Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Qupperneq 15

Fálkinn - 19.12.1947, Qupperneq 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 A R L A er það oft sem fólk dreymir fyrir daglátum en ég hefi að minnsta kosti reynslu fyrir því, sagði Claude Regnier læknir. Hann gekk út að glugganum, sem veit út að litla garðinum fyrn utan lækningastofuna. — Draum- laus svefn er auðvitað bestur, en þegar draumur getur bjargað mannslífi verður maður að telja feng að honum. Hann horfði á mig, og þegar hann var kominn að rúminu mínu aftur, hélt hann áfram: — Þér virðist vera efins, herra minn, en ef þér viljið, þá skal ég fúslega segja yður drauminn — ég er bú- inn með stofuganginn, og ef ég þreyti yður ekki, vil ég gjarna setjast hjá yður í nokkrar mínút- ur. — Eg verð fenginn því, læknir, sagði ég og benti á auðan stól. Hann hagræddi bilaða fætinum á mér, settist og tók svo til máls: — Það var fyrir nokkrum ár- um, í miklu hitasumri, og ég varð að taka mér hvíld fyrr en ég hafði gert ráð fyrir. Eg hafði ætl- að mér upp í svissnesku Alpana í september, en varð svo að taka sumarleyfið í júlí. Eg var þreytt- ur og leið beinlínis illa og þurfti að fá hvíld tafarlaust. Það var svo ógeðslega mikil hitamolla í París að ég þráði hreint loft og tæran, grænan sjó og afréð því að fara til Le Havre. Eg fékk gott her- bergi á rólegu, góðu gistihúsi, og stytti mér stundir með sjóböðum, göngum og lestri. Eg umgekkst ekki nokkurn mann, þekkti engan og kunni þessu vel. Svaf vel og át mikið og venjulega dreymdi mig ekki neitt. Þangað til eina nótt- ina! En þá dreymdi mig þannig að ég varð að fara út á svalirnar og fá mér sígarettu þegar ég vakn- aði. Og þar gat ég rifjað upp all- an drauminn og mundi allt greini- lega. Jæja, ég þóttist vera úti á göngu, staddur á þjóðvegi, þar sem járnbraut lá samhliða veg- inum. Þarna var grænt, fallegt og heitt. Allt í einu kemur braut- arlest þeysandi með ofsalegum hraða. Hún æðir áfram eins og í tryllingi. Á einni sekúndu hafði öll vagnalestin farið framhjá mér, en á næstu sekúndu heyrðist brak og brestir — eins og allar þrum- ur veraldar syngi í kór. Vagnarn- ir rekast á, eta sig hver inn í ann- an, orrahríðin varir eitt augnablik og svo verður allt kyrrt. Stóra, föngulega lestin hafði stöðvast á . . . Afsakið; eruð þér ekki ungfrú Duviviére. . . . ? SMÁSAGA EFTIR HJALMAR HAUG tryllingslegu feigðarflaninu, og nú var óhugnanlegt um að litast: Sumir vagnarnir héngu fram á snös, aðrir hofðu oltið niður í brekkuna og enn aðrir steypst á hvolf á teinunum. Ekkert hljóð, engin vein eða óp — aðeins óttar- leg þögn. Hverskonar lest var þetta eiginlega? Eg fór að einum vagninum, sem stóð eftir á tein- unum. I glugganum sá ég unga stúlku. Eg færði mig nær. Hún horfði á mig. Eg færði mig enn nær. Hún var falleg. Aldrei hafði ég séð fallegra rautt hár. Hörund- ið bjart eins og á barnsandliti — gráklædd og með samanbundin stjúpmóðurblóm i hendinni. Eg veifaði til hennar — gerði henni skiljanlegt að ég ætlaði að hjálpa henni. Hún sinnti því ekki. Eg veifaði aftur, kastaði steinvölu á rúðuna, nei, ekkert gerðist nema að hún horfði út — bara horfði. Engin svipbrigði voru á henni að sjá. Eg hlustaði aftur á hina ó- eðlilegu kyrrð, skelfing greip mig — Guð minn góður, hvílík kyrrð! Og svo hún þarna í glugganum, sem gerði ekki annað en að horfa — augun gerðu mig æran. Eg hrópaði: Hjálp! hjálp! Nokkrum mínútum síðar barði vikadrengurinn á gistihúsinu á dyrnar hjá mér og spurði mig hvað væri að. Hann hafði heyrt hrópin í mér. T"'\ A G I N N eftir sá ég stúlk- una úr járnbrautarslysinu. Bráðlifandi. Eg hafði verið að borða og kom innan úr matsaln- um á gistihúsinu þegar ég mætti henni í dyrunum, ásamt fullorð- inni konu. Móður hennar, datt mér í hug — og það reyndist vera rétt. — Afsakið þér læknir, skaut ég fram í, — en hvað var það nú fullvissaði yður um að þetta væri sama stúlkan? Læknirinn tók upp vindlinga- hylkið sitt og við kveiktum okkur í vindlingi, báðir tveir. Hann dró að sér langan teyg, og lét bláan reykinn ganga fram úr munni og nefi og sagði: — Stjúpmóður- blómin. Nú varð ofurlítil þögn, og það eina, sem ég gat sagt var: — Eg skil. — En svo voru það öll hin ein- kennin líka, monsieur: fallega rauða hárið, fíngerða hörundið, gráu fötin — allt, allt sem ég hafði séð um nóttina. — Átti hún heima á sama gisti- húsinu og þér? spurði ég. — Já, nú skal ég segja yður sögulokin. Hann drap í vindlingn- um og hélt áfram: — Eg spurði ár- manninn á gistihúsinu hverjar þessar dömur væru. Þær hétu Du- viviére og höfðu verið þarna í þrjár vikur. Móðir og dóttir. Ég þakkaði honum fyrir og settist í stól í ársalnum og fór að hugleiða hvað ég ætti að gera. Ef unga stúlkan ætlaði sér með lestinni þá varð ég að afstýra því, hvað sem það kostaði. Það lá við að ég teldi það skyldu mína. Mér var ómögu- legt að lesa blaðið, sem ég hélt á, — svo órótt var mér. Þegar ég hafði setið svo sem háiftíma komu dömurnar fram úr matsalnum. Þær námu staðar rétt hjá stólnum mínum, svo að ég heyrði greinilega hvað sagt var: — Þú átt tuttugu mínútur eftir, Yvonne, viltu ekki sækja töskuna þína strax. Unga stúlkan fór, og kom aftur að vörmu spori með handtösku. Þær fóru saman út. Nú var ég viss um að hún var að fara í ferð. Hvað átti ég að gera. Ekki gat ég farið til þeirra og sagt þeim drauminn, þær mundu halda mig vitlausan og hún mundi fara eigi að síður. Tuttugu mínútur — tuttugu mínútur! Eg fór út og rásaði fram og aftur fyrir utan gistihúsið, ekki langt frá mæðg- unum þar sem þær sátu. Allt í einu kom mér ráð í hug. Eg þóttist vita að móðirin færi ekki á brautarstöðina. Enn liðu nokkrar mínútur og ég gekk af- siðis en hafði gát á þeim. Nú stóðu þær upp, móðirin tók utan- um dóttur sína og kyssti hana. Gott! Nú var hún orðin ein. Það var stutt á brautarstöðina. Eg lét hana vera góðan spöl á undan mér. Þegar hún var komin að stöðv- arhúsinu herti ég á mér og náði henni í dyrunum. Hún snarstans- aði þegar ég sagði: DRAUMUR REGNIERS LÆKNIS

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.