Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN YNftftU LEf&NMJRNIR Vaxa kókospálmar á kókoseyjum? Það er hœgt að kenna öpunum að klifra upp i pálmana og hrista þ,á svo að hnotin detti niður. Jú, víst gera beir það — og Kókoseyjarnar eru ekki aðeins hug- myndir úr drengjabókum. Þær eru til, og þetta eru litlar og lágar kóral- eyjar, sem liggja langt frá alfaraleið i Indlandshafinu. Örsmá kóralladýr hafa byggt sér bústaði sína á sjávar- botni þar, og hafsbotninn hefir hækk að, svo að kóralsmíðin komst upp fyrir sjávarborð, og í dag vex þétt- ur hringur af kókospálmum á eyj- unum, kring um lónið, sem jafn- an er í miðri eyjunni. Þessvegna eru þesar eyjar líka kallaðar hring- eyjar. Á Kókoseyjunum er „konungur“ yfir þeim þúsund manns, sem þarna eiga heima. Þar eru aðeins fáir hvítir menn. Þarna er þriflegt þorp og manni líður vel þarna, en ykkur þýðir ekkert að taka með ykkur peninga þangað. Útlendir peningar eru ekki gjaldgengir á Kókoseyjun- um, en eyjaskeggjar hafa sína eigin peninga úr gerfiskjaldbölcu og eru þeir með mismunandi lagi. Ef einhver heldur að þarna sé þægilegt staðvindaloftslag og mikill jurtagróður, þá skjátlast þeim hinum sama. Jarðvegurinn á kóraleyjun- um er svo þunnur, að það er ekki annað en hinir nægjusömu kókos- pálmar, sem dafna þar. Hinsvegar er það alveg furðulegt hve vel þeir dafna, þvi að þeir geta orðið allt að 50 metra á liæð. Eyjaslceggjar lifa á þessum pálmum, en þeir eru eitt- hvað um miljón talsins, og full- þroskað tré getur gefið af sér allt að 250 kókoshnetur á ári. Þeir fáu Evrópumenn, sem eiga heima á Kókoseyjunum, eru enskir loftskeytamenn, en þeim líður vel þar. Þeir iðka allskonar íþróttir og veiða fisk í lónunum — og eru langt burtu frá allri siðmenningu. En þó þykir þeim vænt um þegar þeir fá heimsókn hvitra manna. Til hvers er kókospálminn gagnlegur? Iíókospálminn er ein af gagnleg- ustu nytjajurtum veraldarinnar, en hafir þú gróðursett pálma og bíður svo i 5-6 ár, þá er þér borgið til æviloka. Pálminn hugsar um sig sjálfur, og það er hægt að nota hann svo að segja allan. Úr stofninum fær maður bygging- arefni. Blöðin eru notuð í blævængi, mottur eða þök. Toppurinn á pálm- anum er etinn. En vitanlega er ávöxturinn, hnotin, verðmætust. Þú veist víst að hnotin er þakin einskonar hártægjum að utan. Þegar þessar tægjur eru þurrkaðar er hægt að vinna úr þeim kaðal, mottur og bursta. Undir tægjunum tekur við hörð skel. Hún er notuð í stað bolla og glasa, en engin hætta er á að hún brotni. Innan í hnotinni kemur svo hreint efni. Það er mjög næringarrikt og inniheldur meðal annar 65% af kókosfeiti. Og innan i þessu hvíta efni er svo kókos mjólkin, sem er besti svaladrykkur. Ef þú nærð þér einhverntima í kókoshnot þá skaltu ekki reyna að gróðursetja hana. Það er miklu hyggilegra að eta hana. Börnunum þgkir hnotin góð — þau eta kjarnann og drekka mjólkina. — ***** Gaggandi önd. Litli bróðir verður hrifinn af þess- ari önd, sem meira að segja getur Héraveiðarnar bgrja ... . ... hvernig líst frúnni nú á? ***** Sjálfum sér líkir. — Það bar við á stríðsárunum að vöruskip, sem m. a. hafði nokkra þýska stríðsfanga um borð, strandaði við litla eyju í Kyrrahafi. Þeir sem af komust voru: tveir Þjóðverjar, tveir Ástral- íumenn, tveir Skotar og tveir Eng- lendingar. Eyjaskeggjar voru á lágu menningarstigi. En eftir hálfan mán- uð var allt á tjá og tundri. Þjóð- verjarnir voru farnir að æfa lier- fylki innfæddra manna. Skotarnir höfðu sett upp bar og banka, Ástral- íumenirnir gert braut fyrir hunda- veðlilaup. En Englendingarnir ráf- uðu um og hiðu þess að þeir væru kynntir fyrir heimafólkinu. sagt ,,rapp-rapp“' eða eitthvað í þá átt. Taktu krossstrikaðan pappír og teiknaðu myndina á hann stækkaða, og gerðu hana síðan á krossvið (með kalkerpappír) og málaðu hana með fallegum litum. Ef þú málar hana með vatnslitum verður þú að bera fernislaklc á hana á eftir. Nefið er úr tveimur spýtum, sem tálgaðar eru úr þykkara tré en öndin sjálf. Neðri hluti nefsins er festur með tveimur smánöglum eða — Hvað gengur að þér, lœturðu kanarífuglinn fljúga lausan í her- berginu? — Já, ég hefi einu sinni setið inni í tvö ár. ***** — Nei, aldrei fer ég i megrun framar, — ég regndi það cinu sinni og þá léttist ég um eitt armbands- úr og tvo demantshringa. límdur á. Efri hlutinn á að geta hreyfst þegar maður hristir öndina, og er festur með einum nagla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.