Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 \ín;i Sakiiiiiii<I*soii. inyod höggfvari Fyiir skönnmi kom hingaí') lil landsins gó'ður gestur í boði Þjóð- rœknisfélpgsins og rikisstjórnarinn- ar. Það er Nína Sænnindsson myndhöggvari. Hún mun dveljast hér um þrig'gja vikna skeið, og á þeim tinia er haldin sýning á nokkr- uin verkuni hcnnar. Einnig ínun frú Nína ferðast eitthvað um land- ið, en tíminn er naumur. Þcgar hlaðamenn hittu Nínii að Ilótel Borg sama daginn og hún kom flugleiðis að vestan, var ckki laust við að roði lilypi í kinnar smnra. Konan, sem allir höfðu margoft heyrt getið um í saiubandi við list, hafði svo alúðlega fram- komu og geðþekka, að vert er að geta jiess sérstaklega. Nína Sæmunds.son er fædd aust- ui' í Ftjótshlíð, eins og margir vita. 17 ára gömu hvarf hún utan til náms i myndlist. Dvaldist luin í Kaupmannahöfn fram um tvítugt. Að nájni loknu þar fór hún suður i lönd til þess að kynnast lista- mönnum og listastefnum. Á ítaliu var hún i 1 ár og í Paris hálft annað. Fyrir 21 ári hélt hún vest- úr um haf, þar sem liún hefir ilenst. Lengst af hefir hún haldið sig í Hollywood. en einnig dval- isl skamman tíma i New York. Éins og íslendingum er kunnugt hefir Nína náð mikilli viðurkenn- ingu vestan hafs, og margar mynd- ir hennar eru þekktar. Myndin „Spirit of Achiévement“ við inn- ganginn í Waldorf Astoria hótelið i New York ber göggt vitni um gelu snillingsins og viðurkenningu. Einnig munu margir íslendingar kannast við myndina „Móðurást“ sein Nína gerði að loknu námi rúmlega tvítug að aldri. Þegar Nína var spurð um sýn- ingarmunina, sem cru á sýning- unni í Listamannaskálanum, kvaðst hún liafa lekið með sér mikið af fantasíu-myndum, því að þær ættu betur við hér en staðbundnar am- erískar myndir. Er þetta öldungis rétt athugað. Hinsvegar kvaðst hún hafa meðferðis mynd af Njáli á .Bergþórshvoli. Það væri marmara- mynd, og hefði hún fundið niarm- arahnullinginn í fjalli í Californíu. Steininum velti hún niður fjallið, og nú er andlitsmynd af Njáli höggvin í hann. Þegar sýningin á verkum Nínu var opnuð síðastliðinn mánudag, var margt manna saman komið í Lista- mánnaskálanum. Sigurgeir Sigurðs- son, biskup, opnaði sýninguna með ræðu og bauð Nínu Sæmunds- son .velkomna - Lýsti liann að nokkru ævi liennar og lífsferli. - Fórust honum mörg orð um elju listakonunnar og starfshneigð. Hún gengi til hvílu að kveldi eftir lengri vinnutima en flestir aðrir, og mesta tilhlökkunin væri ætíð sú, að mega rísa til starfa að morgni. Nína liefir ekki afsalað sér islenskum ríkisborgararétti, þó að liiin liafi dvalist vestanhafs fulla tvo áratugi. Engum dylst þó, að lifsstarfið væri auðsóttara og gæfi meiri tækifæri, ef hún væri r.íkis- borgari í dvalarlandi sínu. — En Nina er trygg íslandi, þó að það byði lienni ekki slik tækifæri tl frama sem önnur lönd vegna fátækt- ar sinnar og smæðar. Framhald á bl. H. Hafmey Sifiasta hlaupiö

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.