Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — En að þú skyldir geta lifað í þessu húsi. Morton benti á blaðið. — Bull! — Lifa i leyni — með þessari stúlku! — Það var ekki í neinu leyni. Mamma.... — Nú ætla ég að láta ykkur vera eina, sagði frú Morton. — Eg fer út á svalirnar. Eg þarf að athuga ýmislegt áður en við förum. — Við getum ekki farið, sagði Morton. — Auðvitað getum við farið, svar- aði liún. — Ralph liefir rétt að mæla. Hann þarf ekki á okkur að halda. — Við frestum förinni, endurtók Morton, nema því aðeins að Ralph komi með okkur. — Haltu þér nú við efnið, hélt frú Morton áfram. — Við höfum ráðgert þessa ferð árum saman, er ekki svo? Og skipið fer í kvöld. — Við getum ekki farið, sagði Morton fastmæltur. — Talaðu ekki svona, Tom. Mundu eftir öllum nýju fötunum mínum -— og livað Deecers mundi segja. Þau mundu aldrei fara ein í ferðina. Sestu nú og talaðu við hann pabba þinn, Ralph. Hún hljóp upp á svefnherbergið sitt. — Sestu, Ralpli, sagði Morton og kveikti í vindli. Ralp reyndi að kveikja sér i vind- lingi með vinstri hendi, en faðir hans var fljótari til að hjálpa honum. Frú Morton kom inn með litinn lykil i hendinni. — Eg verð að gæta að dálitlu, sagði hún og fór út í liorn og opnaði þar skáp og tók fram dálítinn stál- kistil. Hún fór með hann út á sval- irnar og opnaði hann, settist í lág- an stól og fór að gramsa í inni- haldinu: gömlum bréfum og blaða- úrklippum. — Segðu mér nú alla söguna, sagði Morton við son sinn. — Það eina, sem ég hefi að segja er að spánskur dansari varð ást- fanginn af Margréti, þegar liún dans- aði á Capitol fyrir mánuði. Hann kvaldi hana í sífellu — skrifaði henni bréf og þessháttar. Hún vildi ekkert sinna honum. En einhvern- veginn komst hann að hvar við áttum heima. í gærkvöldi var dyra- bjöllunni hjá okkur hringt, og þegar ég gekk fram til að opna dyrnar, stóð hann þar með skammbyssu i hendinni. Hann vældi eitthvað um að liann ætlaði að drepa okkur, þess- vegna réðist ég á hann, og nú situr hann í fangelsi. Annað hefi ég ekki um þetta að segja. — Ekki annað! sagði faðir hans. — Þetta er nú það sem minnst er um vert í öllu málinu. Ralph hleypti brúnum og lyfti særða handleggnum. — Þú kallar lítið um þetta verk, sagði hann brosnadi. — Að það lá við að maðurinn dræpi inig. — En þessi stelpa —• að þið skylduð búa saman? Ralph andvarpaði. — Þú skilur mig vist aldrei, pabbi, sagði liann. — En við Margrét erum trúlofuð. Hún lcom til New York til að læra að dansa — hefir fengið svolítið að starfa en ekki nóg. Hún hefir ekk- ert að lifa af, en vill ekki leggjast svo lágt að biðja fjölskyldu sína um hjálp. Fólkið hennar á heima í Indíana. Og að ýmsu leyti er hún lík mér. — Hún aúII sjálf ryðja sér braut í lifinu. En öfugt við mig vill hún ekki fá Jánaða peninga hjá föður sínum. — Hm, sagði Morton. — En þetta með þessa sameiginlegu'ibúð? ■—- Hún hafði ekki peninga til að borga húsaleiguna með. Eg liafði tvö herbergi, hún fluttist í annað þeirra — livað átti hún annað að gera? — Þú segir ekki að.... Morton varð ruglaður. Því að það gekk svo fram af honum. Forfeður hans, púri- tanarnir, sneru sér í gröfinni. — Áttu við að. .. . — Hún býr i öðru lierberginu og ég í hinu, já. Hurðin á milli er læst. Og nú er sagan öll. Morton liristi höfuðið. Hann stóð upp og gekk út að glugganum og starði út í garðinn. Hér voru kross- götur í æfi drengsins. Nú var timi til að skerast i leikinn. Morton hafði verið of eftirlátsamur, hann skyldi það nú. Hann hafði látið