Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.06.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 HEILRÆÐI: Ef hættn ber að hðndnm. Sérstaklega verður að gæta varúð- ar þar sem börn eru á heimili að þau nái ekki í voðann, því farið getur svo að tjónið verði óbætan- legt. Það er t. d. mikil áhætta að iáta börn vera ein heima, jafnvel þótt þau séu nokkuð stálpuð. Skæri, hnífar, rakblöð og prjónar eiga aldr- ei að vera í barnahöndum, ekki heldur eldspýtur, blek eða meðöl. Sjóðandi vatn og opnir gluggar geta einnig talist með voðanum. Komi eitthvað fyrir er sjálfsagt að vitja læknis svo fljótt sem auð- ið er, því fæstir geta sagt um hve mikið hefir að orðið og hvernig skal meðhöndia. Aðeins á augnablik- inu er þess að gæta, að t. d. logi i fötum manns, skal vefja hann teppi til að slökkva, en ekki hella vatni yfir logann. Ekki má draga af bon- um fötin heldur klippa. Brunabindi eða vismutsalve er nauðsyn að eiga á hverju heimili. Hrökkvi br'enni- steinn af eldspýtu á liendi manns er gott að dýfa henni ofan í sterkt sodavatn, því að sódinn leysir upp fosfórið og sviðinn hverfur. Stórir skurðir eða stungur, eru aðeins læknameðfæri, en á meðan lælcnis er biðið, er rétt að leggja höndina eða fótinn hátt og binda fyrir ofan sárið með klút eða sokk til þess að minnka blóðrennslið. Smáskeinur og skurðir eru hreins- aðir með bórvatni, og borið joð kringum sárið, sem svo er smurt með zinksalve og bundið um með sárabindi. Vilji blæða mikið er gott að þvo sárið úr lieitu vatni. Sé liætta á að börn hafi sopið meðöl eða annað hættulegt er sjálfsagt að vitja læknis, en reyna má að fá þau til að kasta upp með því að kitla hálsinn með fingrunum og leggja hitapoka á Iioldið. Við blóðnösum er ráð að leggja klút vættan í köldu vatni eða ediksblöndu við hnakkann, beygja höfuðið aftur á bak og stinga bómull í nösina. Mulið álún (1 te- skeið í bolla af vatni) er sogið upp í nefið og stöðvar það vel blóðnas- ir. Stingist fiskbein í liálsinn á manni er ágætt að sjúga safann úr hálfri sítrónu, því sítrónusafinn mýkir beinið og er þá auðveldara að ná því. Kartöflumos er gott til að reka beinið niður um liálsinn. HVE MARGAR HITAEININGAR ÞARFTU? Þess sést oft getið í fréttum, er skýra frá matarskorti ýmissa landa, að fólkið fái ekki nema 1000-1500 hitaeiningar á dag eða nær helm- ingi minna en nauðsynlegt sé. En livað er hitaeining? Hún er sá hiti, sein þarf til að liita eitt gr. af vatni um eitt hita- stig. Þegar maturinn meltist í lík- amanum breytist hann í orku. Það er erfitt að mæla þetta. Þessvegna nota vísindaménn hitaeininguna til þess að tákna orkugjöf mismunandi næringarefna. Mannlíkaminn þarl' mismunandi mikið tii þess að haida sér við. Og auk þess þarf hann orku umfram, tii þess að bæta upp þá orku, sem ltann innir af hendi. Því að orku- gjöf líkamans er misjöfn eftir því hvaða starf maðurinn vinnur. Börn þurl'a hlutfallslega meiri orku í fæðunni en fullorðnir, vegna þess að þau verða að leggja orku í vöxtinn. Það er talið að þegar börn eru orðin 13 ára þurfi þau eins mikinn mat og fullorðið fólk. Maður, sem vegur 70 kg. þarf um það bil 3300 liitaeiningar til að vinna venjulegt dagsverk. Hermenn þurfa 4000. Skrifstofumenn 2400. Rúmfast fólk 1800. Daginn sem kon- ur þvo stórþvott þurfa þær 3000 hitaeiningar á dag. Við venjuleg húsmóðurstörf 2500. Kennsiukonur þurfa 2200. Konur sem ekki vinna þurfa 1800. Hér á eftir segir frá hitaeininga- gildi ýmissa fæðutegunda: 1 gr. af feitmeti gefur 9,3 HE. Fitja er í smjöri, fleski, tólg, osti, eggjarauðum, olíu, lýsi og hnetiun. 