Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.03.1948, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldssaga með myndum Oliver Twist Endursögð eftir skáldsögu Charles Dickens Theodór Árnason Merkir tónsnillingar: Eitt kvöld bar falleg'a, en fátæka og veika konu að garði í húsi einu skammt frá London. — Af Jjví að )iún var öreigi var hún sett á fá- tækrahælið, og þar lagðist hún. Skömmu síðar fæddist henni barn — fallegur lítill drengur. Læknirinn tók á hendinni á lienni. Þar var enginn giftingar- liringur. Þetta var gamla sagan. — Lofið mér að sjá barnið mitt áður en ég dey, sagði hún. Svo kyssti hún barnið, og skömmu síðar sofn- aði hún og' vaknaði aldrei aftnr. Sveitarstjórnin hafði fengið nýj- an ómaga, sem alls ekki var vel- kominn. Hún kom barninu fyrir á uppeldishælinu hjá frú Mann, sem tók börn í fóstur fyrir 8 pence á viku. Það nægði tæplega fyrir lé- legum mat livað þá meira. — Þar ólst Oliver litli upp við sult og seyru. Og þarna liittum við Iiann nú á afmælisdaginn hans þegar hann er að verða níu ára. Hann var læst- ur inni í kolakjallaranum ásamt jafnöldrum sínum, sem höfðu verið svo frekir að kvarta um sult. Sveitarstjórnin lagði sig í frain- króka að reyna að komast að nafni foreldra drengsins en það var á- rangurslaust. — Afmælisdagurinn leið án þess að frú Mann gerði nokkurn dagamun, en sveitarstjórnin tók eftir deginum. Og nú kom ineist- ari Bunible, erindreki hennar, í fullum skrúða og bað um að fá að tala við drenginn. Frú Mann bauð honum brennivín og talaði við liann meðan verið var að sækja Oliver í kjallarann, þvo honum og færa hann í ný föt. Það var venjan að ])egar börnin voru niu ára áttu þau að sjá fyrir sér sjálf og verða matvinnungar. Og nú kvaddi Oliver fóstru sína. Hann vatnaði músum, ekki beinlínis af þvi að hann sæi eftir frú Mann heldur þótti honum leitt að skilja við liina drepgina. Svo labbaði hann á burt með sendimanninum, er fór með liann til sveitarstjórnar- innar. Hún átli að ráða livað gert yrði við hann. — Oliver var lítill og veiklulegur og þótti þvi ekki fær til erfiðisvinnu. Það var afráðið að hann skyldi byrja að tægja sund- ur hamp. Á vinnustofunni var Oliver með ýmsum öðrum drengjum frá fátækra liælinu. Sveitarstjórnin hafði ákveð- ið matarskammtinn handa drengj- unum í samráði við forstöðumann- inn og gát var liöfð á þvi að liann væri ekki of stór. Drengirnir fengu disk af þunnri hafrasúpu þrisvar á dag og urðu aldrei saddir. Var Oliver gerður út af örkinni til að biðja um meira. •— Forstöðumaður- Emil Ml/narski (1870—1935). Hann var fæddur í Kibarty í Pól- landi, hinn 18. júlí 1870. Óvenju mikilla tónlistarhæfileika gætti hjá honum kornungum og fékk hann á- gæta undirstöðutilsögn í fiðluleik heima fyrir og síðar í Varsjá, en þar lagði liann einnig stund á hljóm- fræðinám og „komposition“. Svo efnilegur fiðluleikari var hann þá, að til þess þótti kostandi, að senda hann til Pétursborgar, til hins lieims- fræga kennara, Leopolds Auer, en hann tók ekki að sér að kenna öðr- um en þeim, sem hann taldi hafa afburða hæfileika, enda ól hann upp hvern fiðlusnillinginn á fætur öðr- um, sem heimsfrægir urðu síðan, og má þar til nefna Mischa Elman, Heifetz, Zimbalist, Kathleen Parlow, Isolde Menges o. fl. Varð Mlynarski snillingur á borð við þetta fólk, en fór aðrar leiðir. Hann hélt að vísu hljómleika víða, bæði í rússneskum og pólskum borgum, og var dáður mjög. En hæfileikar hans voru fjöl- þættari, því að hann var tónskáld gott og liafði ágæta hljómsveitar- stjóra-hæfileika. Og' þegar hann kom til Varsjár 1893, eða aðeins 23 ára gamall, var hann kjörinn vara-hljóm sveitarstjóri sýmfóníuhljómsveit- innar En aðalhljómsveitarstjóri Varsjár-óperunar og fílharmóniska félagsins var hann árin 1901—1905. Árið 1907 stjórnaði hann London Symphony Orchestra og 1910 tók hann að sér endurskipulagningu og stjórn The Scottish Symphony Or- cliestra og er ]iað ef til vill einn merkasti þátturinn í tónlistarstarfi hans. Þessi hljómsveit var upphaf- lega stofnuð árið 1891 í því augna- miði „að kynna og glæða áhuga í Skotlandi á sigildri hljómsveitartón- list“, og' skyldi hljómsveitin halda hljómleika víðsvegar um landið eftir því sem við yrði komið. Voru hljóð- færaleikarar i sveitinni 80 talsins. Aðalbækistöðvar hennar voru í Glasgow og haust og vetur voru hljómleikar haldnir þar og í Edin- borg, og öðru hvoru einnig í Aber- deen, Dundee, Paisley, Greenock og víðar. Gekk á ýmsu fyrir hljóm- sveil þessari og voru fyrir hcnni margir liljómsveitarstjórar áður en Mlynarki tók við henni árið 1910. Hafði hann stjórn sveitarinnar með höndum í 0 ár og er mjög til þess tekið, hversu miklum stakkaskipt- um og góðum hljómsveitin hafði tekið undir stójrn hans og hversu mikla alúð og elju hann hafði lagt í starf sitl fyrir liana. (Þess skal getið, að við liljómsveitinni tók Landon Ronald, þegar Mlynarski lét af starfinu). Til Póllands kom Mlynarski ekki aftur fyrr en árið 1919 og tók þá aftur við stjórn óperunnar og tón- rh.F á bls. 10. inn varð fyrst mállaus yfir þessari frekju, en þegar hann fékk málið náði hann í Bumble og kærði og nú var gerð skýrsla um þetta fá- lieyrða brot!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.