drenginn of sjálfráðan. . . . þangað til. .. . Þetta var honum sjálfum að kenna. Nýja kynslóðin var svo gagnólík þeirri, sem var að alast upp á stúd^ entadögum lians. Nú voru bifreiðar, vasapelar, jazz og kossaflens — liann liefði átt að hafa betri gætur á Ralpli. Nú......... — Thomas E. Morton tók ákvörð- un. Hann dró fram stól og settist fyrir framan piltinn. — Ralph, sagði hann. — Þú mátt aldrei liitta þessa stúlku framar. — Það er ógerningur, sagði Ralph einbeittur. — Eg ætla að giftast iienni. Hún er yndisleg, pabbi — og hún kemur með miðdegislestinni. — Kemur hingað? — Já, mamma sagði að það væri gott. — Þá getum við útskýrt þetta fyrir henni þegar hún kemur. Síð- an verður þú samstundis að fara að vinna í bankanum. Eg skal borga þér gott kaup. í þriðja lagi — þú verður að koma með okkur til Evrópu. Ralpli stirnaði um öll liðamót. — Þér skjátlast, pahbi, sagði liann hægt. — Þú skilur ekki hvernig i þessu liggur. Þið mamma getið far- ið til Evrópu, en ég verð hér og skal bjarga mér. — Þú skalt ekki hafa áliyggjur af...... — Það sama sagðir þú þegar þú varst rekinn af Yale-háskólanum. — Það er mér að kenna, ég við- urkenni það. En þú veist hvernig ungt fólk er — við höfðum unnið knattspyrnumót og þurftum að fá eitthvað eldsneyti til þess að halda við hrifningunni. Og vitanlega keyrði úr liófi hjá okkur þegar við rifum hlöðuna. — Og eftir þetta leiðinlega at- vik byrjaðir þú að.... Frú Morton sat í sólskininu úli á svölunum og var að lesa gamlar blaðaúrJdippur, sem liún hafði geymt siðan hún var ung stúlka vestur i fylkjum. Hún liljóðaði svo: Stúdenar valda uppþ.otti í leikhúsi. Knattspyrnuforinginn Tom Morton tekinn fastur í Columbia. Tom Morton, foringi knattspyrnu- flokks Benton College, var tekinn fastur ásamt sex öðrum stúdentum i Columbia leikhúsinu í gær, er þeir reyndu að klifra niður úr einni stúlcunni niður á leiksviðið til þess að ná til söngmeyjarinnar Marie Lasalle. Ungfrú Lasalle var að syngja vis- una „Komdu þá — koss skaltu fá. Morton og félagar hans reyndu að verða við þessari áskorun, en árang- urinn var sá að þeir lentu í svart- holinu. Frú Morton lagði úrklippuna til hliðar og hélt áfram að leita. — Þú virðir einskis lög og reglu, sagði Thomas E. Morton. — Nú ertu ekki réttlátur, pabbi. Unga fólkið er öðruvísi núna en það var í gamla daga. — Littu til dæmis á bilferðina með allar stelpurnar. Það var krafta- verk að þú skyldir ekki drepa þig. — Þú hefir aldrei kynnt þér það mál. Það er ekki okkur að kenna að vörubifreiðin ók beint á okkur. Frú Morton las aðra úrklippu: Onestep á Benton College. Tom Morton og aðrir stúdentar í hans deild liafa verið reknir úr háskólanum i viku, fyrir að hafa reynt að innleiða alveg nýjan dans wg ósæmilegan, sem nefnist onestep. Svo kom löng lýsing á dansinum, og sagt var frá því, að Tom Morton og þeir kumpánar hefðu fengið fjór- ar stúlkur frá Kansas City til þess að kenna þennan hræðilega dans. — Eg reyni ekki að setja mig á háan hest, Ralph, hélt Morton áfram. — Mig langar aðeins til þess að þú setjir þig inn i mín sjónarmið. Þegar þú eignast son einhverntima mun þér fara eins. Þú munt skilja að það verður að hafa aga á æsk- unni, hennar sjálfrar vegna. Þú mátt ekki giftast þessari stúlku! Hann kreppti linefana og nisti tönnum. Svo söðlaði hann um. — Þú skilur víst, að ég hefi rétt fyrir mér, dreng- urinn minn! Lillian Morton fann nýja úrklippu: Tom Morton flýr með hraðritunar- stúlku. Þvert ofan í vilja föður sins gift- ist vinsæll