Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
Charles Dickens:
Fátækur ættingi
Hann færðist eins og hann gat
undan því að verða fyrstur til að
segja sögu, þarna sem þau sátu og
nutu lífsins kringum arineldinn um
jólaleytið. Þarna voru svo margir
honum fremri úr fjölskyldunni sam-
an, og hann lagði það til, hægur og
hógvær, að John, sem var svo á-
gætur g'estgjafi, væri rétti maður-
inn til að byrja. Því eins og hann
sagði, — hann var ekki vanur að
gefa tóninn og þessvegna ........
En af því að allir hinir voru svo
sammáia um að hann gæti og ætti
að verða fyrstur, og hann skildi
að hann gat ekki komið sér undan
því, herti hann upp hug'ann og
byrjaði:
— Eg er ekki í vafa um, að það
sem ég segi mun koma allri fjöl-
skyldunni mjög á óvart. Eg á þar
fyrst og fremst við John, sem við
eigum svo mikið að þakka fyrir
alla gestrisnina, sem hann hefir sýnt
okkur í dag. En ef eitthvert ykkar
hinna yrði líka hissa á því, sem
snertir sjálfan mig, þá ætla ég að
leggja áherslu á það fyrirfram, að
allt sem ég segi er rétt og nákvæm-
lega hermt.
— Eg er allt annar maður en fólk
heldur mig vera. og þessvegna er
best að minnast dálítið á það fyrst
hvað fólk heldur um mig. Ef mér
skjátlast ekki þá halda margir, að
ég liafi verið sjálfum mér verstur
um ævina.
Fátæki maðurinn leit kringum sig,
góðlegum, mildum augtim. Svo hélt
hann áfram:
— Fólk heldur að ég hafi verið
óheppinn með flest, sem ég hefi
fengist við. Eg var of meinlaus til að
vera kaupsýslumaður. Eg tók ekki
eftir því að félagi minn vann á móti
mér og fór á bak við mig, til þess
að hagnast sjálfur. Fólk heldur að
ég liafi verið óheppinn í ástum
vegna þess að ég treysti Christiane
í blindni og lét mér ekki til hugar
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprent
koma að hún brygðist mér. Eg
missti af stuðningi Chills frænda
míns, af því að ég kom mér ekki
fyrir á þann hátt, sem hann óskaði.
Og fólk Iieldur að ég hafi verið liafð-
ur að fífli alla inína ævi og verið
hundsaður á allan hátt. Eg hefi ver-
ið álitinn gamall piparsveinn, sem
hefi ekki annað framfæri en ofurlít-
inn ellistyrk. Og .... mér finnst
að Jolin, okkar góða gestgjafa muni
ekki vera að skapi að ég fari nán-
ar út í þá sálma. Jæja, liugmynd-
irnar, sem fólk gerir sér um mig
og lifnaðarháttu mína eru hérumbil
svona:
—■ Eg á heima í Clapham Road.
Hefi laglegt og lireint kvistherbergi
í mjög sómasamlegu húsi. Húsbænd-
ur mínir vilja lielst að ég sé ekki
heima á daginn, nema þegar ég
er veikur, og jiessvegna er ég van-
ur að fara út klukkan 9 á morg'n-
ana — eins og ég væri að fara á
skrifstofuna mína.
Morgunverðurinn, tvær sneiðar af
smurðu brauði og kaffibolla, fæ
ég á gamla kaffihúsinu við West-
minster Bridge. Og svo fer ég inn
í City, ég veit í rauninni ekki hvers-
vegna, og labba kring'um kauphöll-
ina og fínu staðina, sem kaupmang-
ararnir borða hádegisverðinn á. Svo
gægist ég inn í nokkrar skrifstofur
og verslanir og heilsa ættingjum og
vinum. Þeg'ar kalt er í veðri er ég
vanur að orna mér við ofrtinn áður
en ég fer út aftur.
