Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Jánus Bókay: Brúða Bernadettn Þessi látlausa saga er um eina fegurstu endurminningu mína. Einu sinni, aðeins einu sinni liefir mér tekist að koma málefni frarn heilu og höldnu. Án þess að meiða það, án þess að ljóminn fœri af því. Endurminningarnar eru dapurleg- ar, vegna þess að lilátur þeirra og sakleysi fær á sig skugga okkar sjálfra. Með spottandi gleði yfir því sem miður fer, hindra örlögin ávalt að verknaðurinn verði jafn lireinn og tilgangurinn hefir verið. Tilgang- urinn er stundum fagur, sprottinn af vakningu. Þrá eftir einhverju betra og háleitara, en framkvæmdin ber merki hins hvarflandi og rótlausa mannlega skaplyndis. Hégómagirnd, gorgeir, öfundsýki, geðofsi og stæri- læti, eða andstæðurnar — veikleiki, bleyðimennska og þrælslund. Við elskum marga af heilum hug og vilj- um vera þeim góðir. En svo kemur augnablik, næstum án þess að maður viti af, og við eyðileggjum það, sem fallegast hefir verið i lífi okkar. Við særum alla. Það leiðinlega við endurminningarnar er, að þar blasir alltaf við okkur örlagastundin, þegar við gerðum það sem rangt var, og ötuðum það sauri sem fallegt var. En eina endurminningU á ég þó, hversu lítilfjörleg sem hún kann að sýnast.... Eg var tvítugur þá, og það var um sumar. Ágústmánuður. Eg var að lesa bólc, bók eftir skáld, og ég las og las, var hugfanginn af henni, eins og aðeins tvitugir unglingar geta verið. Bókin hét: „Bernadetta litla“ og höfundurinn var Francis James. Francis James, sem ég elsk- aði og elska enn i dag meira en nokkurt annað skáld. Ekki af þvi að hann sé mestur allra skálda eða yrki fallegustu kvæðin, heldur af því að hann er yfirlætislausastur. Hann er virkilegt skáld, inn i merg. Eg vissi allt um hann. Eg sá stóra fallega skeggið á honum, pípuna hans úr rósaviði, sem hann dreym- ir við, barðabreiða stráhattinn hans, sem skýlir jafnt fyrir sólinni og nærgöngulum flugum — asnarnir ganga líka með stráhatta þar suður i Pyreneafjöllum. Eg sá hugsandi, bláu augun hans. Eg sá kyrrláta húsið hans við Pau, hyldjúpan brunninn og sólrósirnar, sem snúa andlitinu að honum. Eg þekkti hund- ana hans, sem lioppa og stökkva kringum hann geltandi og sleikja hendur hans. Kannske finna þeir á sér líka, að liann er skáld? Eg þekkti meira að segja bænirnar lians. Hvernig hann i kyrrþei býr sig undir dauðann og biður Guð um að gefa sér góða og rólega heim- för. Eg vissi allt um hann, vissi að honum líkaði ekki við Paris, því að Guði fellur ekki heldur við stórborgirnar. Eg las bókina: „Litla Bernadetta". Á fyrstu blaðsíðunni stóð: „Hinn 19. ágúst 1908, á dánardegi Blaise Pas- cals og nærri því á sama augna- blíki sem Blaise Pascal dó, fæddist hún Bernadetta mín litla i Orthez, Eina vitnið mitt við tilkynninguna til kirkjubókarinnar var granni minn Francois skóari, sem á ekkert nema einn fugl i eigu sinni.... Eg las með mínum eigin augum, það kom þokuský á þau af tárum, sem brut- ust fram. Himinninn var eins blár þegar Bernadetta fæddist, og rökkr- ið læddist jafn hljótt yfir Buda eins og yfir Orthez við Pyreneafjöllin. Eg gat ekki haldið áfram. Eg var svo gagntekinn af fegUrðarþrá að ég verð að fara burt — ég varð að ganga út og jafna mig, til þess að geta sigrast á geðshræringunni. Og meðan ég gekk um göturnar var ég alltaf að tala við sjálfan mig, hafa upp fyrir mér sönglandi: „Hinn 19. ágúst fæddist Bernadetta....“ Eg gekk inn í borgina, ég þurfti hávaða og fyrirgang til að jafna mig. Það er ekki létt að bera mikla fegurð. Eg var hættur að hugsa um Francis James og um Orthez, en djúpt niðri í undirvitundinni ómuðu enn þessi orð: „Hinn 19. ágúst fæddist Bernadetta.“ Eg nam staðar við ljósglampa beint á móti klaustrinu. Auglýsinga- glugga, sem var baðaður ljósi. Eg nam staðar og horfði á gluggann án þess að sjá, eins og' i leiðslu eða eins og ég gengi í svefni. Eg hlýt að hafa staðið þarna nokkrar minút- ur áður en ég skynjaði hvað var i glugganum. Brúður og brúður. Stór- ar brúður i ungverskum þjóðbúning- um, brúður sem loka augunum þeg- ar maður leggur þær í vögguna. Og allt i einu heyrði ég meininguna, eins og hönd hefði verið lögð á öxl- ina á mér til að minna mig á: „Hinn 19. ágúst fæddist Bernadetta... .