stúdent Lillian Doniphan. Tom Morton, kunnur stúdent i Benton Colege, og Lillian Doniphan liraðritari rektorsins, flýðu síðastlið- inn laugardag til Topeka og giftu sig. Á sunnudaginn komu þau aftur úr brúðkaupsferðinni. Morton tekur embættispróf í næsta mánuði. Þau ætla að setjast að í Kansas City. Það er sagt að Ralph R. Morton, faðir brúðgumans og frægur mála- flutningsmaður í Kansas City, hafi verið eindreginn á móti þessum ráðahag. Lillian Morton læsti kistlinum. — Hún tók úrklippurnar og gekk inn til feðganna. — Fer ekki að verða timi til að fara á stöðina, Ralph? sagði hún. — Á stöðina? spurði Morton. — Til þess að taka á móti Mar- gréti, sagði Ralpli. Hann leit á klukkuna. — Get ég fengið einlivern bilinn? — Auðvitað sagði faðir hans, og Ralpli flýtti sér út. Lillian settist á stólbríkina hjá manni sínum. — Eg er hrædd um að hann sleppi stúlkunni aldrei, sagði hún. — Eg skal skýra henni frá hvernig í öllu liggur. Þegar hún skilur að giftingin mundi verða til að eyði- leggja líf Raphs þá sleppir hún hon- um. Frú Morton brosti. — Það er bara á kvikmyndunum sem þær gera það. Sleppti ég þér kannske? Morton leit upp og klappaði henni á handlegginn. — Það var gott að þú gerðir það ekki, sagði hann. — Ralph er lifandi eftirmynd' þín ---- og það varð maður úr þér, er ekki svo? — Eg var ekki óstýrilátur. Eg var. ... — Lestu þetta! tók hún fram i og rétti honum blaðaklippurnar. — Hvað er það? spurði hann. — Kannske ég geti hjálpað eitt- hvað upp á minnið. Hann tók úrklippurnar og las þær gaumgæfilega. Stundum brosti hann. Þegar hann hafði lesið þá siðustu leit hann til hennar og hristi höfuðið. — Eg skil hvað þú meinar, elskan min, sagði hann þrár. En það var öðruvísi í gamla daga. — Þarna koma þau! sagði frú Morton, og hljóp til dyra að taka á móti Margréti. Morton heyrði konuna sína segja: — Komið þér upp og takið af yður. En hvað þér voruð væn að koma. En hann heyrði ekki hvað Lillian Morton sagði við Margréti Adams meðan þær voru uppi í svefnher- berginu. Hann heyrði ekki Margréti segja: — Ó, það get ég ekki gert, og hann heyrði ekki heldur konuna sína svara: — Þér eruð góð stúlka, Gerið eins og ég segi, og þá fer allt vel. Ralph fór til föður sins. — Þér kemur til með að þykja mjög vænt um hana, pabbi, sagði liann. — Hm, sagði gamli maðurinn og tók dagblað og fór að lesa. Skömmu siðar kom frú Morton með Margréti inn í bókastofuna. Hún var grönn og glaðleg stúlka, með brún augu og jarpt hrokkið hár, — Þetta er Margrét, sagði Lill- ian. — Góðan daginn, sagði liann. — Viljið þér ekki setjast? — Þakka yður innilega fyrir. Mér er það mikill heiður að kynhast föður Ralph, sagði hún. — Hm, sagði hann. Þau fundu sér sinn stólinn hvort og minúturnar læddust áfram. — Hm, sagði Morton loksins. — Þér eh — eigið heima í Illinois? — Nei, Indiana, herra Morton. Smábæ skammt frá Indiapolis. — Nú, Indiana? sagði liann. Þau töluðu um veðrið í tíu mín- útur, um samgöngutæki, um garðinn lijá Morton og hve erfitt væri að láta spretta i skugga. Morton tók ekkert eftir þvi að það var Margrét, sem kom honum til að tala. Honum fór ósjálfrátt að líka vel við hana. Þetta var þá eftir allt allra snotrasta stelpa — og hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar. Hver véit nema hún gæti orð- ið bankastjóri. — Þetta smálagaðist allt. Og sam- ræðunni lauk svo, að Morton gleymdi alveg að minnast á, að þau mættu ekki eigast, hún og Ralpli. 4c * % 9|C 9(C

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.