— Með þessu móti fæ ég dag'inn
til að liða fram til klukkan fimm.
Þá borða ég miðdegisverð, hann
kostar einn shilling og þrjú pence.
Og af því að dagur er ekki enn að
kvöldi kominn, lít ég aftur inn í
kaffiliúsið, sem ég kem í á morgn-
ana, og fæ mér tebolla, stundum
með glóðarbakaðri brauðsneið. Þeg-
ar klukkan sýnir mér að kominn er
háttatími fer ég til Clapham Road,
og undir eins og ég er kominn inn í
herbergið mitt fer ég að liátta. Elds-
neytið er svo dýrt og fjölskyldan,
sem ég bý hjá, vill lielst ekki láta
leggja í. Það er svo mikið umstang
við það, og herbergið getur skitn-
að út.
— Stundum sýnir einhver ætl-
ingi minn eða annar kunningi mér
þá-velvild að bjóða mér í miðdeg-
isverð. Þá er hátíð hjá mér. Venju-
lega geng ég lengi i skemmtigarðin-
um áður. Eg er einmana og sjald-
gæft að nokkur eigi samleið með
mér. Ekki svo að skilja að fólk
sneiði hjá mér af því að ég sé lé-
lega klæddur. Nei, ég er alltaf í
sama laglega frakkanum. En það
er komið upp í vana fyrir mér að
tala hægt og yfirleitt er ég fátalaður,
svo að ég skil vel að fólki þyki
ekkert gaman að mér. Það væri
annað ef ég væri andríkur og'
skemmtilegur.
— Eitt ljós á ég þó i einverunni
og það er elsta barnið hans frænda
míns, liann Frank litli. Mér þykir
vænt um þetta barn, og Frank er
líka ósegjanlega góður við mig.
Hann er að eðlisfari kyrrlátur og
ofurlítið feiminn, og í hóp félaga
sinna sést stundum yfir hann og
hann gleymist. En okkur semur á-
gætlega. Mér finnst á mér, að vesl-
ings barnið muni á sinum tíma fá
líka aðstöðu innan fjölskyldunnar
og ég hefi nú. Við tölum ekki mik-
ið saman, en Jíður svo prýðilega
þeg'ar við erum nálægt hvor öðrum.
— Þegar við göngum saman held
ég alltaf í höndina á honum. Þeg
ar hann var ofurlitil 1 var ég vanur
að fara með hann í leikfangabúð-
irnar. Við gengum á milli og horfð-
um i gluggana. Og honum skildist
fljótt, að ég mundi liafa keypt mik-
ið af leikföngum lianda honum, ef
ég befði haft nokkra penina til þess.
— Við Frank litli göngum um og
horfum á London Bridge, Westmin-
ster Bridge og Nelsonsvarðann. Hann
er hrifinn af minnismerkjunum og
hefir gaman af að sjá margt annað,
sem við fáum að sjá ólceypis. Einu
sinni þegar ég var á gangi með hon-
um í Lombard Street — þar göng-
um við oft -— og sagði lionum, að
liér væru ógrynni auðæfa saman
komin, varð liann alveg’ forviða. Og
einn daginn er við fórnm þar um,
því að Frank var svo hrifinn af
þessari götu, sagði maður einn við
mig um leið og hann smeygði sér
bjá: — Hann sonur yðar litli missti
vettlinginn sinn.
— Eg segi ykkur alveg satt — já,
ég bið ykkur um að sýna mér um-
burðarlyndi, að ég nefni svona smá-
- muni -— en ég lirærðist við að
maðurinn skyldi óviljandi kalla
drenginn son ininn. Eg fékk tár í
augun.
