Fálkinn - 13.06.1947, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
ANDERS GEVAL:
Eg segi þessa sögu eftir þvi sem
ég best man liana. Vitanlega get
ég ekki sagt liana eins vel og
majórinn, sem gat varpaö yfir liana
Ijóma, l>ví aS hann hafði upplifaS
hana sjálfur. Og ég get heldur ekki
sagt liana eins spaugilega, gert hinar
næmu athug'asemdir hans eSa vak-
iS hamingjuna yfir sögunni eins
og hann. ÞaS liefSi ef til vill veriS
betra aS ég hefSi skrifaS hana niS-
nr undir eins, meSan hún var ný.
En ég haföi annaö aS hugsa þá. Og
nú getur majórinn ekki sagt lengur
frá. Hann er ekki í okkar lióp. . .
Hlýja röddin hans er þögnuS. .
Nokkrum árum fyrir stríöiS mikla
haföi ég á einni af ferSum mínum
hitt mann, sem hét John Scorby.
Hann var Englendingur, um fertugt,
vel aS sér ger og óvenjulegur sam-
ferSamaöur. Eg liitti hann á skip-
inu milli Aden og Port Said. ViS
fórum aö talast viS af tilviljun, og
mér fannst því meira í manninn
variS, sem ég kynntist lionum bet-
ur. Hann iiafSi veriS í Austurlönd-
um í nokkur ár, ekki i herþjónustu-
erindum, en ekki lieldur sér til
skemmtunar, aS því er mér skild-
ist. Annars talaSi liann lítiS um
sjálfan sig. ViS töluöum mest um
dægurmálin, og sögSum livor öSr-
um endurminningar úr ferSalögum.
Hann mun hafa feröast mikiS, og
virtist hafa staSgóSa þekkingu á
öllu því, er siöaöir mcnn láta sig
máli skipta.
Tilviljun réSi þvi aö viS urSum
líka samferða vestur yfir MiSjarð-
arhaf. BáSir voru á leið heim, hann
til bús síns á NorSur-Englandi, en
ég ætlaði áfram til Bergen. Við
sátum oftast í salnum yfir glasi,
eða vorum á þilfari þegar fallegt
veður var á kvöldin, og skipiö leið
áfrain yfir blátt og slétt hafið. Á
slíkum stundum varð vinur minn oft
þögull. Hann hafði til að þegja
lengi og svara ekki einu sinni því,
sem ég var að segja. Það var eins
og honum stæði alveg á sama hvort
ég væri viöstaddur eSa ekki. -
Slundum vorum við að ræða eitt-
hvað af kappi, en þá þagnaði hann
allt í einu og var ómögulegt að
toga orð upp úr honum. Þetta und-
arlega liátterni vakti forvitni mína.
ÞaS var ekki hin venjulega letiró
Englendingsins, heldur eins og hann
hrifist skyndilega úr þessari ver-
öld og inn í aðra.
Við komumst til London og þar
fékk ég þá leiðu fregn, að ég yrði
að bíða heila viku eftir því að
næsta skip færi heim. Eg varS
ekki glaður yfir þeirri fregn. Eg
var leiður á gistiliúsunum og hinni
köldu, ópersónulegu meðferð þjón-
ustufólksins. Þráði að komast heim
og verða að manni aftur. Ef til
vill liefir samferðamaður minn skil-
ið þetta, ég veit það ekki, en hann
bauð mér með sér heim til sín.
Vitanlega afþakkaði ég boðið. Mig
langaði ekki til að trufla samfundi
hans og fjölskyldu lians. En þær
afsakanir höfðu engin áhrif á hann,
SAGA AF MORÐI
og svo fór, að við ókum báðir með
lestinni norður.
Eg hafði aldrei til Norður-Eng-
lands komið, og leist eiginlega ekk-
ert vel á mig. Þessar endalausu lyng-
lieiðar með kræklóttu skógarkjarri
hér og þar, verkuðu illa á mig. Og
ekki bætti þokan úr, sem var svo
víða þar sem við fórum um. Vinur
minn var heldur ekki jafn kátur
og hann hafði verið á skipinu. Það
var eins og hann yrði því angur-
værari sem við nálguðumst heim-
kynni lians. Og vakti þetta furðu
mína á ný. Var hann hræddur við
að koma lieim? Eg fann að ég liafði
engan rétt til að hnýsast í það, og
iSraðist eftir að ég skyldi hafa tek-
ið boði lians.
