Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Síða 5

Fálkinn - 22.11.1946, Síða 5
FÁLKINN 5 hann líka, jafnvel landlagsmyndir. Það besta gefur hann okkur í af- mælis- og jólagjafir.“ Rosey heitir heimavistarskólinn, sem báðir prinsarnir ganga í, og er 5 km. frá „Reposoir“. Albert segir líka, að saga og landafræði séu uppáhaldsfögin sín. og svo nátt- úrufræði. Systlcini hans hlæja er þau heyra þetta. „Hversvegna hefir prinsinn svo gaman af náttúrufræði. Hvaða grein hennar er það sérstaklega? Nú hlæja liin enn meira. En Al- bert reynir að hefna sín með þvi að minna á þegar Baudoin kom með hnerriduftið í tímann. „Daginn eftir var fridagur og þá gastu lært allt um hnerra,“ sagði Josephine. „Þá varstu látinn sitja heima og beygja sögnina að hnerra tuttugu sinnum.“ Jósephine er bráðum tuttugu ára og sláandi lik Ástríði drottningu, móður sinni. Allt minnir á drottn- inguna nema augun og þungar brún- irnar, sem hún hefir frá föður sín- um. Hárið er jarpt og augun blá. Hún er há og mjög grönn og hör- undið með frisklegum roða. „Nú skuluð þér spyrja Josepliine,“ segja báðir bræðurnir. „Það er margt að segja frá lienni líka .... hvernig var það þegar þú stalst undan frá leynilög'reglumanninum?** Stóra systir afsakar sig. „Eg var að verða of sein í tíma, svo að ég varð að hlaupa upp i sporvagninn þegar hann var að fara! Ef ég hefði ekki náð i j)ann vagn hefði ég kom- ið of seint." Prinsessan geng'ur á framhalds- kvennaskóla i Genéve og hún er best allra nemendanna í frönskum stil, hefir skólastjórinn sagt mér. Frönsk og ensk bókmenntasaga og enda rússnesk og spönsk efnafræði og tungumál, sérstaldega enska, eru greinarnar, sem liún hefir mest gaman af. Franskar bókmenntir dá- ir hún mjög, og heima á Rpule- skólanum í Belgíu fékk hún einu sinni að leika Pauline, í „Polyuecte“ eftir Corneille. Uppáhaldsskáld hennar er Victor Hugo. „Það virð- ist máske hlægileg't .... núna dá bókmennlahneigðar stúlkur mest Giraudoux, Claudel eða Aragon . . en ég er gamaldags og dái Hugo mest allra þeirra, sem frönsku hafa skrifað.“ Réthy prinsessa liorfir brosandi á stúlkuna og konungurinn reynir að leyna föðurgleði sinni. Eg þyk- ist sjá að hann eyðileggi ekki börn- in með ofmiklu dálæti — fyrir mál- tíðina hafði ég spurt Albert hvort faðir hans væri strangur. „Æ, ekki mjög.Y svaraði piltungurinn. „En maður verður að koma með sæmi- legar einkunnir úr skólanum, og svo má maður ekki vera með læti kring um liann þegar hann er að vinna.“ Konungur segir svissneska skóla vera til fyrirmyndar öðrum, en kennslan er miðuð við svissnesk börn, og lians eru belg'isk. í sumum námsgreinum, t. d. helgiskri sögu og flæmsku hefir liann fengið sér- kennara frá Belgíu, því að honum er annt um, að hörnin fái góða fræðslu i þessum efnum. Þau verða að tala hina tunguna i Belgiu jafn- vel og frönskuna; þau kunnu flæmsku þegar þau voru hernumin til Þýskalands, en gleymdu miklu þau tvö árin sem þau voru þar. Leopold valdi „Reposoir“ til dvalar vegna þess að staðurinn lá nærri ágætum skólum handa öllum börnunum. „Eini gallinn á Rosey er sá að hann er heimavistarskóli," segir Réthy prinsessa. „Hann er ekki lengra undan en svo, að dreng irnir geta komið heim um helgar, en maður saknar þeirra aila vikuna. Maðurinn minn vill að skólinn þroski hug og þekking, en heimil- ið á að þroska hjartað og skap- gerðina .......