Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1948, Side 11

Fálkinn - 16.01.1948, Side 11
FÁLKINN II Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara Vetrarsólhvörf 1947. Alþjóðayfirlit. Meiri hluti plánet- anna eru í eldsmerkjum. l>a'ð bendir á aukið framkvæmdarþrek og dugnað í meðferð alþjóðaviðfangsefna — guð- móður og aukinn þróttur keinur í Ijós. Meiri hluti pláneta var í aðal- merkjum. Afstáða þessi ýtir mjög und- ir og vinnur með hinum fyrrnefndu áhrifum. Sól og Tungl eru i þessum merkjum og hafa nálega allar afstöð- ur góðar, svo það ætti að styrkja þessi áhrif. Þó eru friðaróhrifin ekki góð. Lundúnir. — Sól, Merkúr og Júpíter eru í (i. liúsi. Afstaða vinnandi stétta ætti að vera sæmileg, heilsufarið gott og fræðsluáhugi ætti að aukast. — Neptún og Mars í 5. húsi. Örðugleikar í leikliúsastarfsemi og óheillavænleg atvik gætu komið í Ijós. Dauðsföll meðal leikara. Barnafræðsla undir at- hugaverðum áhrifum. — Satúrn og Plútó í 3. liúsi. Oánægja meðal verka- manna, einkum við járnbrautir og flutningatæki. Kunnur útgefandi eða blaðamaður gæti látist. — Venus i 8. húsi. Ilefir slæmar áfstöður. Kunn hefðárfrú gæti látist. — Tungl ræður 11. lnisi. Þetta eru ekki sterk áhrif og munu því ekki áberandi áhrif þess koma i ljós. — Úran i 12. húsi. Ekki heppileg álirif fyrir góðgerðarstofnan- anir eða spítala og vinnuhæli. Berlín. — Sól, Merkúr og Júpíter í 6. húsi. Hefir Júpiter hér sterkust áhrif. Ætti afstaða verkamanna held- ur að batna ef nokkuð er. Munu mál þeirra og aðstaða mikið rædd og veitt athygli. — Mars í 5. luisi. Slæm afstaða fyrir leikhús og skemmtanir. Dauðs- föll eiga sér stað meðal þeirra er að þessum málum vinna. Neptún í 4. húsi. Bakmakk og leynilegur áróður gegn ráðendunum, sem veldur þeim auknum örðugleikum. — Satúrn og Plútó í 2. luisi. Fjárhagsafkoman slæm og hindranir miklar á úrbótatilraun- um ráðendanna. Óvæntar misgerðir koma í Ijós. — Tungl i 10. liúsi. Breytileg afstaða ráðendanna og nokk- ur óvissa, jafnvel þó að Tunglið hafi góðar afstöður, svo að þeir ættu að ná frekari hylli en áður. Moskóva. — Sól, Merkúr og Júpítcr i 5. húsi. Hefir Júpíter sterkust áhrif og ættu leikhús og leiklistarstarfsemi og skemmtanalíf að vera undir góð- um áhrifum og aukin þekking að þró- ast í þeim greinum. Stjórnarvöldin munu styðja þá starfsemi. — Satúrn og Plútó í I. húsi. Er þetta ekki bein- linis góð afstaða og mætti vænta ein- hvers urgs og óánægju og tafa á framkvæmdum almennings. Leyndar misgerðir munu koma i ljós. — Mars í 4. húsi. Ekki heppileg afstaða fyrir stjórnina og ráðendurna. Eldur gæti komið upp í opinberri byggingu og sprenging í nániu og jarðskjálfta væri von á línu 15 stigum fyrir austan Moskóvu. — Tungl i 10. liúsi. Óviss áhrif stjórnarvaldanna og breytilegar afstöður þeirra. — Úran í 11. luisi. Athugaverð afstaða í æðsta ráðinu og óvænt. Athugaverð afstaða til annarra ríkja. Tokyó. — Samgöngumálin eru mjög á dagskrá í Japan, þvi Júpiter, Merkúr og Sól eru í 3. húsi. Munu ýmsar lag- færingar framkvæmdar á flutninga- kerfi landsins. — Venus í 4. húsi. Góð afstaða lándbúnaðarins og námurekst- urs. — N'eptún i 1. húsi. Undangröft- ur mun koma í Ijós og aukin kómm- ijnistaáhrif koma til greina. — Satúrn og Plútó i 1. húsi. Slæm afstaða fyrir þingið og störf þess. Tafir og saknæm verk gætu orðið lieyrin kunn innan þeirra vébanda. — Mars í 2. húsi. Fjár- hagsástæðurnar slæmar og útgjöld nninu hækka. Washington. — Sól og Merkúr í 10. húsi. Stjórnin, afstaða liennar og á- kvarðanir nninu mjög á dagskrá