Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Síða 47

Fálkinn - 19.12.1947, Síða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 45 Péturskirkja. færara ferðafólki eru setstir að við tjöld sín. Gamall sjómaður, sem er í förinni hefir tæmt svarta- dauðaflöskuna sína strax og við komum á áfangastað í dag, og hefir síðan legið blindur inn í tjaldi sínu, en sæll á sína vísu. Eg undraðist hans ferðalag. Virð- ist næstum ofrausn að aka norð- an frá Skjálfanda fram í Herðu- breiðarlindir til þess að drekka sig blindan af svartadauða. Það kvöldar. Sólin hverfur bak við fjöllin í vestri. Hljóðlátt húm júlínæturinnar breiðist yfir öræf- in. Hægur sunnanblær hvíslar í víðilaufinu og bærir mjúklega blöðin á hvannstóðinu. Ferðafólk- ið safnast saman umhverfis bál sem kynnt er með sprekum og gömlum hvannanjólum. Sögur eru sagðar og kvæði sungin. Óþving- uð og prúð glaðværð ríkir í hópn- um. Eg yfirgef bálið og ferðafélag- ana, og leita kyrrðarinnar í þétt- um víðirunna í hraunjaðrinum. Eg get ekki hrundið úr huganum áhrifunum, sem ég varð fyrir í dag í kofa Fjalla-Eyvindar. — Hugsunin um ömurleg örlög hins sakfellda útlaga, sem hér barðist um skeið fyrir lífi sínu, við óblíða náttúru, meinar mér að gerast þátttakandi í gleðskap ferðafélag- anna. 1 huganum fylgi ég Eyvindi yfir öræfin er hann slapp úr haldi í Reykjahlíð, uns hann tók sér hér vetursetu. Eg sé hann hvílast ferðlúinn og sárfættan í mjúkum mosabeði hér við Lindirnar. Eg sé hann einnig berjast hér við hríð, myrkur og hörku skamm- degisnáttanna. — En það er önn- ur saga, sem ekki verður sögð hér. Það dimmir. Skærar stjörnur tindra á bláhvolfi himinsins. Sunn- anblærinn hverfur. Köld nótt rík- ir. Bálið er kulnað. Ferðafólkið hverfur til náða í tjöldunum. Eg hristi af mér martröð hugsunar- innar um kalda og soltna útlag- ann, og hverf inn í bílinn þar sem ég gisti í nótt. Um leið og ég sveipa mig teppinu og leggst útaf, sé ég hvar einn ferðafélagi minn, sem sefur í næsta bíl, og þótt hefir of þröngt að liggja í sætinu, hefir fundið það snjallræði að stinga fótunum upp að hnjám út um op- inn gluggann. Þarna birtist hinn dásamlegi hæfileiki mannanna til að laga sig eftir umhverfinu enn þá í einni nýrri mynd. Um það bil sem mér hverfur vökuvitundin heyri ég að nokkr- ir ferðafélagar okkar, sem geng- ið hafa á Herðubreið eru að koma heim í tjaldstaðinn. Um sólarupprás næsta morgun rís ferðafólkið af hvílubeði, snæð- ir morgunverð og býst til heim- ferðar. Hrollkalt er, því nokkurt frost hefir verið um nóttina. — Herðubreið er sveipuð léttum hvítum þokuslæðum, sem eyðast smátt og smátt fyrir ylgeislum sólarinnar. Eg lít yfir Herðubreiðarlindir að skilnaði. Blátærar streyma þær og hjala eins og þegar við komum hingað. Hvannastóðið speglast í fleti þeirra. — Innan stundar mun órofin öræfaþögnin ríkja hér eins og áður en við komum. Merki heimsóknar okk- ar sést þó glöggt. Troðningarnir í grasinu benda ljóst á það sem verða mun ef straumur ferða- fólks leggst hingað. Ef til vill er það fyrir bestu, að Jökulsá teygir arm sinn æ ákveðnar hér vestur með hraunjaðrinum, norðan við lindirnar, og torveldar ferðirnar þangað. Máske er meiri ástæða að fagna þeirri friðunarráðstöf- un náttúruaflanna, heldur en að harma torfæruna. Tjöldum er svift og bílarnir settir í gang. Innan lítillar stund- « ar erum við komin heilu og höldnu og höldum yfir Jökulsárkvíslina og aksturinn norður sandana hefst. Það hlýnar. Loftið yfir söndun- um hitnar. Tíbráin bylgjast og titrar allt umhverfis. Ævintýrar- legar hyllingar hefjast norður á söndunum, Skógar, vötn, skip á höfum úti. Blómleg býli, hjarðir kvikfénaðar. Allt ber þetta fyrir augu vegfarandans eins og leift- urmyndir. Móbrúnir rykstrókar teygjast hátt í loft upp, þar sem loftið hefir hitnað mest yfir sönd- unum. Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augun, raunverulegt eða blekkingar. Við berumst heimleiðis til dag- legra starfa. Sæl og glöð erum við yfir því að hafa fengið að njóta íslenskrar öræfadýrðar, þó F'jalla-Bensi kemur úr Eyvindarkofa. að ekki væri nema stutta stund. Undir bílsætinu varðveitti ég eina eyrarrós, sem ég hafði grafið upp með rótum, og ætla að freista að gróðursetja í garðinum heima. Framtíðin sker úr því hvernig hún unir fóstrinu út við hafið. Við komumst heil á húfi yfir Lindá hjá Lindhorni og ökum þaðan norður eftir sömu slóð og við komum í gær. Þegar við nálg- umst Grafarlönd er ákveðið að leggja krók á leiðina og koma þar við. Við staðnæmdumst hjá all stórri tjörn sem er umvafin grón- um bökkum. Þar eru ljósmyndir teknar af öllum hópnum. Síðan dreifist hópurinn út í hraunjaðar- inn. Eg setst ásamt einum sam- ferðamanninum í gróna laut skammt frá tjörninni. dag er hér ilmur úr grasi og faðmlag jarðarinnar hlýtt og mjúkt. Máske var það þó hér, sem Grafarlanda- Björn lagðist til hvíldar á freran- um, er hann týndi lífi í Grafar- löndum um hávetur fyrir manns- aldri síðan. Og enn velta hjólin heimleiðis. Næsti áfanginn er í Hrossáborg- arlindum. Þar setjumst við að snæðingi í brennheitum sandin- um. Að því loknu er ekið að Pét- urskirkju við jaðar Nýjahrauns. Péturskirkja er sæluhús, reist til afnota fyrir f járleitarmenn úr Mý- vatnssveit fyrir forgöngu Péturs Jónssonar bónda og gestgjafa í Reykjahlíð, og ber sæluhúsið nafn hans. Ekki veit ég hvort þar eru nokkurn tíma sungnar helgar tíð- ir, svo sem draga mætti af nafn- inu, en fullyrða má að margar hljóðlátar þakkargjörðir færa hugir þreyttra manna er þeir ná þarna í skjól, kaldir og hraktir eftir erfiða dagleið á fjöllum. — Gestabók er í sæluhúsinu, sem í er skráður margskonar fróðleík- ur bæði í bundnu og óbundnu máli. Leiðin sækist vel. Brátt erum viðstödd á Námaskaði. Nú ligg- ur Mývatnssveit framundan eins og útbreitt landabréf. Blá hita- móða titrar yfir sveitinni. 1 því ljósi eru allar línur mýkri en ella. Við horfum hugfangin yfir hið svipfagra og tilbreytingaríka hér- að, og okkur skilst að rammar taugar hljóti að tengja hvern þann mann eða konu, sem vaxin er upp í faðmi þessarar fjallabyggð- ar, við föðurtúnin. Þegar við ökum suður með Mý- vatni að austan, sveimar rykmý- ið yfir víkum og vogum i þéttum skýjum. Stundum ókum við í gegn um mökkinn, sem dynur á bílrúð- unum eins og haglél. Bílarnir erfiða upp brekkuna norðan við Helluvað. Eyrarrósirn- ar á barmi farðakvennanna eru nú orðnar hnipnar og fölnaðar En minningin um dýrðlegan dag í skauti íslenskra háfjalla mun ekki blikna í brjóstum þeirra, sem öræfin hafa veitt blíðu sina jafn örlátlega og okkur, sem nú hverfum heim til daglegra starfa Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksm. og hús.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.