“ Einmitt þessvegna fluttum við til Gstaad í vetur eftir sonum mínum,“ sagði konungurinn. „Skólinn flutti um 3 mánaða skeið á þetta fjalla- setur svo að nemendurnir gætu lært vetrariþróttir, og við leigðum okkur lítið liús þar, til þess að missa ekki sjónar af þeim ....“ Allt í einu komu beiskjudræltir kringum munninn á honum og ég tók eftir hvernig Rétliy prinsessa leit af mér á hann og svo á mig aft- ur. „Yðar hátign ætlaði að segja eitthvað?" sagði ég hikandi. Það var auðséð að honum datt eitthvað í hug, sem honum var um og ó að segja. Hann brosti í kampinn. „Jæja, það voru nú ekki nema smámunir .... en ég verð þó að minnast á það, sem dæmi um þann illvilja, sem ræður túlkun sumra manna á hverju smáræði, sem ég g'eri. Don Juan, spánski ríkiserf- inginn, og kona lians voru í Gstaad samtímis okkur. Við höfðum þekkst í mörg ár og erum fjarskyldir. Þau komu í lieimsókn til okkar og við buðum þeim til miðdegisverðar á hótelinu einn daginn. Heimili okk- ar var svo lítið, að það var ó- mögulegt að bjóða þeim þangað . . en án þess að biðja um leyfi tók blaðaljósmyndari mynd af okkur öllum yfir borðum. Það gerði ekk- ert til, en hitt var lakara að þessi mynd var hirt í blöðunum með textanum „Leopold konungur lield- ur áfram sællifinu á lúxushótelun- um í Sviss!“ Það er ómögulegt að gera grein fyrir tóninum, sem hann lagði i þessi orð. Eg' komst í vandræði en það bjargaði mér að nú var klórað á dyrnar. Josephine hafði fyrir skömmu gengið út, en nú heyrði ég rödd hennar fyrir utan: „Má nokkur koma inn?“ Dyrnar opnuðust og á þröskuld- inum stóð lítill dökkhærður hnokki, með jafn dökk augu og móður sinn ar og snör eins og í ikorna. Hann gægðist undir eins til mín og Réthy prinsessa sagði: „Komdu og lieilsaðu ókunna manninum!" Ekki gerði hann það, heldur greip í kjól systur sinnar með ann- ari hendinni, en hinni stakk hann í munninn og starði á mig i sífellu. Loksins tók hann hendina úr munninum og sagði greinilega: Bonzour m’sieu! „Þú átt að koma og rétta hönd- ina og linéigja þig!“ sagði móðir hans, því að þetta var Alexandre- Emanuel, sonur þeirra hjónanna. Og svo var kveðjan endiirlekin þangað til prinsinn hafði lieilsað rétt. Þegar þvi var lokið ætlaði hann að brölta upp á hné föður síns en var bannað það, en fór þá til móður sinnar og bað um sykur- mola, sem dýft hafði verið i kaffi, og það fékk liann, og fór svo að brölta á hné föður síns á nýjan leik og nú fékk hann það. En bráðlega kom hann og fór að athuga á mér hnén, eins og göngumaður, sem stendur fyrir neðan fjallstind. de Réthy prinsessa hló og sagði: „Gættu að þér. Þú veist að þú mátt ekki sitja á linjánum á gestunum!“ Drengurinn horfði lengi á mig, Hann hefir líklega séð það á svipn- um á mér að ég var ekki eins strangur og móðir hans, en rödd hennar hafði hinsvegar verið mjög ákveðin. Svo fóru hrúnu augun að hvarfla á milli mín og gylts stóls, sem líklega hefir verið bannaður til klifurs lika, og loks sagði stráksi: „Fái ég ekki að setjast á hnéð á þér þá klifra ég upp á stólinn!