og afstöðurnar yfirleitt góðar. Forsetinn ætti að hafa góða aðstöðu á þessum tima og stjórnin ætti að geta komið málum sínum i framkvæmd án litilla tafa. — Tungl í 1. liúsi. Sæmileg af- staða ahnennings, en þó dálítið breyti- leg. — Úran í 4. liúsi. Hefir hann allar afstöSur góðar. Þó gæti stjórnin átt í nokkrum óvæntum örðugleikum. — Námuslys gæti átt sér stað. — Satúrn og Plútó i 0. Iiúsi. Slæm afstaða fyrir verkamenn og þjóna og tafir á fram- kvæmdum þeim í hag. Júpíter í 9. húsi. Siglingar og utanríkisverslun ætti að glæðast. — Neptún í 7. húsi. Ekki heppileg afstaða i utanríkismál- um. ísland. Sól, Merkúr og Júpiter í 6. húsi. Allt, sem telst verkamönnum og hag þeirra og öllum þjónandi lýð niun mjög á dagskrá á þessurn tíma og eru afstöðurnar frernur góðar, svo að lagfæringar ættu að koma til greina. 1. hús. •— Tunglið ræður húsi þessu. — Breytingar nokkrar ættu að koma til greina i afstöðu almennings, sem til heilla mega teljast, og ætti þeirra að verða sérstaklega vart. 2. hús. — Tungl ræðlir einnig húsi þessu. — Hefur allar afstöður góðar nema til Venusar. Fjármál ríksisins og bankastarfsemin inunu undir góð- um áhrifum, en þó mun Venusaraf- staðan draga nokkuð úr. 3. hús. — Plútó er í þessu húsi. — Ekki álitleg afstaða með tilliti til sam- gangna, blaðaútgáfu, pósts og frétta- flutnings. Misgerðir gætu orðið heyr- in kunnar i þessum efnum. 4. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. —- Örðugleikar mcðal bænda og land- búnaðar. Andstaða stjórnarinnar getur gert lienni örðugt fyrir. 5. hús. — Neptún er í húsi þessu. — Óbeppileg atvik gætu komið til greina í leikhúsmálum og starfsemi leikliúsa. Barnafræðíja gæti orðið fyrir óvænt- um truflunum. 7. hús. — Satúrn ræður þessu húsi. ■— Örðugleikar i sambandi við við- skipti við aðrar þjóðir og tafir koma til greina í viðskiptum og einnig að nokkru i stjórnmálaviðhorfum. 8. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Hið opinbera gæti eignast fé í sam- bandi við dauðsföll þeirra, sem vinna við listir og góðgerðastarfsemi. 9. hús. — Satúrn ræður liúsi þessu. — Slæm afstaða fyrir utanríkisversl- un og siglingar. Ágreiningur gæti átt sér stað í trúmálum og lögfræðilegum viðfangsefnum. 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Slæm afstaða stjórnarinnar. — Verður liún að beita hyggindum og þolinmæði ef vel á að fara. 11. hús. — Venus og Tungl ráða Frh. á bls. U. - TÍZKUMYrVDIR - RYKFRAKKI. Það er synd að fara með loðfeld- inn út í rigningu, en þrátt fyrir það þykir slæmt að þurfa að skjálfa í regnkápu að vetrinum. Hér er lausnin: Frakki úr íbornu efni fóðraður með loðskinni, sem fest er með rennilás. Hettan er úr sama efni og frakkinn og er liægt að hneppa henni af og á eftir vxld. HÁRIÐ SKREYTT Hárskreyting er þýðingarmikið atriði vilji maður nú til dags líta reglxdega vel út, og það er undra- vert, hvernig eitt einstakt blóm, borðalykkja eða smávegis hár- skraut, getur haft mikil áhrif á útlitið. Að maður tali nú ekki um heilan blómalcrans eins og hér er um að rœða. CHIAPARELLI F YRIRMYND. Cliiaparelli er liöfundur þessa fall- ega kjóls, sem saumaður er úr brúnu idlarefni með „svuntu“ úr ferköntuðu stykki af skosku efni og er eitt hornið fest á hægri öxl og svo látið falla mjúklega niður barminn. SNYRTILEGUR FRÚARKJÓLL / þetta skipti er hugsað til þeirra gildvöxnu með hentugu sniði á ullartauskjólinn. V-lagaða sniðið á kraganum, endurtekið á pilsinu, grennir og er mjög snoturt lagt hvitri pigner ræmu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.