Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.11.1946, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 barðist við einistofninn og af því að honum var dálítið svima- gjarnt við að standa boginn yfir rótinni, settist hann fyrst á hækjur og lagðist síðan á hnén meðan hann var að murka sundur stofninn. — Skratti ertu seigur, taut- aði hann yfir eininum. Mikið skratti ertu seigur! En ég skal nú í'áða við þig samt — þú ert ekki fyrsti einirinn, sem ég hefi skorið upp á æfinni! Hann hafði roðnað talsvert við áreynsluna og móða lcom á gleraugun lians, en liann hélt áfram að tálga. Hnífurinn skar en höndin varð sár undan hnif- skaftinu, þetta var svo óvana- leg áreynsla. Þegar liann loksins hafði los- að teinunginn frá rótinni var ekki laust við að hann væri sigurglaður.. Hann hélt teinungn um út í réttum handlegg og horfði á liann með viðkVæmni. Nú var ekki annað eftir en að tálga kvistana af. Hann settist á bergsnös, sem sól skein á, og fór að tálga kvistana af einiteinungnum. Toppurinn með gula barrinu var fai'inn af, hann liafði tálg- að kvistana hurt hvern eftir annan. En hann var ekki á- nægður enn. Hver arða eftir kvist varð að liverfa hurt undan hnífnum. Og þurr, flagnaður börkurinn átti að fara af. Þetta yrði fall- egur stafur, jafnbolur í báða enda og sléttur — og það gat orðið gallalaus bogi, sem ekki var hægt að setja neitt út á. Hann vissi svo sem hvernig bogi átti að líta út! Bíðum nú svolítið við, svona.... Hann sat álútur og niðursokkinn í verkið. Þetta gat orðið bogi, sem var verðugur sjálfum Gula Varg, Indiánahöfðingjanum mikla í skógunum þarna í Ohio eða Yukon eða Hudson — hvar var það nú? — Hudson Creek. — Bróðir Vals Velvakandi — já, einmitt — Vals Velvakandi. . . . Klettafjöllin, já, og bjálkahús- ið við Stenton River. — „Nú reykjum við friðarpípu.“ Hann tók upp vindling en gleymdi að kveikja í honum; hann reyndi þanþol bogans... Boginn bognaði, en sýndi mót- þróa — það var svo skemmti- legt að finna kraftinn, sem í honum hjó. En þarna voru enn nokkrar ójöfnur, sem þurfti að laga, og svo var eft- ir að gera skorurnar í báða enda — skorurnar fyrir boga- strenginn. Hann sveigði bogann og sveigði.... og örin þaut að markinu. Örvar Gula Vargs hitta allaf beint í hjarta bleik- nefjanna. Þey! Með hljóðlaus- um skrefum læðist Guli Varg- ur um skógana, gegnum ó- endanlega skógana, og safnar andlitsbjórum af óvinum sín- um. Guli.Vargur er hræðilegur þeim, sem lionum er illa við. En hvar átti hann nú að ná í góðan streng? Hann leit kring- um sig, eins og liann væri að biðja skóginn um svar; mjói hrukkótti hálsinn með stóra adamseplinu stóð upp úr stífa flibbanum. Sólin skein á gler- augun, sem kastaði geislunum til baka. Hvað notuðu Indíán- arnir í bogastrengina sína? — Pöppe getur þú sagt mér það? Vísundaliúð? Kvenhár? Og úr hverju gat maður búið til reipi, þegar mann vantaði það? Úr sundurrifnum renningum úr lökum. Já, en liann liafði eng- in lök þarna. Hann leitaði í vösunum á yfirfrakkanum — það gat hugs- ast að hann liefði stungið spotta í vasann einhverntíma. En — nei, þar var enginn spotti. Nei, og aftur nei. Hann gat hvergi fundið nokkurn spotta. Hann lmyklaði brúnirnar og horfði vonsvikinn framundan sér. — Varð