Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Qupperneq 8

Fálkinn - 22.11.1946, Qupperneq 8
I 8 UNO- einkennisbúningur. — Ef með- limarikin í UNO munu nota sér rétt sinn til að senda fulltrúa í alþjóða- vörð UNO í Bandaríkjunum, þ,á munu þeir allir verða klæddir sams- konar einkennisbúningi. Iíér sést uppástunga að einkennisbúningnum. Hann er blágrár og mjög snotur. Bernhard prins við brúarvígslu. — Lengsta brú í Hollandi, hin 1,469 metra langa Moerdijkbrú, sem Þjóð- verjar eyðilögðu á undanhaldi sínu, hefir nú verið endurbgggð á 13 mán- uðum. Nýlega var brúin vígð hátið- lega af Bernhard prins, sem sést hér í glugganum á blómskrýddri eimreið, sem fór fyrst yfir brúna. Bavíanar. — Viða í Suður-Afriku eru bavíanar orðnir hreinasta land- plága. Vegna þurrka yfirgefa aparn- ir bústaði sina í fjöllunum og fara niður í sveitirnar, þar sem þeir eyði- leggja garða og brjótast inn í hús. og fremja ógurleg spellvirki. Hér er mynd af einum ógurlegum bavían. FALKINN Tito Colliander: Sannur Indíáni Holtasóleyin var orðin fyrir- gengin, með brún, visnandi krónublöð — en rauðfjólubláir blettir voru komnir á bláberja- lyngið, og angarnir á greninu, sem höfðu vaxið í sumar, voru ljósari á litinn en hitt, sem eldra var. Hann nam staðar og benti á eitt af þessum nýju græðiskotum. — Maður verður forviða! Blátt áfram orðlaus! Fyrr má nú vera. ... Og hann tók fingrunum upp að nefninu og andaði að sér ilminum af kvoðunni. Svo hló hann, eins og honum kæmi eitthvað mjög skemmtileg í hug. Þetta var fyrsta skógargang- an hans í langan tíma. Þarna sem hann gekk, dálítið álútur, með staflurk í hendinni, furð- aði hann sig í sífellu á öllu því, sem hann sá kringum sig, yfir því hvernig sólblettirnir léku á greinunum og bergkoll- unum, yfir hinum fagurgræna lit bjarkanna, sem skar svo úr við dumbgrænan litinn á barr- trjánum. Yfir hinu hreina, ilm- andi lofti, óminum af fugla- söngnum, suðinu í flugunum og þytnum á trjátoppunum. Það lá við að hann hefði gleymt hvernig þetta var í raun og veru. Og þó .... Þegar hann var drengur hafði hann þekkt allt þetta út og inn. Þá var hann frá morgni til kvölds á hlaup- um um skógana. . en það voru orðin að minnsta kosti fjörutíu ár síðan. Tíminn líður, hann líður án þess að maður viti af.. . . Maður verður forviða! Blátt áfram orðlaus! Hann hafði gengið dálítinn skógarstíg; nú stóð hann þarna, framandi, týndur einstaklingur í skóginum. 1 gamaldags yfir- frakka með silkihornum og með stífan flibba um mjóan háls- inn. Hann var orðinn vanur því að ganga svona klæddur -— og með svartan, harðan hatt og með gráar legghlífar. — Þetta var hans venjulegi klæða- burður. Hann hafði orðið sam- vaxinn honum alveg á sama hátt og hann var orðinn sam- vaxinn stólnum á skrifstofunni, bak við glerrúðuna, við litla matstaðinn, þar sem hann var í kosti og við herbergið sitt, þar sem hann sat og las bæk- urnar sínar. Merkilegt! Afar merkilegt, tautaði hann. Árin hafa liðið án þess að ég hafi tekið eftir því. Hann gekk nokkur skref og nam svo staðar aftur. Hann horfði á maurana, sem voru iðandi við fætur lians. En hvað þeir flýttu sér, og en hvað þeir voru iðnir! Ójá!......t En þegar hann var strákur át hann maura, þeir