Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Side 4

Fálkinn - 22.11.1946, Side 4
4 FÁLKINN i Hjá Belgíukonungi í útlegðinni Belgíski rithöfuudurinn Pierre Goemaere hefir heimsótt hinn útlæga Belgíukonung, Leopold, í bústaðnum „Re- posoir“ skammt frá Genéve. í þessari grein segir hann frá dagdvöl sinni þar, en í þeim næstu lýsir hann Réthy prínsessu, síðari konu konungsins, dvölinni í fangabúð- um í Þýskalandi og loks skoðun konungsins á aðförum belgisku stjórnarinnar gegn sér. Á hægri Iiönd mér er spegilfagurt Genéve-vatnið og til vinstri háar limgirðingar kringum „Reposoir“. Við liátt járngrindarhlið stendur beljaki einn mikill vörð, og klukk- una vantar enn nokkrar mínútur upp á timann, sem ákveðinn hafði verið til viðtalsins. Maður kemur aldrei of seint í áheyrn hjá kon- ung'legum persónum, en heldur ekki of snemma, og ég nota tíinann til að svipast um. Húsið er svo stórt að i Belgiu mundi það fremur vera kallað höll en „heldri manna bú“ eins og það heitir hér í Genéve. Það stendur í skjóli risavaxinna eika og grannra, hvítra birkitrjáa, en ég sé þó aðaldrættina í byggingar- stíl hússins, sem er frá lokum 18. aldar. Það er byg'gt úr sama gráa steininum og svo mörg hús liér í kring, úr grjótnámunni við Lac Lé- man. Eigandirin er svissneskur mað- ur, M. Pictet, og leigjandinn- er Leöpold Belgíukonungur. Jötunninn við hliðið hefir tekið eftir mér og gónir á mig. Eg gef mig fram og segi honum að ég sé boðinn til viðtals og þá mildast augnaráðið. Það kemur á daginn að hann heitir Schmid og hefir vcr- ið dyravörður á „Reposoir“ i 30 ár. „Það hefir víst ekki verið vanda- laust siðan konugurinn kom“, segi ég. „Læt ég það vera. Fyrsta kastið var mannmargt hérna.... blaða- menn og margskonar forvitið fólk, sem reyndi að komast inn, en ég gerði eins og mér var sagt og rak frá!“ segir Schmid. „ Er enginn annar inngangur en um þetta hlið?“ „Nei, en garðurinn er 25 hektar- ar. Að vísu er múrveggur kringum hann, en það er lfægt að klifra yfir hann, þar sem ekki sést til .... og ýmsir hafa reynt það. En Josephine Charlotte, dóttir Leopolds Belgíukonuiujs. Itún er 28 ára gömul og sögð mjög lík Ástriði móður sinni, sem fórsl í bilslysi í Atpafjöllum. Sagt er, að hún sé á förum til Svíþjóðar til þess að dveljast þar við húsmæðraskóla. — það fór illa. Rikisstjóriiin hefir sent fjóra vopnaða lögreglumenn hingað til þess að sjá urn að gestur ríkisins fái að vera í friði, og þeir eru á verði í garðinum, og hirða óboðna gesti. Og nú hafa allir lært, að enginn getur gert sér von um að komast hér inn, nema konungur- inn hafi boðið honum. Þessi frómi Svisslendingur var eins og ráðvendnin sjálf er hann sagði þetta, og ekki var ég enn kom- inn inn úr hliðinu. En nú komu tvær bifreiðar. Andlitið í þeirri fyrri þekkti ég undir eins, en í þeirri siðari voru tveir svissneskir teynilögreglumenn, sem að því er ég síðar frétti fylgdu konungi jafn- an sem lífvörður. Þessir samfundir gripu mig. Hér stóð ég andspænis konungi þjóð- ar minnar, sem hafði lifað mörg áhyggjuár. En mest varð ég' hissa á live andlitið var rólegt og ein- beitt, og líkaminn stæltur. úr sól- brúnuðu andlitinu skein djarft og hreint augnaráð. Mér liafði verið sagt að korfungurinn liefði hærst mikið í fangavistinni, svo að liár- ið væri orðið sem næst hvítt. Þetta voru öfgar. Að hálffimmtugur maður sé farinn að grána yfir gagnaugunum er. engin furða, en meira var það nú ekki. En það sem ég' furðaði mig mest á var róin og heilbrigðin, sem skein út úr andlitinu. Það hafði verið afráðið að við skildum ekki minnast á stjórnmál, því að afstaða hans er þannig, að þetta væri vandamál. Konungurinn byrjaði samtalið með því að spyrja mig' um matvælaástandið og atvinnu- málin í Belgu, samanborið við lönd þau er ég hafði nýlega lieimsótt og stríðið hafði farið framhjá, — Portúgal, Spán og Sviss. Spurning- arnar voru Ijósar og beinar og lýstu góðri þekkingu. Þegár ég kom inn í húsið sá ég að á lestrarborði hans voru öll belgísku blöðin, sem máli skifta, svo að líklega var hann miklu fróðari um þessi mál en ég, því að tveir mánuðir voru síðan ég fór að heiman og hafði ég sjald- an séð belgisk blöð á ferðalaginu. En samt hélt hann áfram að spyrja mig. Hann sagði fátt en spurði þvi meir. Hann hafði skörp. blá augun á mér allan tímann, og brýndi oft fyrir mér að svara út i æsar. Hann væri ekki hræddur við að heyra sannleikann — hann vldi vita hann. Hann talaði blátt áfram og hispurslaust og var stund- um óþolinmóður þegar honum fannst ég vera að reyna að ganga á