“ Eitthvað óþreyjufullt og leitandi.... eins og vakning. í dag er 15. ágúst, og eftir fjóra daga verður Berna- detta tveggja ára. Eg stakk hendinni í vasann og taldi saman aurana mína. Svo fór ég inn í verslunina og keypti fallegustu brúðuna. Eg fór á pósthúsið og áfgreiddi böggulinn og skrifaði utan á: „Til ungfrú Bernadettu James, Orthez, France.“ Og þó lá við að ég gerði skyssu. Eg var að hugsa um að lauma nafn- spjaldinu minu i öskjuna, spjaldi með flatlendislegum, gortandi texta, sem sagði frá því að það væri ég —- ég, þessi góði viðkvæmi og hugul- sami maður, ég, vinur skáldanna, sem sendi brúðuna. En eitthvað aftr- aði mér. Eg sendi brúðuna án þess að leggja nafnspjaldið með, og án þess að tilgreina nokkurn sendanda. Eg var sæll, mjög sæll, glaður og ánægður, eins og maður verður þeg- ar maður gerir góðverk. Svo fór ég heim, ég hljóp við fót, til þess að geta sagt frá þessu góðverki mínu, þessari ágætu hugmynd. En Guð hjálpaði mér i annað sinn. Það var enginn heima, og áður en nokkur kom heim hafði mér tekist að gera mér ljóst, að ég skyldi ekki minnast á þetta við nokkurn mann. Því að þetta væri ekki verulega fallegt, nema enginn fengi að vita um það. Svo liðu mörg ár, þangað til ég kom aftur til Paris. Eg hafði gleymt brúðunni fyrir löngu. Það hafði gerst svo margt síðan — stríð, ástir og hversdagslíf. Eg var ekki sami Ðorothy LAMOUR Hin fræga stjarna „VERIÐ AÐLAÐANDI f ÚTLITI X >/ l \ c- l Jafnvet fegursti litarháttur krefst slöðugrar umönnunar veru• lega góðrar sápu, svo að hörundið haldist mjúkt og fagurt. — Þessvegna nota 0 filmstjörnur af hverjum 10 LUX handsápu til viðhalds fegurðinni. IUX TOILET SOAP Notað af 9 filmstjörnum af hverjum 10 K- LTo 67Ö 92 j # HRESSANÐ! COLA DMKKUR maðurinn nú og sá tvítugi. Eg var orðinn sinnulausari og ekki eins tilfinningasamur. Það voru liðin tíu ár síðan. Eg var í leikhúsinu með skáldinu Fernand Gregli. Allt i einu lítur hann til mín og segir, eins og út í hött: „Við borðum miðdegisverð með Francis James á morgun. — Viltu koma með okkur?“ Hvort ég vildi það — drottinn minn....! Hversu oft liafði ég ekki hugsað um að fara til Orthez, til þess að sjá flugurnar hans, hundana og asn- ana, en ég þorði það ekki, ég bar of mikla virðingu fyrir honum til þess. Og á morgun átti ég að fá að borða með honum! Hann kemur ekki til París nema einu sinni á ári. Við snæddum í litlu veitingahúsi. Francis James var kominn þegar við komum. Hann var alveg eins og ég hafið hugsað mér hann. Sveita- maður, hæglátur, bláeygður og skáld. Fernand Gregh kynnti okkur með parisiskum kurteisisreglum, sagði honum frá mér, og gleymdi ekki að minnast á að ég væri Ungverji. Francis James leit á mig, með einlægni og blíðu: „Einu sinni“, byrjaði hann, „fyrir tíu árum, þeg- ar hún Bernadetta mín litla varð tveggja ára, fengum við brúðu frá Búdapest. Síðan þykir mér vænt um alla Ungverja. Bernadetta er hætt að leika sér að brúðum núna, nema þessari einu.“ Það var rétt komið að mér að segja, hver hefði sent brúð- una. En aldrei þessu vant truflaði ég ekki það fallega. Eg laut niður og át súpuna, eins og ég liefði ekki lieyrt hvað hann sagði. Það var Ungverjaland en ekki ég', sem hafði sent brúðuna. Örlögin voru kynleg. Brúðan varð táknræn, eins og allt verður táknrænt hjá skáldum. En einhverntíma ætla ég samt að segir frá þessu. Þegar ég á að standa reikningsskap á gerðum min- um í lífinu ætla ég að segja, ofur hógvær: „. .. . en það var ég sem sendi dóttur skáldsins, sem elskaði asna og smáfugla, brúðuna....“ Hungursneyð í Evrópu. — í mörg- um löndum Evrópu búast menn við, að veturinn, sem nú er að bgrja, verði sá erfiðasti frá stríðsbyrjun. Þessi mynd frá Póllandi ber þess vitni, hve hörmulegt ástandið er. Pólskur bóndi hefir dáið úr hungri og liggur við þjóðveginn. En það virðist ekki hafa mikil áhrif á veg- farendurna, þar eð þeir munu vera vanir ýmsu. Niagara brýtur af sér böndin. — Niagarafossinn á landamœrum Kan- ada og Bandarikjanna hefir fyrir nokkru magnast mjög af vexti, sem hlaupið hefir í fljótið. Til vinstri sjást fossarnir Bandarikjamegin, þar sem skemmdir hafa orðið á mann- virkjum, en til hægri skeifufossarn- ir Kanadamegin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.