Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
VNBS9V
U/SNbUKNIR
Þegar Kínverjar síma
Kínverjar liafa ekkert stafróf i
þeirri merkingu sem við skiljum, en
þeir nota ritmál, sem er sett saman
úr merkjum, sem livort um sig tákn-
ar heilt orð. Þessvegna eru 40—50
þúsund merki í kínversku orðabók-
unum, og þó að maður geti bjargað
sér ef maður kann svo sem fimmta
hlutann af þessum merkjum, þá
getur maður samt lent í vandræðum.
Og hvernig fer þegar Kínverjinn
jjarf að síma, Morse-stafrófið með
punktum og strikum fyrir hvern
staf, er ekki hægt að nota því að
þau ná aðeins til stafrófs Vestur-
landa og varla það.
Þegar Stóra Norræna Ritsímafélag-
ið danska fór að reka síma i Kína
átti það því úr vöndu að ráða. Og
loks varð það úr að valin voru nauð
synlcgustu orðin og þau táknuð með
ákveðinni tötu. Nú er notaður sím-
lykill með tölunum frá 0 til 9999,
en það er unnið að því að finna
hentugri aðferðir, því að það er erf-
itt fyrir símritarann að fletta upp
tölunum fyrir hvert merki, þegar
Kínverjinn kemur með skeyti á
sínu máli, og viðtökustöðin verður
svo að ráða úr tolunum aftur.
Dönsku símritararnir áttu erfiða
daga í Kína fyrst i stað, því að
Kínvcrjar töldu símann galdur. Kín-
verjarnir söguðu sundur símastaur-
ana og gerðu símanum allt til bölv-
unar.
TII^DIRDUFLIÐ
13. Jolin svaraði: Rétt er það,
hann kemur brátt.“ Hann kveikti i
pípu og hélt áfram: „En ég ætla
fnér ekld að bíða eftir honum, —
og jjað er lieldur ekki á hverjum
degi, serli við fáum slíka veiði.“
Siðan gekk John að litlu kænunni,
sem þeim höfðu meðferðis. Hann
sagði: „Á ég að róa einn út að
duflinu?" Allir vissu, að hann gat
ekki farið eínn og losað duflið úr
netinu. Tom gamli gekk þá til skif)-
stjórans og sagði: „Eg held það sé
ekki áhættunnar vert. Eg kem með
þér.“ Einn háseti bættist i hópinn.
Hann hafði riffil með sér.
14. Kænunni var nú fírað niður,
og gætilega reru hinir 3 út að dufl-
inu, þar sem það hafði flækst i
netinu. Það var stórt og þakið
þangi. Tom gamli hélt kænunni hlé-
megin við duflið, en John var í
stafni og teygði sig út yfir netið
Varkárnisjega tók hann að skera
stykki úr netinu með vasahníf sín-
um. Hann ætlaði að losa duflið.
Hvað eftir annað munaði minnstu,
að duflið skylli á kinnung bátsins,
en alltaf var heppnin með þeim.
Framhald í næsta bladi.
Úr kvenfélagsblaðinu: —: Basar
verður lialdinn í samkomuliúsinu
á föstudaginn kemur. Allar félags-
konur fá Jjar ágætt tækifæri til að
losna við ýmisl'egt, sem þær Jnirfa
ekki á að halda, en er of gott til að
fleygja Jjví. Munið eftir að taka
mennina yðar með ykkur!
Prófessorinn: — Nú tekur út yfir.
Maðurinn sem ég var að kenna að
þjálfa minnið, hefir alveg gleymt
að borga mér fyrir námið.
Eftir 35 ára aldur fer maður að
gera sér lnigmyndir um konuna.
Þangað til hefir maður aðeins til-
finningar. Austin O’Malley.
Börn eru huggun í ellinni og þau
hjálpa til að flýta fyrir að hún
komi. Lionel Kaufman.
Því fleira sem maður skammast
sín fyrir, Jjví virðingarverðari er
hann. Georg Bernard Shaiv.
Líka mistókst það núna!
S k r ítl u r
— Gæli ekki komið til að fá
launahœkkun, þar sem ég vinn
þriggja ma'nna verk?
-— Láiinghækkun getið þér ekki
fengið — -— en segið mér nöfnin
á hinum tveimur, því að ég œtla að
segja þeim npp.
■—• Jú, maðurinn minn hefir feng-
ið atvinnu aflur. Það er eittlwað i
banka —.
— Hefir fólkið linnustunnar þinn-
ar viðurkennt þig, sem einn af
fjölskyldnnni?
— Já, i gœr var ég hundskammað-
ur af þvi að ég notaði gestahand-
klæðið:
— Hér er gestur til yðar!
~gg~
# HXFSSA NÐt COLA DMKKUK KS