Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1946, Síða 15

Fálkinn - 22.11.1946, Síða 15
FÁLKINN 15 Nýjar Norðra bækur Eftirtaldar bækur hafa komið út á þessu ári. Þær eiga það sammerkt með eldri bókum Norðra að vera vandaðar að öllum frágangi, — úrval þess besta, sem út er gefið, bókaprýði hvers heimilis, — og sjálfsögðustu tækifærisgjafirnar. Árblik og aftanskin, eftir Tryggva Jónsson frá Húsafelli. Um þessa stórmerku og sérkennilegu æviþætti höfundarins segir Konráð Vilhjálmsson m. a. i formála bókarinnar:... Það mun ailfágætt dæmi', sem æviþættir þessir skýra frá, að íslenskur maður liafi lifað fast að því hálfa öld í fjarlægu landi, einangraður frá öllum löndum sinum, lent i slík- um tímanlegum og andlegum aflraunum og ævintýrum, kynnst ýuiist hin- um lægstu sviðum mannlífsins, eða notið hrifningar af æðstu listum og hugsjónum, en geymt þó ættarást sína og æskuást allt í gegn og orðið þess að lokum auðið að flytjast aftur heim til ættlandsins og fá þar að síðustu uppfylling sinna dýrustu æskuvona ....“ — 190 bls., ób. kr. 20,00. Bak við skuggann, eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundarins, en áður hafa birst eftir hann nokkur ljóð i ýmsum blöðurn og tímaritum, og vakið mikla athygli. Víða um land liefir þessarar bókar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ættu ljóðvinir ekki að missa af góðum feng, en tryggja sér eintak lijá næsta bóksala, þar sem upplag bókarinnar er takmarkað. —- 77 bls., ób. kr. 12,00. Basl er búskapur, eftir Sigrid Boo. Sagan segir frá fjölskyldu einni i Osló og „baslara-búskap“ hennar á þann hátt, að það væri dauður maður, sem ekki gæti hlegið sér til heilsubótar, á hvaða aldri sem væri, enda sýnir hún lesandanuin sjálfan sig í sæmilega góðum spéspegli, og það er alltaf góð skemmtun og' nytsamleg. — 158 bls., ób. kr. 15,00. Benni í leyniþjónustunni er bráðskemmtileg og spennandi saga, sem heldur öllum vel vakandi, jafnt ungum sem gömlum. Bókin er prýdd mörgum myndum af atburðum sög- unnar. — 233 bls., ib. kr. 20,00. Beverley Gray í 3. bekk. Beverley Gray-sögurnar eru orðnar eftirlætisbækur allra ungra slúlkna, og jafnvel drengja lika, enda eru sögur þessar þrungnar af glaðværð og ævintýrum, sem allir hafa yndi að lesa. — 215 bls., ib kr. 20,00. Börn óveðursins. Margir lásu i æsku Iiörn óveffursins, og allir minnast hennar til elliára. Þetta er fyrst og fremst frábærilega góð barna- og unglingabók. Á hún allt það til að bera, sem ungl fólk sækist eftir; fjölbreytni og hraða rás sögu- viðburðanna, spennandi ævintýri, æsku og ástir og farsæl og góð sögulok. Allir þeir, sem nú eru orðnir fuliorðnir, en lásu liana ungir, munu nú vilja lesa hana aftur í hinni nýju þýðingu. — 138 bls., ib. kr. 14,00. Ég vitja þín, æska, eftir Ólínu Jónasdóttur. Hér rekur þessi stórmerka kona bernsku- og æskuminningar sínar. JBók þessi hefir vakið óhemju athygli, og fjöldi ritdóma merkra manna hefir birst um hana. Brynjólfnr Sveinsson, nienntaskólakennari, segir m. a. um þetta snilldarverk Ólínu: „.... Höfundurinn er fátæk alþýðukona, er aldrei hefir í skóla komið og alla æfi unnið „hörðum höndum“ við óblið og örðug kjör. Máttugar skapanornir spunnu ckki gull- eða silfursímu við vöggu hennar, en þær gáfu henni aðra gjöf, er sætt liefir margan íslend- inginn, annan en Egil Skallagrimsson, við kröpp kjör og þunga harma .... Strengirnir á hörpunni hennar Ólínu eru fáir, en þeir eru ófalskir og svikja engan. Þeir eru snúnir við skin vorbjartra nótta og í húmi langra vetrar- kvölda af Ijóðþyrstum hug islenskrar alþýðu frá upphafi íslands byggðar ....