Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 8
8 fálkinN Gerald Kersh: Betlarasteinninn SLÉTTAN er ömurlega til- breytingalaus, svo fábreyti- leg, að maður mundi þakka Guði fyrir að sjá eitt ein- asta kaltré. Vegurinn kvíslasl og heldur áfram út i eilífa fjar- lægðina. IJó að þú lítir til aust- urs eða vesturs þá sérðu ekk- ert - ekkert nema mold og gras, on þurr leiðindagustur þyrlar skýjunum og ldeður úr þeim kynlega bólstra. Steppan er ömurleg og þar gerasl marg- ar þjóðsögur. Grafi maður þar i moldina finnur maður merki- legustu gripi — hauskúpur með örum eftir böggvopn, málmbúta, slitna mynt, vopn úr bronsi, sem verða að grænu dufti, þeg- ar komið er við þau. Steppan gleypir mennina, eins og sjór- inn. Tartararnir kornu þessa leið undir forustu Atla konungs. — „Þar sem hófar hesta minna hafa stigið, mun aldrei vaxa gras úr jörðu síðan!“ — En grasið vex. Grasið sigrar alltaf að lokum, og það þekur allt; það beygir sig auðmjúkt fyrir vindinum, en heldur sér dauða- haldi í moldina með rótunum, grimmt og gráðugt steppugras, sem tærir jarðveginn. Eins og ég sagði kvíslast veg- urinn og er frámunalega eyði- legur. En nokkur skref þaðan sem hann kvíslast stendur steinn, sem enginn getur giskað á live gamall er, grófhögginn með rétthyrnings sniði, og hefir sigið niður í mokiina undan sínum eigin þunga. Fyrrum lá hann flatur, en nú stendur bann upp á rönd. Þar sem hann lá fyrrum, er nú djúp liola, sem oft stendur full af leðju. Nú er gras farið að vaxa á sjálfum steininum. Hversvegna hefir þessi steinn verið settur þarna? Þelta vissi enginn öldum saman. Flakkar- arnir notuðu hann til að sitja á, og sem rúm, eldhús og fund- arstað. Skrokkar þeirra höfðu máð smádældir í steininn, nöfn þeirra voru rist i hann. Þeir höfðu ekkert annað, sem þeir gátu látið eftir sig. Vafalaust liafa sumir þeirra verið svo fá- tækir, að þeir áttu ekki einu sinni nafn. Menn og konur, sem lifðu og dóu víðsvegar á þjóð- brautum Evrópu. Fólk, sem stóð utan þjóðfélagsins, menn sem áltu enga von, betlarar, sem fengu aura út á sár sín og van- skapaða líkami, bjarnartamn- ingamenn, einmana ræningjar, flökkufiðlarar og þeirra nótar, allir hvíldu þeir sig á þessiun steini, skildu eftir fangamörk sín og héldu áfram til sinnar ó- kunnu grafar. Synir steppunnar kalla þenn- an stein Betlarastein, enn þann dag í dag. EITT kvöldið, árið 1906 liitt- ust tveir menn við þennan slein. Annar þeirra hafði ekki nema anrian fótinn. Hann var lilill vexti, herðabreiður, vafinn í druslur, á höfðinu hafði hann kringlóttan hattkúf, sem hann þrýsti niður á eyrun, og hann var svo skeggjaður að liann var líkari mygluðum osti en manni í framan. En eymd og glæpir voru rist i ásjónu hins. Lífið bafði iiressað liann þurran og flatan eins og drúfu í vinpressu. Andlit lians var eins og minnis- varði um gömul ofbeldisverk, þar gaf að líta fleygletur axar- innar, híeróglýfur hnífsins og allskonar merki eftir flöskubrot. Það liafði verið reynt að drepa þennan mann. Hann var langt fyrir handan von og ótta. — Gott kvöld, sagði liann, og lrinn svaraði: - Gott kvöld! — Kalt! — Nístingskalt, sagði sá ein- fætti. Kemur þú langt að ? Nógn langt. Og þú? Líka nógu langt. Hvert ætlarðu ? — Til Buda, kannske. Og þú? — Buda, kannske. Hvað heit- ir þú? Þeir kalla mig Bicskas — Probka, sagði sá einfætti og andvarpaði. — Nú, steinninn er hér enn. Marga nóttina liefi ég' sofið hérna. — Eg líka. Sérðu lautina þarna — liún er eins og sniðin fyrir kollinn á mér. Það mætti segja, að hún hefði verið gerð fyrir mig. — Já, þetta er einstaklega mjúkur steinn, sagði Bicskas og glotti. Það var einstaldega vel hugsað af þeim, að láta okkur þó að minnsta kosti hafa liann. Ilæ, steinn! Ojæja. Eg sé að þú hefir lagt undir þig suðurbrún- ina. Þú ert ekki eins vitlaus og þú sýnist — maður sér að jiú þekkir þig hérna. Hefirðu nokk- uð að éta? — Eg hefi svolítið af brauði, sagði Probka. — Og' ég hefi fleskbita, sagði Bicskas. — Eg liefi vín bérna, sagði Probka og dró upp flösku. Þetta verður dýrindis veisla, taulaði Bicskas og brosti aftur. — Líttu á þetta! Og svo dró hann fimm vindlastúfa upp úr vasanum. — Maður befir ekki alltaf liaft svona góðar ástæður, vin- ur minn Bicskas! — Það er orð að sönnu. Flesk, brauð, vín og vindlar. Hvers getur maður krafist meir kannske gæsasteikar? — Það sem ég ætlaði að segja var, að ég liefi nú ekki alltaf verið eins fátækur og ég er núna. — Hver er að bugsa uin jiað, sagði Bicskas. Þó inaður sé blá- fátækur j)á er jió alltaf lniggun við því, og liún er sú, að ein- bverjir eru til, sem eru enn fátækari. Maður á alltaf eitt- livað, sem aðra langar til að eiga. Eg liefi séð manni stungið inn í Medvegy-kjallarann fyrir eitt stígvél, gamalt stígvél með gatslitinn sóla. Hvað segirðu uin það? Medvegy-kjallarinn er bann ekki í Budapest? — Jú, hann er þar. Það er falleg borg, bún Budapest! - Á vorin, já, ef maður held- ur til niður við gistihúsin, — minn góði vinur, jiú mundir verða forviða ef jiú sæir hverju þeir fleygja þar. Mörgu fallegu hænsnalærinu liefi ég bjargað úr ruslatunnunum í Budapest á vorin. Einu sinni fann ég beilan kjúkling, sagði Probka. Svo-o? Eg fann einu sinni beila gæsasteik, gæsasteik í skaftpotti úr kopar! Það er nú lygi! Segðu það aftur! — Við skulum ekki vera að rífast, sagði Probka og dró tapp- ann úr flöskunni. Eg þekki mann, hann var í Berlín einu sinni, og svo var jiað einn dag að bann opnaði skrantunnuna og fann bvað beldur jni að liann hafi fundið? Svínslæri! Heilt svínslæri, skal ég segja þér, en jiað var bara farið að slá svolítið í það. Fvrsta flokks svínslæri. Mikið þykir mér gott svínslæri! Það. þykir mér líka. En ég vil nú samt lieldur bjúga. — í gamla daga, sagði Probka var ég vanur að éta mikið af bjúgum, alveg sérstaka tegund

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.