svig við spurningarnar. Eg þótt- ist verða þess áskynja, að hann væri orðinn alveg sami maðurinn og í gamla dagá, áður en hann var lít- illækkaður og sviftur konungdómi. Við gengum hlið við hlið upp grasflötina að húsinu. Hann var i brúnum skotavaðmálsjakka, ljósum flúnelsbuxum og hið fræga enska hálsbindi, dökkblátt með ljósbláum röndum, sem allir Eton-nemendur hafa rétt að nota. í þann skóla sendu þau Albert konungur og El- ísabet drottning syni sina á fyrri heimsstyrjaldarárunum, og Leopold III. ■ notar oft skólaliálsbindið sitt hversdagslega. Það var kominn hádegisverðar- tími og konungur bauð mér að borða ásamt fjölskyldu sinni. Við genguin inn í borðstofuna, en lítið man ég hvernig þar var umhorfs. Þó man ég að stór gluggi með Ijósa- stikum á báða vegu var andspænis dyrunum og að Rétliy prinsessa stóð þar ásamt Albert prins. Ilún var með bók i hendinni og virtist vera að segja Albert eitthvað úr henni og sýna honiim myndirn- ar, sem fylgdu sögunni. Þetta var í rauninni ekkert merkilegt af stjúpu með 12 ára dreng. En hún var merkileg. Hún var ein þeirra kvenna, sem maður tekur undir eins eftir. Hárið var mikið og fallegt, jafn hrafnsvart og hár prinsins var Ijóst, andlitið var úti- tekið en gljáði ekki og augun ljóm- andi eins og stórir, svartir demant- ar. Hún var óvenjulega fríð kona. Nú var talað á víð og dreif og Réthy prinsessa spurði mig við- víkjandi einhverju, sem ég hafði sagt eftir að ég heilsaði prinsinum. „Er hann ekki stór eftir aldri? Maður skyldi halda að hann væri meira en 12 óra .... en eins og þér kannske munið fæddist hann skömmu eftir dauða Alliírts kon- ungs, árið 1934. Núna er liann dó- lítið fölur og gug'ginn, en það kem- ur af þvi að hann er nýstaðinn upp úr kíghásta. Bæði hann og Baudoin hafa haft hann, og hvorugur þeirra er orðinn jafngóður. Hafið þér sjéð Baudoin?" Hún talaði hratt, vinalega og blátt áfram. Franska hennar hefur göf- ugan, klassiskan hreim, pg hlátur- inn cr heillandi. Tanngarð/urinn hennar væri mikils virði fyrir tann- pastagerðir eða Hollywoodleikara .... Nú stendur konungurinn lijá henni og ég sé að þau eru alveg jafn há. Ilann er langur karlmaður, og hún er mjög löng kona. Nú kemur þjónn í samskonar búningi og hallarþjónarnir í Laeken nota. Maturinn hefir verið borinn fram og við förum inn í matsalinn. Þetta er, björt stílhrein stofa, og tekur maður mest eftir myndavefn- aðinum ó þiljunum og stórum skart- skáp, fullum af dýrmætu indversku postulíni. Það er létt yfir borðhald- inu, og er það ekki síst börnunum að þakka. Bráðum skil ég ekki hvernig ég liafi getað haft þá skoðun að Baudo- in prins væri feiminn. Mér fannst það fyrst, en það mó ekki hafa -.ausavíxl á feimni og hæversnu. Vafalaust er rikiserfingi Belga hæg- lótur og vill ekki trana sér fram. Henn gefur mér jafnglöggar gætur og ég honum, og loks virðist hann hafa ráðið við sig að rjúfa þögn- ina. Hann á mikið orðaval og segir nákvæmlega það, sem hann vill segja. Mig skyldi ekki furða þó að að hann yrði mælskumaður ein- hverntíma. Hann er ekki fullra 1G ára en virðist vera fullþroska, enda hefir hahn reynt margt á sinni stuttu æfi. Baudoin líkist föður sínum í því að hann talar skorinort og fellur miður þegar óljóst er svarað. Hann er raunverumaður en ekki drauma. Og stærðfræðigáfuna hefir hann erft frá föður sínum. Leopold kon- ungur sagði frá ferðum sínum í Kongo, en þar hafði hann farið samtals 4000 kílómetra gangandi og Baudoin skýrði töluna þegar fyrir Albert bróður sínum: „Skilurðu hvað það er mikið — tiundi hlut- inn af leiðinni kringum jörðina!“ Síðan barst talið að landmælinga- fræði og Baudoin sýndi að hann var vel heima í henni. Það cr kunnugt í Svíþjóð,að Leoppld lék sér að því að reikna prófdæmi sænskra stærð- fræðistúdenta og var fljótur að. Hann trúir mér fyrir því, að stærð- fræðidæmi séu uppáhaldsskemint- un sín, en af íþróttum iðkar hann helst golf. Stærðfræðin er líka uppáhaldsfag Baudoins i skólanum, og svo saga og landafræði. „Það er kannske af því að mig langar svo að ferðast“, segir hann. „Eg vil sjá heimkynni allra þjóðflokka, og svo líka j)á staði, sem engir menn byggja.“ „Hvað fæst prinsinn lielst við, utan skólanámsins?" „Eg hefi tvær hendur og tíu fingur...... en uppáhaldsverkfær- in mín kann ég síst að fara með,“ svarar hann eins og i gátu. „Nú gerir Baudoin of lítið úr sér,“ segir Rétliy prinsessa. „Eg skal segja yður, að hann er ágætur tréskeri. Hann sker út allt sem honum dettur í hug, og svo málar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.