Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur: „Eftirlitsmaðurinn** Höfundur: N. V. Gogol — Þýðandi: Sigurður Grímsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Frá vinstri: Haraldur Björnsson, Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephen- sen og Valdimar Helgason i hlut verkum hinna spilltu embættis- manna. Það var ánægjuleg' skemmtun að liorfa ó frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur á „Eftirlitsmanninum" fyrir helgina. Leikendurnir viriust margir hverjir í essinu sínu, og leikurinn sjálfur er meö léttum hlæ og spaugileg ádrepa ó auðmenn og embættismenn á rússneska keisara- tímabilinu austur þar. „Eftirlitsmaðurinn" er sígilt verk, samið fyrir rúmri öld, og i vetur hefir það verið sýnt á vegum iiins fræga „01 d Vic“ (The Old Vic Company) í London. Auk þess liefir það bæði verið sýnt í Osló og Bergen í vetur. Höfundur „Eftirlitsmannsins“ er úkrainska skáldið Nikolaj Vasiljevitch Gogol. Hann er fæddur árið 1809 í nánd við Poltava. Gogol var vel gefinn maður og gamansamur. Tók hann snemma að hneigjast til skáld- skapar og hefir skrifað margar sögur um rússneskt sveitalíf. Hann var draumóragjarn maður og vildi hin- um smáu vel. Vildi hann styðja allt er til umhóta liorfði fyrir þó, en var ei fyiginn sér að sama skapi. Ádeiluleikritið á embættismanna- stéttina, „Eftiriitsmanhinn" skrif- aði liann eftir kynnum sínum af lieldra fólkinu- í Pétursborg. Kom það út órið 1836 og varð injög um- talað. Var liann þá þegar orðinn vin sæll rithöfundur í landi sinu og naut þar margra góðra skálda, svo sem Pusjkins, sem greiddu götu lians eftir megni. Alþýðan fagnaði „Eft- irlitsmanninum", en embættismenn- irnir brugðust reiðir við. Keisarinn lét aftur á móti sýna leikinn fyrir broddum sínum. Hann taidi þá geta lært af honum. — Gogol liröklaðist síðan víða og varð bilaður á sinn- inu. Ofstæki og ofsatfú urðu hon- um óbeint að aldurtila. Hann and- aðist órið 1852, liðlega fertugur. Tvö meginlilutverk gamanleiks þessa eru horgarstjórinn Anton Antonovitch og Ivan Alexandro- vitch Hlestakov, ritari í stjórnar- ráðinu. Borgarstjóri á von á opin- berum eftirlitsmanni til borgarinn- ar og gerir allt sitt besta til að und- irbúa komu hans. Ekki veitir held- ur af, því að embættismenn borg- arinnar eru mestu Jabbakútar og borgarstjórinn sjálfur enginn skör- ungur á neinu sviði, heldur mesti tyrðiltappi. En svo vill til, að auðnu leysinginn Ivan Alexandrovitch er tekinn fyrir hinn tigna eftirlits- mann í misgáningi. Vefur hann em- bættismönnunum um fingur sér og daðrar við horgarstjórafrúna og dóttur hennar. Ber þar margt spaugi- iegt við. Borgarstjórann leikur Har- aldur Björnsson af lífi og sál. Nær hann sér ágætlega upp í hlutverk- inu og setur skemmtilegan svip á mörg atriðin. Alfreð Andrésson leik- ur lausingjann Ivan Alexandrovitch með ágætum. Er hlutverk hans stórt og skemmtilegt. Alfreð var fagnað sérstaldega af leikhúsgestum, þar sem hann nú kemur á sviðið eftir tveggja ára fjarveru. Guðný Péturs- dóttir leikur dóttur borgarstjórans og Anna Guðmundsdóttir konu hans. Sóma þær sér báðar vel í hlutverk- unum. Frúin er liið mesta tildurs- kvendi, hégómleg og aristókratisk í eðli sínu. Svo koma syndaselirnir, lielstu embættismenn borgarinnar: Þorsteinn Ö. Stephensen leikur fræðslumálastjórann, óframfærna rolu. Gervi hans er gott, eins og þau flest eru. Valur Gíslason leikur Iiéraðsdómarann, sem liugsar meira um hunda en réttvisina, Valdimar Ifelgason heilbrigðisfulltrúann, sem Borgarstjórinn (Haraldur Björns son) segir nokkur velvalin orð 1 við lögreglustjórann (Lárns Ing- ólfsson). Jarðeigendurhir (Ævar Kvaran og Þorgrimur Einars- son) standa að baki. . i ætlar að liagnast á rógburði um fé- laga sína, og Brgnjólfur Jóhaiuiesson póstmeistarann sem hefir sér það til dundurs að grúska i skemmti- legustu bréfunum, sem um póslhúsið fara. Er gaman að öllum þessum körlum. Ævar /?. Kvaran, Þorgrim- ur Einarsson, Wilhelm Norðfjörð, Lárus Ingólfsson, Jón Aðils, Lárus Páisson, Soffía Karlsdóttir, Ingibjörg Steinsdóttir, Inga Laxness, Gestur Pátsson og Nína Sveinsdóttir fara öll með smærri hlutverk. Eru þau yfirleitt öll mjög sómasamlega af hendi leyst. Soffía Karlsdóttir, sem leikur Avdatju, stúlku hjá borgar- stjóranum, hálfskrýtna, er í mjög skemmtilegu gervi og dregur að sér töluverða athygli. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Hef- ir lionum tekist ágætlega. Sigurður Grimsson liefir þýtt leikinn vel. Gagnkvæm aðdáun. — Nokkriv franskir þjóðdansarar frá Pro- vence komn iil London fyrir skömmu til þess að halda sijn- ingar. Noluðu þeir tækifærið til að heimsækja „beef-eaters“ i Towers. Þeir ganga í litfögr- um einkennisbúningum. Þótti þeim einnig mikið konui til búninga Frakkanna. Frá Falklandseyjum. — Falldandseyjar lmfa nú að undanförnu orðið að þrætuepli milli Bretlands, Argentínu og Chile. Bret- ar lmfa sent herskip til eyjanna til þess að gæta hagsmuna sinna þar. — Hér sést bresk varðsveit í Port Lockroy á Falk- landseyjum við mælingavinnu við rætur Wall-fjalls. Á heimili borgarstjórans. Talið frá vinstri: Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Valdimar Helgason, Haraldur Björnsson, Alfred Andrés- son, Guðný Pétursdóttir, Anna Guðmundsdóttir. Þorgrimur Ein- arsson og Ævar R. Kvaran standa að baki þeim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.