— Innan skamms á Frank að fara
í heimavistarskóla uppi i sveit og þá
veil ég svei mér ekki hvað verður
um mig. En ég liefi afráðið að heim-
sækja hann í hvert skipti, sem hann
fær mánaðarleyfi. Eg hefi komist að
þvi, að þá leika nemendurnir sér á
íþróttavelli rétt hjá skólanunl. Ef
eittbvað verður fundið að jiví að
ég heimsæki liann jiá ætla ég að
standa álengdar fjær svo að ég sjái
hann en hann ekki mig', og hverfa
svo þegjandi á burt aftur.' Eg vil
ekki að hann komist í geðshrær-
ingu. Móðir hans er af fínu fólki,
og luin er alveg í öngum sínum út af
því, að við skulum vera svona mik-
ið saman. Eg veit að vísu að ég er
ekki maður til að laga skávankana,
sem á lionum eru, en ég lield að
liann mundi sakna mín ef ég segði
alveg skilið við hann.
— Þegar ég dey þá verður það
ekki margt, sem ég læt eftir mig.
En ég á smámynd af litlum dreng
með ærlegt andlit og stór augu,
með livítan kraga um hálsinn, sem
fellur niður á axlirnar. Móðir min
lét mála jiað og það á að vera af
mér, þó að ég eigi erfitt með að
skilja, að ég hafi nokkurntíma lit-
ið þannig út. Það er ekki ómaksins
vcrt að selja það og þessvegna lang-
ar mig til að Frank fái það. Eg
hefi skrifað ofurlítið bréf, sem á
að fylgja myndinni, og í því segi
ég drengnum mínum, að það hryggi
mig mikið að verða að skiljast frá
honum, enda þótt ég sjái enga skyn-
samlega ástæðu til að vera hér leng-
ur. Eg hefi gefið honum ráð, ofur
stutt ráð. Það besta sem er til, og
að lokum bið ég hann um að reyna
að forðast að vera sjálfum sér verst-
ur hér í lífinu. Og ég hefi reynt að
hugga hann, því að ég er hræddur
um að liann telji sér missi að mér.
Eg hefi útskýrt greinilega fyrir lion-
um, að ég sé öldungis ójiarfur öll-
um nema kannske honum.
— Jæja, svona hugsar fólk yfir-
leitt að ég sé, sagði fátæki ætting-
inn og hækkaði nú röddina lítið
eitt. — En nú er það afar merkileg
ástæða, sem er til þessa, er ég hefi
sagt frá. Og mig langar til að tala
nánar um hana.
— Líf mitt og ævikjör eru alls
ekki eins og ég hefi sagt. Eg á ekki
einu sinni heima í Clapham Road.
Þessvegna kem ég mjög sjaldan þang
að. Eg er að jafnaði — þó undarlegt
megi heita — i höll. Eg á ekki við
gamla aðalsmannahöll, lieldur bygg-
ingu, sem allir kannast við undir
jivi nafni. Og j)að sem eg segi
ykkur nú, á rót sína að rekja þang-
að:
— Eg var ungur maður, 25 ára,
þegar ég tók John Spatter, sem þá
var skrifari hjá mér, i félag við
mig. Eg átti heima hjá CIúll frænda
minum, sem ætlaði að arfleiða mig
að miklum eignum. Um jiær mundir
herti ég upp liugann og hað Christ-
iane. Eg liafði elskað hana lengi.
Hún var verulega lagleg og einstak-
lega aðlaðandi stúlka. Mér var að
visu ekkert um liana móður hennar,
sem var ekkja, því að mér virtist
hún vera slæg, en vegna Christiane
gerði ég mér eins háar hugmyndir
um hana og ég gat. Iíg hafði aldrei
elskað aðra stúlku en Christiane.
Hún hafði vcrið mér allt frá því að
ég var barn.
Hún gaf mér jáyrði sitt, með sam-
þykki móður sinnar ég var í sjö-
unda himni. En hinsvegar var ver-
an lijá frænda mínum leiðinleg.
Kvistherbcrgið mitt var kalt og öm-
urlegt eins og fangaklefi. En ég'
átti hjarta Christiane og þessvegna
saknaði ég einskis. Eg vildi ekki