Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.06.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN 5. Ævintýri Sheiksins Gullið á hafsbotni. 1. Prófe.ssor Pearce er niðri á liafnarbakka, þegar sheikinn ber að. Þeir fara að rabba sam- an, og innan skamnis byrjar prófessorinn að skýra1 Hamid frá því með miklum fjálgleik og handapali, hvernig skipi hans hafi verið sökkt þarna skammt undan fyrir tveim árum. Gull- kista hefði verið innanborðs, en hún hefði horfið í djúpið.. Hann kveður kafara nú vera að reyna að finna gullið. 2. Hvorugur þeirra hefir tekið eftir arabísk- um njósnara, að nafni Ahmed, sem stendur og idustar úr fylgsni sínu. - Skömmu síðar ræðst Ahmed og annar Arabi á sjómann, sem heitir Dick Reynolds, og stela af honum hraðbát, sem lá við hafnarbakkann. Hamid ber að, er lögregluþjónn er að reisa Dick upp eftir að þorpararnir höfðu slegið liann niður. 3. Til allrar óhamingju hafði Dick meitt sig á fæti við faliið, svo að hann gat ekki gert neitt til að heimta aftur stolna bátinn. En Hamid stekkur út i litla seglbúna kænu og hyggst elta þá eins síns liðs. 4. Arabarnir i hraðbátnum eru nú komnir fram úr skútunni með kafarana, sem ætluðu að sækja gullið, en þá sjá þeir, hvar sheik- inn kemur, siglandi á kænunni, og miðar hon- um vel áfram. „Er ekki sheikinn kominn þarna,“ segir Ahmed. „Við skulum gefa honum það, sem hann þarf með“. 5. Ahmed krýpur við vélbyssuna í skutnum, miðar vandléga og hefur síðan skothríðina á bát Hamids. Seglið tætist i sundur og mastrið brotnar, en sheikinn stingur sér fyrir borð, þegar hann sér hver hætta er á ferðum. (i. Arabarnir tapa af honum, meðan hann syndir í kafi, og Ioksins kemst hann óséður að kænunni, þar scm hún liggur á hvolfi i sjónum. Hann sér Abdul, félaga Ahmed, stinga sér fyrir borð. „Nú er hann að fara niður eftir fjársjóðnum,“ hugsaði Hamid mcð sér. 7. Þannig var það líka. Abdul ætlaði að sækja sjóðinn, en hann vissi þó að enski kaf- arinn frá skútunni var kominn niður á undan. Abdul sér að kafarinn liefir fundið kistuna og hnýtt taug utan um hana. „Nú verð ég að skera á líflínuna hans.“ 8. En um leið og hann lyflir hnífnum til að framkvæma áætlun sina, smýgur rennilegur lík- ami niður með hlið hans. Það er sheikinn, og brátt hefst grimmileg neðansjávarorusta milli Hamids og Abdul. Eftir nokkrar sviptingar nær Hamid hnifnum. 10. Ekki urðu Arabarnir varir við sheikinn samt, því að hann fór hljóðlega sem köttrir, en hratt þó. „Upp með héndurnar!“ kallar Hamid til þeirra. Þeir snarsnúast á hæli, en bregður ekki lítið í brún, þegar þeir sjá framan í byssuhvoftinn og glottandi andlit sheiksins. 11. „Nú eruð þið fangar mínir,“ segir hann, um leið og hann tekur stefnuna lil lands. - Skútan er þegar lögzt upp að hafnarbakkanum með kafarana og gullið innanborðs, og sheik- inn hlýtur þakkir prófessorsins, þegar hann kemur að landi. 9. Hamid þolir nú ekki lengur við niðri. Hann kemur upp á yfirborðið við aðra hlið hraðbátsins, um leið og Ahmed innbyrðir Abdul. Nú eru góð ráð dýr og þarinast skjótra fram- kvæmda. En Hamid er snar í snúningum og þýtur aftur að byssunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.