voru súrir á bragðið, en það var eitthvað svo karlmannlegt og -spenn- andi að éta maura! Þegar hann minntist þessa, leit hann upp í trjákrónurnar og hló. Hvað hét hann vinur hans í þá daga, félagi hans og stallbróðir?......... Pöppe! Pöppe var það. Einmitt Pöppe! Pöppe, sem stjórnaði alltaf öllu því, er þeir tóku upp á, þegar þeir voru i skóginum. Pöppe hafði svo mikið hugmyndaflug og gat alltaf fundið upp á einhverjum skollanum, og það var víst hann, sem átti hug- myndina að því að éta maur- ana. — Pöppe! — hvernig nafn- ið tómt getur seitt fram marg- ar endurminningar! Honum var litið á einiberja- runjia, ekki langt þaðan, sem hann stóð. Þetta var óvenju- lega beinvaxinn einir og stofn- inn nærri því kvistalaus, fall- egur og rennilegur, og barrið í toppnum var gult. Það var það allra fallegasta — einmitt svona áttu einiberjarunnar að vera — eiginlega ekki sjálfs sín vegna heldur vegna þess, sem hægt væri að nota þá til. Hvilíkt efni í göngustaf! Eða í boga! Betra efni var ekki hægt að fá. Hann gekk þangað og tók á þessum stinna stofni. Hann var stinnur, en þó var eins og hann væri mjúkur um leið; nokkrar barrnálar stungu hann í höndina. Ein þeirra festist á skinninu á fingrinum á hon- um, og aðrar í frakkaermina. Hann strauk þær af sér og steig nokkur skref aftur á bak. Það var skrítið, að enginn strákur skyldi hafa .fundið þennan einiberjarunn á undan honum, jafn fallega vaxinn og réttur og hann var, svo freist- andi — já, beinlínis freistandi. Hann gekk aftur að runnan- um og greip um stofninn, var- lega, á barrlausum bletti upp við toppinn. Það var um það bil á hæð við frakkavasann lians, nákvæmlega rétta hæðin. Þaðan og niður að rót var teinungurinn alveg beinn, með fáeinum, skrælnuðum kvistum. Hann tók í liann og hann beygðist eins og hann væri fjaðurmagnaður, en þó með mótstöðu eins og í sterkum boga, það fór ylur um liann; þetta gæti orðið fyrsta flokks bogi. Og nú heyrðist honum eins og rödd Pöppe væri ein- hversstaðar nálægt: „Sá er nú ekki slakur!“ En átti hann að slcilja hann eftir þarna, svona fallegan og rennilegan. Ónot^ðan og eng- um til gagns! Ef til vill rækist enginn. maður á hann framar, og hann drafnaðl niður að lokum. Nei, það ,gat ekki kom- ið til mála. Hann gæti rifið stofninn upp og gefið hann fyrsta stráknum sem hann mætti — sá mundi nú verða glaður, þegár liann segði við hann: „Þarna færðu gott efni í boga, drengur minn! Hvað strákurinn mundi verða glaður! Hníf! Já, hann bar alltaf á sér hníf. Gamlan, blaðbreiðan vasahníf, sem hann notaði stundum sem pappírshníf og stundum til að skera af vindli. Hann hafði látið leggja hann á alveg nýlega, aðeins til að gefa karli, sem angaði af spíri- tus og hringt hafði dyrabjöll- unni hjá honum, atvinnu. — Hann hló með sjálfum sér; ekki hafði liann grunað þá, að innan skamms veitti honum ekki af beittum lmífi. Hann skar djúpt í eininn niðri við rótina, og um leið fór einhver unaðstilfinning um hann allan. Hvíta sárið í trénu, mótstaðan, sem þurfti að yfir- vinna með beittum hnífnum, þrýstingurinn af hnífskaftinu við lófann, áreyslan — allt þetta jvar svo gamalkunnugt og fullt af lífi og lukku. Hann

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.