Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Page 32

Fálkinn - 19.12.1947, Page 32
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 að skyggja þegar Páll kom að hólnum. Hann stóð þar í öngum sínum. Hvílík fásinna að ætla sér að grafa í stóran hól! Hann tök eikarlurk og fór að róta til visnu laufi, sem lá í hrúgu undir einu trénu. Allt í einu rakst lurkurinn í eitt- hvað hart. Páll rótaði laufinu frá í flýti og sá eitthvað gljáandi.... en í sömu svifum var þrifið í hann aftan frá. Hann sparkaði afturundan sér og heyrði blót og formælingar og í svipan var linað á takinu, svo að hann gat dregið andann. Hann sló og sparkaði en takið um hálsinn á honum varð fastara og fastara. Honum sortn- aði fyrir augum, en þá var tak- inu allt í einu sleppt. Páll riðaði á fótunum, þegar hann leit við heyrði hann urr, og sá að Björn var að glíma við stóran mann. Hundurinn hafði bitið sig fastan í handlegginn á manninum, en hann sparkaði í hann og með lausu hendinni reyndi hann að troða einhverju inn á sig. Páll tók nú á því sem hann átti til, þreif lurkinn og réðst að mann- inum, sem í þessum svifum var að ná til skammbyssunnar sinnar. Lurkurinn hitti á handlegginn á manninum með svo miklu afli, að hann missti skammbyssuna. Björn sleppti takinu til þess að ná í byssuna, en Páll náði í háls- bandið á honum og hrópaði: — Gættu mannsins, Björn! Meðan Páll var að ná í byssuna notaði maðurinn færið til að komast á burt og taka til fótana. Páll var ekki í vafa um hvaða maður þetta var. Það var silfur þjófurinn, sem undanfarið hafði framið innbrot víða í bænum og stolið silfurmunum, og sem einu sinni áður hafði komist undan lögreglunni með því að beita skammbyssunni. En nú hafði Páll náð í vopnið frá honum. — Eltu hann, Björn! hrópaði Páll og svo kallaði hann: — Stansið annars skýt ég! til mannsins á flóttanum. En þjófurinn gegndi því vitanlega ekki, hann hljóp eins og hann ætti lífið að leysa út úr skóginum og Páll og hundurinn á eftir. Allt í einu varð Páli fótaskortur og hann datt kylliflatur. Og i sömu svifum hljóp skotið úr byss- unni. Páll varð dauðhræddur; setjum svo að skotið hefði hitt sjálfan hann; en hann áttaði sig fljótt og hélt eltingarleiknum á- fram. Hann grillti rétt í mann- inn er hann hljóp yfir skurðinn og upp á veginn og nú heyrði Páll að bílhurð var skellt. Bíllinn var að komast á hreyf- ingu þegar Páll kom upp á veg- inn. Hann miðaði á barðana á afturhjólunum og skaut, en þjóf- urinn reyndi að komast áfram. Þá kom bifreið beint á móti. — Hvað er um að vera hér? var spurt með harkalegri rödd. Silfurþjófnum var ómögulegt að sleppa. Maðurinn sem kom var skógarvörðurinn. Hann hafði heyrt skotið og þá vitanlega tek- ið bílinn sinn undir eins. Það kom á daginn að grunsam- legi maðurinn var ekki silfur- þjófurinn sjálfur heldur aðstoð- ar maður hans, sem hafði verið sendur til að sækja þýfið. Rétti þjófurinn átti sér einskis ills von. Hann var tekinn höndum heima hjá sér og meðgekk allt. Hann lagði það í vana sinn að brjótast inn í hús, þar sem hann vissi að fólkið var að heiman. Og síðasta fenginn sinn, silfrið, sem hann hafði falið í skóginum, hafði hann náð í hjá Sigurði kennara, sem hafði farið að heiman í jóla- frí kvöldið áður. Það var mikill fögnuður heima hjá Páli þegar hann kom. For- eldrar hans voru farin að undr- ast um hann, af því að hann hafði ekki komið heim til kvöldverðar. Móðir hans hafði komið heim skömmu eftir nónið og hleypt Birni út — sem betur fór, og hann hafði undir eins rakið slóð Páls inn í skóginn. En í þetta sinn fyrirgaf skógarvörðurinn Birni, „Það var ómögúlegt fyrir þjófinn að lcomast undan.“ og vitanlega datt föður Páls ekki í hug að lóga hundinum, því að hann hafði bjargað lífi Páls. Verð- launin, sem heitið hafði verið fyrir að grípa silfurþjófinn, féllu vitanlega til Páls, og hann gleymdi nærri því ástæðunni til þess að hann hafði farið í þessa viðburða- ríku skógarför. En í jólapóstinum kom bréf frá Sigurði kennara, sem þakkaði Páli fyrir afrekið og bað hann um að afsaka hve ónotalegur hann hefði verið í síðasta tímanum. — Hann hefði fengið slæmar frétt- ir og orðið svo vanstilltur þess- vegna. Og hann ætlaði að breyta einkuninni. Það er víst óþarft að taka það fram að Páll hafði aldrei lifað gleðilegri jól en í þetta sinn, þó að eiginlega þætti honum ekkert gaman að því að blöðin skrifuðu um hann og kölluðu hann hetju! Honum fannst það eiginlega vera Björn, sem ætti það nafn fremur skilið, því að það var hann sem reið af baggamuninn. — Við ættum heldur að skipta þessum lúkalli, sem þér fáið um tímann fijrir að gæta mín, úr því að þér rækið ekki starfiðt Töfrabrögðum er alltaf gaman að. Hér eru nokkur lianda okkur að glíma við: Pappírsbrúin. Þú hvolfir tveim glösum á borðið í nokkurri fjarlægð, tekur svo þriðja glasið og pappírsörk og spyrð hvort nokkur geti látið pappírsörkina halda því uppi, ef hún sé lögð milli hinna glasanna. Þetta getur enginn. En þá brýtur þú fehingar í örk- ina og þá bognar liún ekki undan glasinu. Aurabragð. Taktu 5-eyring, 2-eyring og 1- eyring og raðaðu þeim lilið við hlið í jjeirri röð sem nefnd var. Listin er i því fólgin að flytja 5-eyringinn þannig að hann liggi milli 2- og 1-eyringsins, en án þess að snerta 1-eyringinn og flytja 2-eyringinn. — Þú styður visifingri á 2-eyring- inn, slærð með 5-eyringnum á 2- eyringinn svo að 1-eyringurinn hrekkur frá og bil verður á milli fyrir 5-eyringinn. Q ajj Q ® ® 6-glasa bragðið. Þú raðar ö glösum eins og mynd- in sýnir, 3 eru full af vatni og 3 tóm. Nú áttu að flytja glösin þann- ig að annaðhvert glas í röðinni sé tómt, en þú mátt aðeins snerta eitt þeirra. Það er hægðarleikur þegar þú veist hvernig á að fara að því. Þú tekur nefnilega eitt glasið og hellir úr þvi í glas á réttum stað.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.