Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.06.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Flnnland í dag Grœnmetissölukona á torginu fyrir framan Stórkirkjuna í Helsinki. Grænmeti er j>aö eina, sem nóg er af. Kel er skammtað 150 gr. á mán. VÁNDALAUST er að svara spurningunni um, livaða þjóð Nórðurlanda eigi erf- iðasl uppdráttar í dag. Þvi að þó að liin hernumdu lönd, Dan- mörk og Noregur, eigi að ýmsu leyti örðugt uppdráttar og end- urreisnarstarfið þar kosti mörg ár, liafa þó jjessar þjóðir nægi- legt til fæðis og klæða. — En Finnland hefir hvorugt. Innan hinna nýju, þrengdu landamæra Finnlands, sem nú verður að sjá hinum 300.00 í- buum Kyrjála fyrir nýjum sama- slað, eftir að Rússar tóku það landsvæði, berjast Finnar liraust- legri haráttu fyrir lífi sínu og sjálfstæði. Þeir verða að standa straum að skaðahótum sínum til Rússa í átta ár, og missa Jjangað til verulegan liluta þeirr- ar framleiðslu, sem ella liefði getað skapað þeim erlendan gjaldeyri, það sem þá vantar til- finnanlegast. En þrátt fyrir það dettur Finnum ekki i hug að örvænta. Þeir vita að landið er i rauninni rikt, og þeir ætla sér að sýna, að þjóðin sé svo hraust og iðjusöm, að henni takist að ryðja sér braut til frelsis og frama, gegnum öll vandræðin. Það hefir margt breyst i Finnlandi, síðan 1944, er Þjóð- verjar sögðu þar fyrir verkum. Helstu stjórnmálamennirnir er þá voru, þeir Ryti, Tanner, Ramsey, Linkomies og fleiri sitja nú í fangelsi en önnur nöfn eru komin í þeirra stað — Leino, Hertta Kuusinen, Hella Wuolijoki, Pekkala o. s. frv. — Ýms þeirra liöfðu áður verið dæmd í ævilangt fangelsi. Og breytingin á daglega lífinu er ekki síður eftirtektarverð. 1944 vár glaumur og gleði á gildaskál- unum og skemmtistöðunum, þar sem þýskir liðsforingjar og her- menn skemmtu sér með létlúð- ugum stúlkum. Þá var það dag- legur viðburður að þýskum lier- mönnum og finnskum lenti saman í harsmiðum og áflogum. Og hvar sem litið var á götunni var fullt af þýskum einkennis- búningum með státnum mann- vélum innan í. Nú sést hinsveg- ar lítið af einkennisbúningum og yfirleitt fátt, sem minnir á stríð. Rússneska liðið í Helsinki (það er talið vera um 1000 manns) heldur sig fyrir sig, og hefir lítil mök við Finna. Þeir hittast ekki nema þeir þurfi og umgangast þá með „stífri“ kuít- eysi. Konan hefir löngum verið at- kvæðamikill í finnsku þjóðlífi, stórum meira kveðið að henni en systrum hennar í öðrum Norðurlandaríkjunum. Verksvið hennar hefir eigi verið bundið við það, sem venjulega er kall- að „kvennastárf“. í Finnlandi hefir það t. d. verið algengt lengi, að konur vinni að vega- gerð og múrsmíði. En núna kveður langtum meira að kon- um i atvinnulífinu en fyrir stríð, og einnig tekur finnska konan nú meiri þátt í stjórnmálum en nokkurntíma áður. Konurnar taka ekki síður þátt í baráttunni en karlmennirnir og þeirra gæt- ir miklu meii-a í Finnlandi en í Danmörku, Noregi, Islandi eða Svíþjóð. Fæðuskorturinn cr tæplega eins tilfinnanlegur og hann var fyrir tveimur árum, en þó er mjög þröngt i búi hjá fólki, einkum í horgunum. Þar eru liarðindi. Svo má heita að yfir- völdin hafi orðið að löghelga svarta markaðinn; það er lítið um það fengist þó að vörur séu seldar og keyptar oku,rvex*ði. Þegar verið var að setja nýjar reglur um kaupgjald í Finnlandi síðast, var það tekið með við útreikning vísitölunnar að fólk yrði að versla á svörtum mark- aði. 55% af öllum matvælum er skammtað. Það eina, sem nóg er af í landinu er grænmeti, og nú eru húsmæðurnar líka farn- ar að fá kartöflur eins og þær vilja. Þessvegna eru kartöflur og grænmeti aðalfæðan í Finn- landi í dag. Hinsvegar er mjög lítið um ávexti. Epli er þó stundum hægt að fá, en þau kosla um 17 krónur kílóið, svo að þetta er dýr matur. Stund- um er líka liægl að fá egg, en þau kosta um og vfir 20 krón- ur kg. Kaffi sést að lieita má ekki og mjög lítið er um svk- ur og smjör. Allt þetta er greitt með okurverði þegar það fæsl. Brennivín er það eina, sem nóg er af í Finnlandi. Áfengisneysl- an hefir aldrei verið jafn mikil og nú, í sögu Finnlands, og virð- ist það vera í mótsögn við þær kröfur um vinnuafköst í starfinu, sem Finnar gera lil sín. *Að meðaltali eru drukknir 1,9 mijljón lítrar af hrennivíni á mánuði, og er þó skatturinn svo hár á áfenginu, að hann nemur 1214% af ríkistekjum Finnlands. Erfiðasta viðfangsefni Finna er að fullnægja skaðabótagreiðsl unum til Soviet-Rússlands, senv engar horfur eru á að fáist lækk- aðar. Þær eiga að greiðast í vör- um og liafa Finnar getað innt þær af hendi hingað til. En liitt er spurning livort þeir geta liald- ið þvi áfram. Það eru 300 mill- jón dollara virði í vörum, sem eiga að greiðast á 8 árum, og við útreikninginn er gert ráð fyrir því verðlagi sem i gildi var 1938, svo að upphæðin verð- ur miklu hærri með núgildandi verðlagi. Með núverandi gengi nemur greiðslan 1114 milljarð finnskum mörkum, eða sem svarar 14% af öllum tekjum þjóðarinnar. Verksmiðjur Finna fyrir þungan járniðnað hafa nú þre- faldað afköst sín til þess að geta staðið við skaðabótaskuld- bindingarnar, og þegar þeim lýkur er hætt við að ekkert verði við þessar miklu verk- smiðjur að gera, svo að þær verði að standa auðar. Andvirði þeirrar útflutnings- vöru, sem Finnum er frjálst að selja öðrum þjóðum til þess að afla sér gjaldeyris fyrir inn- flutningi, hækkaði á fyrra helm- ingi ársins 1946 upp í 7,4 millj- ón mörk — á tilsvarandi tíma- bili 1945 nam þessi útflutning- ur 318 milljón mörkum. Helsta útflutningsvaran er trjámauk, pappir, trjákvoða og timbur. Finnar smíða og mikið af timb- urhúsum til útflutnings, og um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.