“— 157 bls., ób. kr. 10,00, ib. kr. 25,00. Hippokrates, faðir læknislistarini^ar, eftir Vald. Steffensen lækni. Saga hiiis mikla forngriska læknis og spekings, Hippokratcsar, er kallað- ur hefir verið „faðir læknislistarinnar", er bæði merkileg og skemmtileg, og er þetta fyrsta og eina ritið um Ilippoknates, er komið hefir út á íslenska tungu. Bók þessi ætti að finnast i hverju heimilisbókasafni. — 118 bls., ób. kr. 12.00. Feðgarnir á Breiðabóli I Bærinn og byggðin, eftir Sven Moren. Þetta er annað bindi hins mikla sagnabálks um feðgana á Breiðabóli, sem hófst með sögunni Stórviffri. Þróttmikit og skemmtileg ættarsaga. — 204 bls., ób. kr. 14,00, ib. kr. 20,00. Horfnir góðhestar, eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Þetta er bókin, sem varð landskunn af upplestrum dr. Brodda Jóhannes- sonar í útvarpið, löngu áður en hún kom út. Siðan liefir hún hlotið óhemju- vinsældir og er nú nærri uppseld. Bók þessi er talin af dómbærum mönn- um eitt snjallasta afrek íslenskra bókmennta. Hún lýsir af snilld frægum norðlenskum hestamönnum og gæðingum, svaðilförum þeirra og afrekum. — 407 bls. í stóru broti, ób. kr. 48,00, ib. 63,00. Hugvitssamur drengur. Þetta er frásögn fyrir unglinga um líf og starf Gústafs Dalén, liins fræga sænska hugvitsmanns. Gústaf Dalén lést 9. desember 1937, rúmlega 08 ára gamall og var sylgður af öllum þjóðum heims, þjóðum, sem dáðust að þessum blinda ljósbera, sem kenndi okkur að taka andstreyminu með jafnaðargeði og hinum sárustu þrautum með karlmennsku og auðmýkt. Hann var einn af mestu sonum Svíþjóðar, lifandi dæmi þess, hve ódrepandi elja, þolinmæði og ósérplægni fær miklu áorkað. — 85 bls., ib. kr. 12,00. Hvítir vængir, eftir Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlið. Næstum óslitið frá 9 ára aldri hefir liöfundurinn verið sjúk og langtímum bundin við rúmið. En á livítum vængjum hugans hefir hún flogið inn í draumalönd sagna og ljósa, sem eru óvenjuleg að fegurð og innileik: Hall- dór Krisjánstson segir i ritdómi m. .a: „.... Meinleg örlög valda því, að Eva Hjáþnarsdóttir tekur ekki það sæti, sem liún var borin til ineðal is- lenskra rithöfunda. En mér finnst bók hennar auðkennd af kvenlegum þokka og náttúrlegu og heilbrigðu sakleysi bernskunnar. Og lnin er dæmi þess, hve ljóðgáfan og skáldhneigðin hefir orðið börnum þessa lands, og verður enn, hvitir vængir, seni lyfta þeim yfir skugga og mótlæti lifsins." Bókin Hvítir vængir mun hverjum og einum kærkomin. Efni hennar bætir og fegrar alla, sem kynnast þvi. — 232 bls., ób. kr. 18,00, ib. kr. 28,00. Lýðveldishugvekja um íslenskt mál árið 1944, eftir H. H. er eðlissaga íslensks máls síðastliðin þúsund ár í orðfáum aðaldráttum og jafnframt