Það var orðið áliðið kvölds þegar
við, einir farþega, stigum af lest-
inni á lítilli brautarstöð. Eg gat
skki séð hvernig þarna var um-
horfs, það eina sem ég sá var að
það mótaði fyrir lágreistu stöðvar-
liúsinu, sem að öðru leyti hvarf inn
i myrkrið. Gamall, lokaður vagn
beið okkar. EkiIIinn bauð ekki af sér
góðan þokka, og það var ekki hægt
að fá orð út úr honum.
Þetta varð æði löng ökuferð, mér
fannst hún aldrei ætla að taka
enda. Og ekki bætti þaS úr skák
að Scorby steinþagði alla leiðina.
Eg fann að honum mundi mislíka ef
ég færi að rabba við hann. Lengi
minnist ég þessarar ferðar í myrkr-
inu, í vagni, sem hossaðist á vond-
um veginum og virtist ætla að lið-
ast sundur á hverri stundu. Eg
var í slæmu skapi þá loksins að við
komum í Clayton House.
Við vorum varla stignir út úr
vagninum fyrr en hurð var opnuð
einhversstaðar inni i myrkrinu.
Ung stúlka kom lilaupandi og
fleygði sér um hálsinn á vini mín-
um. Sjaldan liefi ég séð innilegri
faðmlög. Unga stúlkan bæði hló
og grét, og það leið langur tími
þangað til þau fóru að sinna mér.
Þjónn einn visaöi okkur til veg-
ar gegnum langt, dimmt anddyri,
og gekk á undan með kerti í silfur-
stjaka í hendinni. Húsið var mjög
fornlegt, í ekta enskum stíl. Her-
bergin lág undir loft en rúmgóð
Húsgögnin voru í stíl við herbergin;
gömul voru þau öll, og sum mjög
úr sér gengin.
Loks komum við inn í vistlega
stofu, þar logaði eldur á skíðum
og hlýlegur bjarmi lék um stofuna.
Stúlkan hafði auðsjáanlega setið
þarna og ekki haft aðra birtu en
frá arninum, þegar hún heyrði að
vagninn kom. Þjónninn kveikti þeg-
ar á lampa og fleiri silfurstjökum,
og nú sá ég stúlkuna betur. Hún
var lagleg. Andlitið frítt, næmur
munnur, augun dökk og djúp, hár-
ið dökkjarpt og skinandi. Hún var
að ýmsu leyti lík föður sínum, en
þó ekki áberandi.
Eftir nokkra stund var ég kynnt-
ur fullorðnum manni, hvitum fyrir
hærum. ÞaS var William Scorby,
föðurbróðir liúsbóndans. Hann var
þjáður af gigt, og varð að staulast
viS staf. Hann var þögull og fár,
virtist önugur og afundinn, líklega
var það gigtinni að kenna.
Við snæddum góðan miðdegis-
verð þó seint væri. Faðirinn og
dóttir lians liöfðu oftast orðið, og
mér fannst ég ekki mega trufla þau
nema sem minnst, eftir margra ára
viðskilnað. Mér var ljóst að þeim
þótti' vænt livoru um annað. Hún gat
ekki leynt gleði sinni yfir því að
hann slcyldi vera kominn lieim aft-
ur. Og hann hafði líka lifnað við.
Nú var þegjandaháttur hans á leið-
inni gersamlega liorfinn.
Allt liafði þetta reynst öðruvísi
en ég hafði húist við. Þarna var
eitthvaS, sem ég get ekki skýrt, en
kannske stafaði það af þreytunni
eftir ferðina. Eg fór i háttinn undir
eins og ég gat. Herbergið mitt, sem
var á efri liæðinni, var notalegt.
Breitt og mjúkt rúmið heillaði mig,
og jafnvel umhugsunin um ungu
stúlkuna gat haldið vöku fyrir mér.
Mér leiS' ágætlega morguninn eft-
ir. Það hafði birt í lofti, og mild
haustsólin varpaði geislum yfir um-
hverfið. Þeg’ar ég leit út um glugg-
ann sá ég að húsið stóð eitt sér
og hvergi gat ég séð nokkra lifandi
veru. Eg gat ekki stillt mig um að
hugsa um ungu stúlkuna meðan ég
var að klæða mig. Hún hafði haft
áhrif á mig og' ég hlakkaði til að
sjá hana aftur.
En ég varð fyrir vonbrigðum. Hún
sást ekki við borðið og faðir henn-
ar ekki lieldur, svo að við Willi-
am gamli borðuðum einir. Sami
þjónninn gekk um beina og kvöld-
ið áður. Hann var dimmur yfir-
litum og þegjandalegur.