“ „Eg held að það sé best að þú farir aftur til fóstru þinnar,“ sagði móðir hans og nú tók Josephine strákinn og bar liann út. Nú sneri de Réthy prinsessa sér að Albert og ég heyrði hana segja: „Nú átt þú að hvíla þig, drengur minn! Svo skal ég koma og vekja þig klukkan þrjú, ef þú vaknar ekki sjálfur .... en þú verður að liggja þangað til.“ „Já, en.... ég get ekki sofið, mamma. Og ég er orðinn alveg heil- hrigður.“ „Læknirinn hefir sagt að þú eig- ir að hvila þig nokkra tíma á hverjum degi„ og það er best að gegna honum.“ „Já, en, mamma .... jæja, þá geri ég það.“ Prinsinn fór, en það var auðséð að honurn fannst líkt og flestum 12 ára drengjum mundi liafa fund- ist, ef þeim hefði verið skipað í rúmið um miðjan dag, livað sem kíghóstanum leið. En í dyrunum leit hann við og sendi henni koss á fingrunum. Prinsessan leit á mig og brosti. — Nýja ‘járnbrautin verður að liggja beint í gegnum hlöðuna yðar. — Jæja, en ef þér haldið, verk- fræðingur, að ég' hlaupi til og opni dyrnar í livert skifti sem hún kem- ur, þá skjátlast yður. ***** „Já, yður misheyrðist ekki, börnin kalla mig mömmu. Þau hafa gert það frá þvi fyrsta, og þau eiga upptökin að því sjálf. Eg skal játa að ég var mótfallin þvi .... en það fór svona samt. Þegar við gift- umst var Josepliine prinsessa í ítaliu, til þess að ná úr sér kvefi, sem hún liafði ekki losnað við í rakanum í Belgíu. Við vorum gefin saman i hallarkapellunni i Laeken og undir eins á eftir fór maðurinn minn og kom með drengina. Hann sagði þeim að nú værum við gift og bæði Baudoin og Albert fleyg'ðu sér um hálsinn á mér og voru svo góðir við mig, að ég get ekki lýst hve mér þótti vænt um það. Það var þá, sem ég spurði þá livað þeir ætluðu að kalla mig. Eg sagði þeim að þeir skyldu hugsa um það og tala um það sín á milli og segja mér svo úrslitin. Þá horfðu þeir hvor á annan og síðan sagði Baudo- in: „Mamma!“ Albert kinkaði kolli og sagði það sama ....■“ Eg sagði þeim að ég óskaði einsk- is fremur en að verða ný móðir þeirra, en það væri ekki neina ein manneskja, sem hefði rétt til að vera kölluð móðir. „Auðvitað,“ sagði Baudoin undir eins. „Mamma okkar er dáin, en nú ert þú móðir okkar sem lifir.“ „Já,“ sagði Albert, „hversvegna getur maður ekki átt tvær mömmur?“ Hún gekk að arninum, laut fram og kveikti i skiðunum, sem lágu þar tilbúin. Það snarkaði í eldinum og bjarinann lagði á andlit Josepliine prinsessu, sem var svo lík móður sinni. (í næsta blaði segir frá endur- minningum Josephine um móður sina, og de Réthy prinsessa segir frá fangelsisvistinni). — Þetta er liræðilegt — maður- inn minn liefir verið burtu í alla nótt, og ég hefi ekki nokkra hug- mynd um livar hann hefirverið! — Verra hefði það kannske verið ef þú hefðir vitað hvar hann var. $ $ $ $ $ Bandaríkjafloti í Miðjarðarhafi. — Nú hefir cimeríska flug- uélamóðurskipið, Franklin D. Roosevelt, snúið heim úr heim- sókn sinni til Miðjarðarhafsins. En annað skip sömu tegundar, „U. S. Randolph“ verður nú líka sent þangað i heimsókn, og það á meðal annars að koma til tyrknesku hafnarborgarinnar Izmir. Er þetta sett í samband við Dardanella-málið. — Mynd- in sýnir U. S. Randolph með hið risastóra flugvélaþilfar sitt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.