrað allt flug norður. Og veðurslofurnar hafa spáð, að ekki muni verða neinn bati fyrstu dagana. En hér að austanverðu eru horfurnar'betri. Fréttirnar frá Svalbarða voru dágóðar í gærkvöldi. Eftir þennan venjulega vor- storm, sem stendur venjulega fjóra daga, er nú komið heiðskírt veður og kuldi þar. En allt samband við rússnesku stöðvarnar er slitið. Við ættum þá að mega gera ráð fyrir góðu veðri norður við Franz Jósepsland? spurði Sergej og tók hendinni á hæðarstýr- ið til að sneiða hjá nokkrum litlum þoku- skýjum. Það virðist svo. Við verðum að hætta á það, þó að við fáum ckki neinar veður- fregnir nokkra daga. Sem stendur erum við á lágþrýstingssvæði, því verður ekki neitað, en enginn veit livað við fáum yfir Kola-skaga og' Murmansk. Ef nýr bylur kæmi á okkur þar mundi hann gera útaf við okkur. Eða að minnsta kosti yrðum við að vera við því bunir að lenda i fönn. Skíðin á flugvélinni eru í góðu lagi, tók Andreas einfætti nú fram í. Það var Tarjikov, sem átti heiðurinn af því. A fimm mínútum var hægt að draga inn hjólin og lenda á aluminiumskíðum á stað- inn. Jermak lagði frá sér hringfarann og kink- aði kolli, raunalegur. Verlings Tarjikov, sagði hann lágt og leit kringum sig. Hundurinn Tim, sem lá við hliðina á Sergej leit við þegar hann heyrði húsbónda sinn nefndan. Hann gapli svo að sá í eld- rautt ginið á honum og hvítan tanngarðinn, og svo heyrðist aftur í honum samskonar ýlfur og áður, eintal yfirgefinnar hunds- sálar, sem þjóðist af söknuði. Það var eins og þessi fallegi liundur væri að beiðast afsökunnar á, að hann gæti ekki leynt sorg sinni betur. Með óendanlega angurværu augnaráði lagði hann liausinn milli lappanna og hélt áfram varðstöðu sinni, við lilið hins nýja húsbónda sins. En það var ekki mikið að sjá. Það var að birta af degi, en þokubakkarnir voru enn samfelldir undir vélinni og byrgðu fyrir allt útsýni til jarðar. Með vissu millibili var eins og sterk hönd þrifi i flugvélina og hristi liana, jafnframt því sem hvítgrá þokan kembdist áfram undir þeim, eins og hún væri að sýna lát á sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.