hann að gefast upp við að reyna livernig boginn hans dygði — eins og hann líka langaði til þess! Það var ergi- legt. Pöppe mundi hafa fund- ið eitthvert úrræði, ef hann hefði verið í hans sporum. Og ef einhver óvinur kæmi út úr skóginum og væði að honum. Þá stæði hann uppi varnarlaus. Þá mundi hann biða háðulegan dauðdaga við pynt- ingastaurinn — ef ekki hinn mikli skógarmaður frá Missis- sippi kæmi og bjargaði honum með meistaraskoti úr skamm- byssunni sinni. SvoleiðiS fór sagan venjulega. Erí það mátti elcki ske að hann stæði uppi varnarlaus. Hann átti þó allajafna skó- reimarnar sínar! Þarna kom ágæt hugmynd — þær voru nýjar og sterkar — og ef önn- ur væri ekki nógu löng, þá var ekki annað en linýta þær saman! Hann beygði sig og tók af sér öklahlífarnar. „And- inn mikli yfirgaf ekki mann- inn frá Kentucky,“ sagði hann nærri því upphátt. Svo beygði hann bogann með því að styðja brjóstinu á ann- an endann og festi bogastreng- inn á hann. Hann spennti bog- ann og sleppti — það lieyrð- ist dynur í strengnum. Hann dró andann djúpt. Jú, það tók undir í strengnum. Nú var ekki annað eftir en að ná sér i örv- ar; liann var veiðibráður og heitur. Skórnir vöfðust og und- ust á löppunum á honum og urðu honum til trafala — svo hann tók þá af sér og geymdi þá undir grenirót. „Rauðskinn- ar ganga á skinnsokkum hér eru rauðskinnar á ferð..“ Gegnum stígalausa skóga læð- ist Rauðskinninn. Örin lians missir aldrei marks.... um okkur sjá .... Risabassi. — Á frönsku hljómlistar- sögusafni getur að líta þ,ennan risa- vaxna bassa, meðal annarra hljóð- færa. Þetta er svokallaður „okto- bassi“ og er nálega 100 ára gamall. Þýsk lögregla í Berlín. — Nú hefir þýsk lögregla aftur tekið við störf- um í Berlin. Hún er þjálfuð af Bandamönnum ög undir eftirliti þeirra. Hér sjást þýskir lögreglu- þjónar við æfingar. Það gekk sú saga síðar, að ástfangið par hefði komið með öndina í hálsinum út úr skóg- inum þetta kvöld. Þau voru bæði hrædd, og sögðu frá þvi að þau hefðu séð mann í gamaldags frakka og með stífan flibba læðast hálf- boginn á sokkaleistunum frá einu trénu lil annars og eitthvað að snuðra. Hann hélt á boga og ör í hendinni og við og við rak hann upp gaul: Ú- gú — Ú-gú! Ha^nn var berhöfðaður og sköllóttur, sögðu þau hjónaleys- in, og hafði fest krákufjöður bak við annað eyrað. En svo þegar hann kom auga á þau — það var ekki fyrr en þau voru komin mjög nærri honum — varð hann sótrauður í fram- an — og meira að segja á skall- anum. Alveg eins og sannur Indíáni. Nærfatnaður, Silki, Sokkar og Gervisilki þarfnast hinnar ná- kvæmu umónnunar LUX Þér kunnið að meta UÖar, fallega kjóla og með það — þvoió það með Lux. Lux þvier ullarfatnað yðar án þess að hann hlaupi. Lux þvær fullkomlega, þ.ó vatnið sé kalt. hinn viðkvæma nœrfatnað silkisohka, farið þvi vcl X-LX 635-514 Skaðar ekki viðkvæmustu efni. Glímt í vatni. — Á nýtisku baðstöð- um þarf sifellt að finna upp eitt- hvað nýtt til skemmtunar gestun- um. í Palm Springs í Kaliforníu hefir verið fundið upp á því að láta menn glíma niðri í vatni. Hér sjást glimumennirnir eigast við i laug- inni, en vatnið er svo tært, að gest- irnir geta fylgst með öllu, sem fram fer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.