William sagði fátt meðan við
mötuðumst. Loks tók liann rögg á
sig og fór að spyrja mig ýmissa
spurninga, og sagSi mér eitthvað
um staðinn, en ekki svo mikið að
ég gæti gert mér hugmynd um
hann.
Eg gat ekki átlað mig á þessum
gamla manni, ekki fremur en ég
hefði getað slcilið samferðamann
minn. Eg fann að það voru ein-
hver dul yfir þessu heimili, og
komst í hugarástand, sem ég get
ckki lýst, - eitthvaS óákvarðanlegt
og dularfullt.
Nokkru síðar hitti ég samfcrða-
mann minn. Mér kom það á ó-
vart að hann var enn daufari i
dálkinn en á ferðalaginu. And-
lítiö var eins og steingervingur
og þjáningarsvipur á því. Þegar
hann talaði gat liann verið glað-
klakkalegur, en þetta var bara
ekki ekta, það var siðakurteisi
húsbóndans gagnvart gesti sínum.
Fyrstu dagar mínir á Clayton
House liðu eins rólega og friðsam-
lega og frekast var unnt að hugsa
sér. Eg fór gönguferðir um ná-
grennið, eða sat inni í bókastofunni
og sökkti mér niSur í bækurnar,
sem þar voru. En ekki gat ég látiS
ógert að liugsa til þessa einkenni-
lega heimilislífs. Mér fannst stúlkan
reyna að forðast mig sem mest hún
gæti. Hún flúði þegar ég kom inn
í stofuna, og aldrei rakst ég á
hana úti við. Þau fáu orð, sem ég
gat skipst á við hana og þær
fáu sekúndur sem ég gat óhindr-
að horft í augun á henni, liöfðu
samt sín álirif................. Nú
var hún ekki glöð, eins og hún
lmfði verið fyrsta kvöldið, ])að
var eins og drungi vinar míns hefði
smitaS hana. Eg greip mig i því
að hugleiða hvernig liún mundi líta
út þegar liún brosti af heilum hug.
Aldrei lieyrði ég móður hennar
nefnda þessa daga, og enga mynd
sá ég af hcnni. Þetta fannst mér
kynlegt líka. Eg gat ekki varist
því að hugsa um það, þó að ég'
gerði mér grein fyrir að mér kæmi
það ekkert við. Eg færi mína leið
eftir nokkra daga, og innan skamms
mundi ég hafa gleymt þessum stað.
Svo var það siðdegis einn dag-
inn að mér átti að lánast að fá
skýringu á þessum dulrúnum. Og
það var einber tilviljun, eins og
örlögin sýna okkur stundum. Eg
hafði tekið mér bók i liönd, og sat
í einum djúpa, leðurfóðraða stóln-
um í bókastofunni, og blaðaði í
lienni. Inni á milli blaðanna rakst
ég á ganda, gulnaða mynd. Hún var
af einkar fallegri konu. Andlitið
með skýrum, reglulegum dráttum,
augun dökk og ljómandi, og hárið
jarpt og sló á það gullslit. Þarna
var enginn vafi á. Þetta lilaut að
vera móðir ungu stúlkunnar.
Eg truflaðist er ég heyrði lióstaS
í dyrunum, og þegar ég leit upp
sá ég að unga stúlkan stóð þar og
horfði á mig. ViS stóðum örlitla
stund og horfSumst í augu.
— Afsakið, sagði hún. Hafið þér
nokkuð á móti að fá mér þessa
mynd?
— Auðvitað ekki! sagði ég, og
rétti lienni myndina. Það titruðu á
henni fingurnir þegar hún tók við
henni og stakk henni í barminn.
— Er hún af móður yðar, spurði
ég-
Hún einblindi á mig, eins og hún
væri að rannsaka hversvegna ég
spyrði.
Eg sá hvílíka geðsliræringu hún
liafði komist í við að ég hafSi fund-
iS myndina.
— Já, það er móðir mín.
— Þér eruð lik henni, sagði ég.
Hún virtist ekki heyra það sem
ég sagði. Hún fálmaði til dyranna,
og langaði víst mest lil að leggja
á flótta. Ef til vill hefir henni fund-
ist að ég ætti heimtingu á skýringu
á hátterni liennar.
— Yður finnst víst að ég sé und-
arleg, sagði hún, en mér brá svo
þegar ég sá að þér höfðuð fundiS
myndina. Föður minum mundi ekki
líka það.
Hún þagði um stund, um skeið
virtist liún ætla aS skrifta fyrir mér,
en svo þagði liún, hljóp út og lok-
aði dyrunum á eftir sér.