Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 13

Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 KROSSGATA NR. 618 Lárétt skýring: 1. Lausung, 4. óhreinkar, 10. langa, 13. baun, 15. mikið, 16. bráð- um, 17. vinna, 19. áburðardýrið, 21. kjúkling, 22. yrki, 24. auða, 26. veiðarfæri, 28. þvertré, 30. krökkt 31. dreif, 33. frumefni, 34. draup, 36. kindina, 38. listamaður, 39. klif, 40. harðan róður, 41. frumcfni, 42. ræni, 44. kvenmannsnal'n, 45. verkfæri, 46. þramm, 48. lét af hendi, 50. titill, 51. innheimtumennirnir, 54. tota, 55. hvíldi, 56. efni, 58. lireinsara, 60. steikir, 62. tvílað, 63. ata, 66. blautu 67. skip, 68. gætli, 69. skóldverk. Lóðrétt skýring: 1. Tini, 2. sömdu, 3. nema stað- ar, 5. flýtir, 6. ósamstæðir, 7. frið- samir, 8. þyngdareining, 9. óhreinka, 10. félag, 11. fljótanna, 12. elskar, 14. óhljóði, 16. stúlka, 18. jólasveinn, 20. harðar, 22. vend, 23. sjór, 25. úldnar, 27. fuglar, 29. frjósir, 32. mannsnafn, 34. farva, 35. bókarlieiti, 36. forfeður, 37. umhugað, 43. sælu- staður, 47. stjórnmálamenn, 48. loft- tegund, 49. flík, 50. rakari, 52. sætt sig við. 53. greinir, 54. liali, 57. kæri, 58. livílist, 59. ferðast, 60. þvottur, 61. kona, 64. glímukappi, 65. frumefni. LAUSN Á KR0SSG. NR. 617 Lárétt ráðning: 1. Skrapa, 6. taskan, 12. Ramona, 13. fjósin, 15. úr, 16. fitl, 18. hlóð, 19. S.Ó., 20. spá, 22. staurar, 24. ótt, 25. suða, 27. ismar, 28. glit, 29. Urans, 31. ask, 32. leiði, 33. nota, 35. leit, 36. róðukross, 38. tara, 39. filt, 42. klóka, 44. iit, 46. narta, 48. aura, 49. fínar, 51. róar, 52. Una, 53,- fataður, 55. NNN, 56. SD, 57. arga, 58. aðal, 60. G.A., 61. titrar, 63. unaðar, 65. rammir. 66. hrakar. Lóðrétt ráðnirtg: 1. Sarpur, 2. KM, 3. rof, 4. anis, 5. patti, 7. aflar, 8. sjór, 9. kóð, 10. AS, 11. nistið, 12. Rússum, 14. nótt- in, 17. lasa, 18. hrak, 21. áðan, 23. umsóknina, 24. ólit, 26. anoraka, 28. geislar, 30. stóra, 32. lesin, 34. aða, 35. lof, 37. skaust, 38. tóra, 40. trón, 41 farnar 43 lundir 44 líta 45 liaða 47 tangar, 49. fagri, 50. ruður, 53. Fram, 54. rana, 57. arm, 59. lak, 62. TA, 64. ða. — Hversvegna berið þér liana svona fyr- ir brjósti? Þella er ekki nema venjuleg mella. — Nei, liún er ekki venjuleg mella. Hún er. .. . Jteja, það getur veriö það sama. Kolnik var orðinn svo bljúgur í augun- um, að Ballard furðaði á því er bann sá það. Það var eittbvað i svip lians, sem brærði jafnvel barðsvírað lögreglumanns- lijarta. — Clare er ekki dauð, Joe, sagði hann. — Ifún særðist í skotbríðinni og var flutt á sjúkrahús, en þeir segja að hún muni eklci vera í hættu. Eg vissi ekki að þetta var Clare, en úr því að hún liefir verið með Brady og Slim getur elcki verið um aðra að ræða. En liver haldið þér að Iiafi drepið Brady og Slim? — Haukurinn! — Það var Haukurinn, segi ég! Hvers- vegna haldið þér að ég hafi sent bifreiðina af stað? Ilann hafði drepið einn af mínum mönnum, Busty Pandova. En hvernig Clare, Brady og Slim hafa flækst inn í þelta veit ég eldci. Eg veit bara að einn af mín- unt mönnum skýrði mér frá að Haukurinn °g fylgifiskur lians væru sloppnir út, og þá sendi ég stóra hílinn minn á eftir þeirn. Og nú segið þér mér, að mennirnir í hon- um liafi ekki náð í Haukinn lieldur hafi þeir skolið Clare! Kolnik sat þarna fölur og þegjandalegur, eins og hann væri þrotinn að kröftum. —- Ballard var ekki rótt heldur. Ef eitthvað væri á milli Ivolnik og Clare gat maður- inn orðið hællulegur. Það var ekki gott að vita hvaða tjón hann gæti unnið þég- ar þessi