Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Síða 13

Fálkinn - 22.11.1946, Síða 13
FÁLKINN 13 KROSSGATA NR. 612 Lárétt skýring: 1. ElskaÖur, 4. liáö, 7. jötun, 10. þungbært, 12. þráði, 15. grasblettur, 16. íþróttafélag, 18. íiluti, 19. fanga- mark, 20. ferðast, 22. mæla, 23. burst 24. sekk, 25. fé, 27. huggar, 29. loft- tegund, 30. ættarnafn, 32 ílát, 33. mauk, 35. tónverk, 37. skaut, 38. öðlast, 39. ungað, 40. utan, 41. ó- hreinka, 43. kornast, 46, mennta- stofnun, 48. tölu, 50. skrifar, 52. hljómi, 53. unnum eið, 55. mæli- tæki, 56. flani, 57. aukið, 58. draup, 60. ógróið land, 62. slcáld, 63. álfa, 64. töluorð, þf., 66. tveir eins, 67. vindur, 70. söngfélagið, 72. farveg- ur, 73. gamla, 74. sundfugl. Lóðrétt skýring: 1. .Beygjur, 2. reið, 3. boði, 4. vinna, 5. fjall, 6. lijarir, 7. aukið, 8. frumefni, 9. sjá eftir 10. nærast, 11. kenning, 13. neyðarkall, 14. slæm, 17. drungi, 18. marr, 21. fugla, 24. suða, 26. skip, 28. ljótur, 29. á litinn, 30. kona, 31. fletta, 33. ó- dámar, 34. sjór, 36. saurga, 37. tvö, 41. heiður, 42. maður, 44. for- setning, 45. eind, 47. höfðingi, 48. gælunafn, 49. veiki, 51. einungis, 53. hreinsa, 54. skemmast, 56. spé, 57. fisk, 59. dilkur, 61. mjúk, 63. glímu, 65. hljóð, 68. horfði, 69. tveir eins, 71. tveir sérliljóðar. LAUSN A KR0SSG. NR. 611 Lárétt ráðning: 1. Sjá, 4. klöpp,-7. Ása, 10. koss- ar, 12. ostrur, 15. Ú.L., 16. traf, 18. stóa, 19. S.Ó., 20. ala, 22. afa, 23. kal, 24. átt, 25. Una, 27. annar, 29. óðu, 30. hrinu, 32. tál, 33. skurn, 35. samt, 37. Spur, 38. ak, 39. bil- aðir, 40. ár, 41. Baal, 43. fela, 46. staur, 48. sig, 50. karga, 52. err, 53. báran, 55. gil, 56. hin, 57. mát, 58. tog, 60. næm, 62. an, 63. líta, 64. atóm, 66. nú, 67. latínu, 70. alidýr, 72. rif, 73. rómur, 74. sár. Lóðrétt ráðning: 1. Sollur, 2. J. S., 3. ást, 4. krafa, 5. ös, 6. potar, 7. áta, 8. S.R., 9. austur, 10. kúa, 11. Ara, 13. sól, 14. rót, 17. fant, 18. skal, 21. anis, 24. áður, 26. ana, 28. nánasir, 29. óku, 30. hlass, 31. umbar, 33. sprek, 34. narla, 36. til, 37. Sif, 41. barn, 42. aur, 44. lag, 45. arin, 47. teinar, 48. sáta, 49. gata, 51. glænýr, 53. bátur, 54. notar, 56. hal, 57. min, 59. gól, 61. múr, 63. líf, 65. mis, 68. ti, 69. um, 71. ctá. undrun, en náði sér aftur og fór með Ar- mourer inn i anddyrið og að lyftunni. — Önnur hæð, sagði hann við lyftustrák- inn. Þessi herra þarf að tala við herra Mason. VIII. Kap.: Gisl Kluds. — Er hægt að treysta þessum manni, sir James. Signor Giovanni, hinn háttsetti, ítalski stjórnmálaerindreki, sem stóð út við glugg- ann, tók vindilinn út úr sér og þorfði hvasst á Armourer. Sir James Westall sat við skrifhorðið og studdi olnhoganum á það. Á stól við miðstöðvarofninn sat monsieur Rossi, háttsettur embætlismaður frönsku rannsóknarlögreglunnar. Westall færði sig til í stólnum, rerindi augunum yfir skjalið, sem lá fyrir framan hann á borðinu og leit svo á ítalann. — Eg held það, sagði hann. — Fyrir einu ári var hann duglegasti aðstoðarma<ður minn. En eftir það missti ég sjónir af hon- um. Að því er ég best veit hefir hann ver- ið hér í Monte Carlo. Þér eigið ekkert úti- standandi við hann, monsieur Rossi. — Ekkert, sagði Rossi og brosti út í ann- að munnvikið. Hann hefir spilað talsvert i spilabankanum, en það eru svo margir landar yðar sem gera það. Eg fyrir mitt leyti hefi mikið álit á monsieur Armourer. — Setjist þér, Arniourer, sagði sir James og benli á stól. Þér segist vera nýflúinn úr höll, sem heitir Castello Negro, í Italíu — bústað Serge Bernardi greifa? Armourer kinkaði kolli. — Það er rétt. Jan van Hoven var þar, og agndúfa lians, Haidée