Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1948, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.03.1948, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Flóðin í Árnessýslu Flóð iii'ðu mikil í sveitum Ár- nessýslu í síðustu viku og ollu þung um búsifjum víða. Mest þó á Sel- fossi og nærsveitum. Hinar látlausu '’igningar og hlýindi lögðust ])ar á eitt. Jöklar þiðnuðu mjög og jökul- ár uxu. Itegnið jók vatnselginn í ánum á leið til sjávar, og allan fall- inn snjó ieysti. Mestir urðu vatna- vextirnir í Hvítá og þverám henn- ar. Er talið að vextir ánna liafi verið eng'u minni en árið 1930. Selfoss. Þar náðu flóðin hámarki aðfara- nótt föstudagsins 5. mars. Flæddi vatn inn i kjallara flestra ibúðar- húsanna á bökkum Ölfusár og varð vatn í þcim ýmist i hné eða allt upp í mitti. Fluttu fjölskyldurnar úr íbúðakjöllurunum upp á efri hæðirnar með innbú sitt, jmgar séð var, hvert stefndi. Mikið tjón hefir samt orðið á íbúðum þessum, t. d. á málningu, dúkum o. fl. Tryggva- l'lóöiö að Selfossi séö úr lofti. skáli varð umflotinn af vatni og í veitingaskálanum sjálfum var hné- djúpt vatn. Bifreiðaverkstæði Kaup- félags Árnesinga varð liart úti. Flóði þar vatn yfir allar vélar þær, sem ekki höfðu verið hafðar á brott, og varð vatnið þar allt að % meter á dýpt í viðgerðarsal. Var gripið til smábáta til þess að komast ferða sinna, því að ekki varð komist til sumra húsanna öðruvísi. Ekki náði vatnið að flæða yfir brúarsporða Ölfusárbrúarinnar, en mjótt var þó á mununum. Straum- þungt var í ])rengslunum við brúna, og tók vatnselgurinn bragga einn neðan brúarinnar með sér. —• Vatn- leiðslan til þorpsins, sem liggur undir nýju brúnni, Iirökk sundur og var þorpið vatnslaust um tíma. Hægt var að koma krana í vatns- æðina og bjargaði það frá vatns- skortinum. •— Vinna stöðvaðist við mjólkurbúið og í bifreiðaverkstæð- inu og yfirleitt var allt athafnalíf í hlekkjum. Á laugardag hafði dregið úr flóð- um og liús stóðu aftur á þurru. Flóinn, Skeiöin og Ölfusið. Á Skeiðum varð flóðið að sögn manna stórum meira en árið 1930. Flóði Ilvítá yfir bakkana og ein- angraði bæina i Ólafsvallahverfinu, 7 að tölu. Varð fénaði í Norðurgarði með naumindum bjargað úr fjár- húsi. Vatnið náði kindunum í síð- ur, þegar björgun barst. Bærinn Útverk, sem stendur norðar og nær ánni einangraðist einnig' alveg. Um- ferð var öll á bátum. •— Fyrir sunn- Hesthús á Selfossi á kafi í flóðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.