1 gr. af kolvetni gefur 4 HE. Kol- vetni er i sykri, ávöxtum, liunangi, brauði, kartöflum og grænmeti. 1 gr. eggjalivíta gefur 4 HE. Eggja- livítuefni er í fiski, ailskonar keti, eggjum, mjólk og osti. Ef þér vitið hve margar liitaein- iiigar eru nauðsynlegar til að iialda fúííum kröftum í starfi yðar, þá er tiltölulega hægur vandi að reikna'út þyngdina á fæðunni, sem þarf til þess að gefa þessar hitaeiningar. Hve feitir eru Danir? Nú á að rannsaka með nýju móti live feitir Danir eru! Yfirskurð- læknir sjúkrahússins i Árósum hef- ir nýlega fyrirskipað læknum sín- um að mæla þykktina á fituiagi magálsins á öllu því fólki, sem skorið er upp við sjúkdómi í mag- anum. En hann hefir tekið með í reikninginn að læknar geta verið gleymnir og þessvegna lagt 5 kr. sekt við því að vanrækja að mæla litulagið. Peningarnir renna til Ev- rópusamskotanna dönsku. ***** Litlar appelsínur bestar. Ef að þeir, sem kaupa appelsín- ur þekktu gæði þeirra, mundi verð- ið á stóru appelsinunum, sem nú er hæst, lækka stórum, en hins- vegar verðið hækka á litlu appel- sínunum. Þetta liefir ameríska landbúnað- arráðuneytið látið liafa eftir sér eft- ir rannsóknir þær, sem gerðar liafa verið á allskonar appelsinum. Saf- inn úr litlu appelsínunum er bragð- betri og betri ilmur af honum en safanum úr þeim stóru. Hann er meira nærandi og sætari, og inni- heldur auk þess miklu meira af c-fjörefnum en safinn úr stóru appelsínunum. ***** Frostbrestir geta orðið nokkuð liarðir og jafn- ast á við jarðskjálfta, það reyndu börnin á skóla einum í Sviþjóð í frostunum miklu í febrúarmánuði síðastliðnum. Hristingurinn af brest- inum varð svo mikill að hurðir hrukku upp og ýmislegt lauslegt datt niður á gólf. Jörðin sprakk og vatnsleiðslurörin að skólanum slitnuðu. - TÍZKV910DIR - Falleg strandföt. — Sumarið hefir komið manni að ovörum i ár. Maður hefir varla kastað loðfeldinum fyrr en ba'ðbötin koma til sögunnar. Hér er sýnd mynd frá frönsku tískuhúsi. - Sniðið er mjög einfalt, en efnið er fallegt með grænum, rauðum, gráum og hvítum röndum. Regnhlífartaska. — tAmeríski söngfuglinn Ginny Sinnns sýnir hér nýjung varðandi regnlilífar. Bæði taska og regnhlif eru úr plastic. Á axlareim töskunnar er fest hylki sem regnhlífinni er stungið í. Þegar veðurstofan spáir góðu veðri er regnlilífin og hylkið skilið eftir heima og aðeins notuð taskan. Tvílitur samkvæmiskjóll. — — Myndin sýnir ameriskt nýtísku snið með víðum opnum hálf- ermum og síðum sléttum bol, sem nær niður fyrir mjaðmir. Pilsið er felll að framan þar sem það er fest við oddinn á beltinu. Sumardragt og barðastór hattur. Þessi dragt, hattur og % langir hanskar, er mjög fallegt. Jakk- inn, sem ekki er skreyttur öðru en borðalykkjum á báðum öxl- um, með víðar stuttar ’ermar, fer mjög vel.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.