stefnuskrá íslenskrar tungu í þúsund árin næslu, þjóðræknum þegnum liins nýja lýðveldis til eftirtektar, íhugunar og áminningar, upp- örvunar og eftirbreytni. Forlátaútgáfa. Verð kr. 50.00. Miðillinn Hafsteinn Björnsson, safnað liefir og skráð Elinborg Lárusdóltir. Þetta er merkileg bók og al- hyglisverð, hverja skoðun sem menn kunna að hafa á sálrænum málum. Þorsteinn Jónsson, rith., seg'ir m. a. í ritdómi um bókina: „.... Þessi bók er frásögn um mörg dularfull fyrirbrigði, sem gerst liafa í sambandi við miðilinn Hafslein Björnsson......Það er auðsætt, að frú Elinborg Lárus- dóttir hefir lagt mikla vinnu og alúð í að fá allar frásagnir sem réttastar frá hendi þeirra, er best vita. Enda byggist gildi atburða þeirra, er hér fjallar um, algerlega á þvi, að rétt sé sagt frá, samkvæmt nákvæmri athug- un sjónar- og heyrnarvotta ....“ Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, skrifar einnig um bókina og segir m. a.: .....Bók þessi mælir með sér sjálf hjá öllum þeim, sem finna með sér þörf til þess að kynnast þessum málum, og hún er til þess fallin að geta orðið mörgum manni styrkur og staðfesting þess, sem flestir vona: að eig'a kost endurfunda við dána ásvini — 258 bls., ób. kr. 28,00, ib. kr. 40,00. Reimleikinn á Heiðarbæ, eftir Selmu Lagerlöf. Þessi látlausa rökkursaga er eins og dásamlegt víravirki með greiptum glitrandi perlum, er blilca við manni, sem bros og tár á víxl. Ilin verm- lenska frásagnarsnilld liöfundarins birtist hér á hinn furðulegasta hátt í einni einkennilegustu draugasögu, sem hugsast getur. — 154 bls., ób. 15,00. Sallý litlalotta. Saga þessi segir á hrífandi liátt frá lífi unglingsstúlkna í Finnlandi, er þær gerðust sjálfboðaliðar (,,lottur“) i styrjöld Finna og Rússa. Sallý er auð- vitað söguhetjan, og tekur þátt i fjölbreyttum störfum, hún er matselja, sendill o. fl„ en vinstúlkur hennar: Laila, Hulda og Fild, eru allar hrífandi stúlkur, sem íslenskum ungmeyjum verður unun að kynnasl. — 196 bls., ib. kr. 16.00. Stóri-Níels, eflir Albert Viksten, hefir komið út í meira en 100.000 eintökum í Svíþjóð og hlotið almennar vinsældir. Öðru fremur er þetta saga Stóra-Nielsar, stórbóndans á Andavatni, Alfreðs, sonar hans og kaupakonunnar, Ingiríðar, en ívafið er ástir þeirra síðast nefndu. Hin afburðasnjalla lýsing höfundarins á þessum óspilltu unnendum, draunmm þeirra og þrám, fangar lmgann og yljar lesandanum inn að hjartarótum, og eftir að hafa kynnst Alfreð hljótum við að taka undir með skáldinu er það segir: „Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konuást.“ — 280 bls., ób. kr. 25,00, ih. kr. 36,00. Sörli sonur Toppu. sögurnar Trygg ertu Toppa og Sörli sonur Toppu eru hrifandi fallegar sögur, sem óefað verða uppáhald allra bókaunnenda, ungra sem gamalla. Sagan af Sörla er þrungin dásamlegu ofnæmi tilfinninganna — lifandi og ógleymanleg. Hér er það lífið sjálft, sem talar, i fegurð sinni og fjöl- breyttni. — 393 bls., ób. kr. 25,00, ib. kr. 36,00. Ofantaldar bækur fást hjá öllum bóksöium landsins. Einnig. má panta þær gegn póstkröfu beint frá Aðalútsölu NORÐRA H.F. Pósthólf 101 — Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.