Dorpmann. Hann liefir kósakkaþjón, einskonar lífvörð, sem gengur undir nafninu Klud. ... — Klud? Rossi laut fram í sætinu. — Eruð þér alveg viss um að þér munið nafn- ið rétt? — Já, alveg viss. Giovanni blístraði lágt, og þeir þrír litu íbyggilega hver á annan. Þegar Armourer hafði í sem skemmstu máli sagt frá því, sem fyrir hann hafði borið frá því kvöldið áður, stóðu Westall og Rossi upp samtímis og .gengu lil Gio- vanni, sem stóð enn við gluggann. Og svo töluðu þeir eitthvað saman í nokkrar mín- útur. En á meðan fékk Armourer sér einn af vindlum sir James, skar broddinn af og kveikti í. jSvo teygði liann makindalega úr sér í stólnum og horfði á hina þrjá, og hafði á tilfinningunni, að hann væri liðs- foringi í fremstu víglínu, sem skroppið hefði til aðalstöðvanna til skrafs og ráða- gerða við herforingjaráðið. Loks höfðu þremenningarnir við glugg- ann lokið samtalinu. Sir James gekk aftur að stólnum sínum, en Giovanni settist við arininn. Rossi geklc um gólf með hendurn- ar á hakinu. Eftir nokkra stund nam hann staðar hjá Armourer. — Slríð eftir nokkra daga, var það það, sem þér sögðuð? spurði hann lágt. — Heyrðuð þér van Iloven segja það? Armourer kinkaði kolli. — Hann ætlaði að fara að segja eitlhvað meira, en Bernardi stö'ðvaði hann. Eg heyrði greifann gorta af því, að allar hans áætlanir væru tilbúnar, og hann sagðisl hafa gaman af að sjá hverju visindaaðferð- ir nútímans gætu komið til leiðar. Augu Giovanni og æfintýramannsins mættust. — Þér hafið lent í ógeðfelldu æfintýri þarna á Castello Negro, sagði hann á enslui sem var nærri því of rétt. — Eg þekki stað- inn og get vel gert mér grein fyrir svölun- um og hyldýpinu fyrir neðan. Þér munuð lielst ekki vilja koma þangað aftur, gat ég hugsað mér. Armourer rétti úr sér og færði sig úr makindastellingunum. — Eg fer þess á leit að ég vcrði sendur þangað til þess að sækja plöggin, sagði hann. — Sir James skilur livað ég á við. Eg skal viðurkenna að sir Bernardi þekkir mig, en ég á að minnsta kosti einn vin i húsinu, og ég liugsa að mér takist að finna leynistigann aftur. Westall ræskti sig. — Já, herra Armourer, við getum eins vel lalað ljóst um þetta mál. Við tökum yður í starfið aftur um stundarsakir, en ef leiðangur yðar mistekst. . . . Hann yppti öxlum. — Það er það tilfellið scm við þurf- um ekki að tala um. Ef áformið tekst hjá yður, skal ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þér fáið varanlega stöðu í leynilögreglunni aftur.'Við höfum veitt því eftirtekt um sinn, að leynd öl'l hafa verið að verki til þess að ónýta friðarþing- ið í Genf. Við höfum ýmsa grunaða, sér- staklcga van Hoven. Eg hafði hugsað mér að þér gerðuð þetta fyrir okkur, en ekki sem embættismaður. Spæjarar Bernardis haí'a eflaust gát á..gistihúsinu hérna. Efftir að þessir tveir herrar eru farnir, á að leika ofurlítinn leik i ganginum. Dawson á að kasta yður út, og ég óska að þér sýnið eins mikla mótspyrnu og hægt er. Svo ætla ég að kalla á þjónustufólkið, og það á aftur að kalla á lögrcgluna. Er yður þetta ljóst? — Fullljóst, sir. Yður verður sleppt út um bakdyrnar þegar lögreglan er gengin úr skugga um að enginn sé þar á verði. Lokuð hifreið mun bíða þar og aka yður lil landamæranna. Það sem eftir er verðið þér að gera sjálf- ur. IJann þrýsti á hnapp, og Dawson stóð hár og breiður í dyrunum. — Þessir herr- ar eru að fara, Dawsori. Viljið þér hringja niður og komast að hvort bifreiðar þeirra eru til taks. Þjónninn fór. Nokkrum mínútum síðar kvaddi Rossi sir James með handarbandi. Giovanni nam staðar hjá Armourer á leið- inni út.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.