Fálkinn - 31.01.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
Vaxmynd af morðingja. - Vaxmynda-
safn Madame Tussaud l London hcf-
ir œtíS lagt áherslu á að fylgjast vel
með þpi, sem er að gerast, svo að
þar séu til sýnis vaxmyndir af nýj-
ustu viðburðum. — Aðeins örfáum
klukkustundum eftir aftöku morð-
ingjans Neville Heath, var komin
vaxmynd af honum á safnið, og
sést hún hér.
NIEMÖLLER OG FRÚ — Nú er hinn frægi klerkur og kafbáts-
foringi, séra Niemöller, á ferð um Bandaríkin, þar sem hann
m. a. tekur þátt í kirkjuráðstefnum. — Myndin er tekin við
hljóðnemann á.útvarpsstöð í Neiv York.
V
Hagnýt breyting. — I Kolding i
Danmörku hefir risið upp nýr iðn-
aður eftir stríð. Þýsku hersveitirn-
ar skildu eftir ósköpin öll af hjálm-
um á víð og dreif um Danmörku,
og þeím hefir nú verið safnað sam-
an í Iiolding, til þess að hœ(ft sé að
breyta þ.eim í nauðsynjagögn. Lítið
þið bara á myndina, og athugið,
hvort áhaldið þið teljið þarflegral
Amerikumenn eru snillingar í aug-
lýsingaslarfsemi, og nota þá hœfi-
leika sína til flests, sem hægt er.
Á trúmálahátíð, sem haldin var í
New York, fengu einhverjir þá hug-
mynd að lýsa gluggana í vissum
hlutum skýjakljúfs eins, þannig að
tjósin mynduðu kross, sem sæist
yfir mikinn hluta borgarinnar.
Á leið í háskólann. — Mannfall Þjóð-
verja í stríðinu kom mjög hart nið-
ur á stúdentum. Og fjöldi þeirra,
sem heim komu, voru blindir eða
fatlaðir á annan hátt. Meira en 2.000
stúdentar frá Marburg-háskólanum
gegndu herþjónustu í 4 - 6 ár. Þriðj-
ungur þeirra kom heim sem örkumla
menn og fjöldi hafði fallið. Myndin
sýnir nokkra örkumla stúdenta á
leið til háskólans i Marburg.
Vilja komast hcim. — Á undanförn-
um mánuðum hafa hávœrar kröfur
komið frá hermönnum Bandamanna
sem hersetja hin ýmsu hernumdu
lönd í austri og vestri, þar sem
þeir segjast vilja komast heim hið
fyrsta. Myndin hér að ofan er frá
kröfugöngu ameriskra hcrmanna i
Manila. Á skiltunum stendur meðal
annars: ,,Japanirnir eru sendir heim
en hvernig er það með okkur?“ —
EUROPA. — Fyrir nokkru rakst hið gamla þýska risaskip „Eur-
opa“, á flakið af „París“, sem liggur í höfninni í Le Havre. Af-
leiðing árekstursins varð sú, að „Europa“ sökk. Myndin sýnir
flakið af „París“ að ofan til vinstri, en „Europe“ er á miðri
myndinni sokkin, þótt mikið standi enn upp úr af henni. —
Áætlað er að viðgerð skipsins muni standa yfir í eitt ár, en þá
á„ Europa“ sem nú heitir reyndar „Liberté" að hefja áætlunar-
ferðir yfir Atlantshafið, eins og áður var, þegar það var eign
Þjóðverja og vann bláa bandið.
í Vínarborg hafa bresku yfirvöldin
opnað lesstofu, þar sem ibúarnir
geta lesið ensk dagblöð og viku-
blöð. — Hér sjást nokkrir Vinarbú-
ar skoða myndir frá daglega lífinu
i Englandi, sem festar hafa verið
i glugga lesstofunnar.