gállinn var á lionum. Best að taka hann úr umferð um sinn. —- Joe, það verður déskotans gaura- gangur útaf þessu, sem gerðist i nótt. Það er hest að við gleymum öllu, sem snerlir Hálfmánann. — Þér meinið að ég eigi að loka? Og hvað á ég þá að gera? — Þetla er heppilegast fyrir yður lika. — Nei, lautinant. Eg slepjji ekki Hálf- mánanum. Hann er það eina sem ég á. Það er eklci hægt að hafa hendur í hári mínu. Engir aðrir en þér og ég vita, hvað eiginlega hefir gerst í nótt. Ballard tók stóran lykil upp úr vasa sínum og lagði á borðið. — Hérna er lykillinn að Hálfmánanum, sagði hann. — Eg tólc liann úr hurðinni, sem þér gleymduð að læsa — liurðinni, sem ekki gat haldið Hauknum í skefjum þangað lil ég kæmi. — Yið urðum að flýta okkur svo mikið. Eg mundi ekki eftir útidyrunum, sagði Kolnik. — Nei, það er allt í lagi, Joe. En hérna er lykillinn, eins og þér sjáið, og Hálfmán- inn verður ekki opnaður aftur fyrr en ég opna hann. Ballard staldc lyklinum í vasa sinn aftur. Kolnik sat þarna eins og steini lostinn. En þegar lykillinn hvarf og Kolnik skildi hvaða þýðingu þetta hafði fyrir liann, missti hann alla stjórn á sér. — Þér megið ekki gera mér þetta, Ball- ard! Það lá við að liann hrópaði orðin. — — Hálfmáninn er mín eign. Þér hafið lok- að tvívegis áður og ég hefi orðið að bera skaðann. Þér megið ekki lolca í þriðja sinn, Ballard! Eg hefi endurnýjað húsakynnin, og ég hjálpa yður í hinu viðurstyggilega starfi yðar. Eg hefi látið Brady koma með fólk til þess að rejda af því l'jármuni og' ræna það. Þér getið ekki liagað yður svona við mig. Ballard, því að þér eruð eigi síður sekur en ég. Og yðar málstaður er þó verri. Eg relc veitingarliúsið en þér og Brady liafði notað það til að ræna fólk. Ballard sat þegjandi og hlustaði á þessa roku. Hann var nú ekki í vafa um hvað hann yrði að gera. Hann hafði lokið við áætlun sína áður en Kolnik liafði sleppt orðinu. Og nú leit hann ofur alúðlega á Kolnik og alveg reiðilaust. Hann var kötl- urinn, sem lék sér að músinni — Þér misskiljið mig, Kolnik, sagði hann. — Eg liefi lcannske komist klaufalega að orði. Eg hefi alls ekki hugsað mér að ganga milli bols og höfuðs á yður. En ég átli aðeins við það, að hest væri að hafa veitingahúsið lokað þangað til þessi gaura- gangur væri liðinn lijá. Skiljið þér það? Kolnik létti er hann sá að lautinantinn tók þella svona. — Eg lcann að Iiafa sagt eitthvað, sem ég meinti ekki. En þessi nótt hefir gert mig hálfruglaðan. Þér verðið að afsaka mig, lautinant. — Auðvitað geri ég það. Þér hafið ef- laust gott af að vera heima nokkra daga, þangað til ég hefi athugað hvernig þessu reiðir af. Þér getið svo símað heim til mín - eigum við að segja cftir þrjá daga. Er það í lagi? — Það er í lagi, lautinant. Ballard liafði geymt það kjarnmesta þar til síðast. Hann tók fram lykilinn og fleygði honum á borðið, um leið og hann stóð upp. — Þarna er hann, Joe. Eg var bara að erta yður. — Þakka yður fyrir, lautinant. — Jæja, verið þér sælir, Joe! Eg held að ég silji hérna áfram og fái mér glas á barnum. Svo simið þér til min á föstudag- inn. Þá vona ég að geta sagt yður góð tíð- indi. — Góða nótt, lautinant! Dyravörðurinn hleypti Kolnik úl i þok- una En lautinantinn sat inni í barnum og leit á Idukkuna. IJún var nokkrar mínútur yfir fjögur. Hann fór inn í símaklefann og lolcaði eftir sér. Samtalið fór fram á eins- konar dulmáli. — Bullet? — Já. — Er einhver strákanna við? — Já, nokkrir. — Eru þeir tilbúnir? — O.K.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.