Fálkinn - 19.03.1948, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
hafa skipti á lífskjörum við nokkurn
mann.
— Ágirndin var versti löstur
frænda míns. Þó ríkur væri spar-
aði hann og nurlaði, reyndi með
öllu móti að næla í fjármuni og
lifði hundalífi. Af því að Christiane
átti ekki von ó neinum heimanmund
var ég liólfsmeykur við að segja
honum frá trúlofun okkar. En loks
skrifaði ég honum bréf og sagði hon
um berum orðum frá ráðahagnum.
Eitt kvöldið þegar ég hauð honum
góða nótt stakk ég bréfinu í lófa
hans.
Eg skalf af kulda í hrollköldu
desemberloftinu þegar ég kom ofan
morguninn eflir. Það var aldrei iagt
sæmilega i ofnana hjá frænda min-
um, og þessveg'na var kaldara úti
en inni, því að úti var sól. Úti var
hægt að heyra vingjarnlegar raddir
og sjó hlíð andlit. En aldrei inni.
Eg hafði mikinn lijartslátt þegar ég
fór inn í borðstofuna, þar sem
frændi sat.
Við fórum alltaf snemma ó fætur
og' á þessum tíma árs urðum við að
borða við sitt kertið hvor. Þegar
ég kom inn í stofuna liafði frændi
kúrt sig svo niður í stólinn, að í
daufri hirtunni gat ég ekki séð hann
aimennilega fyrr en ég kom að
borðinu. Þegar ég rétti fram hönd-
ina til að bjóða góðan daginn greip
hann stafinn sinn — hann var fót-
fúinn pg gekk alltaf við staf inni
— og fnæsti framan í mig: — Fífl-
ið þitt!
—• Frændi, sagði ég, — ekki
hafði ég búist við að þú gætir orð-
ið svona reiður við mig!
Þó hann væri strangur og harð-
brjósta maður, hlutu frekju hans
að vera einhvcr takmörk sett. En
hann espaðist bara enn meira og
sagði:
— Þú hafðir ekki búist við þvi,
nei. Hefir þú nokkurntima búist við
nokkru. Hefirðu nokkurntíma notað
heiiann til að hugsa, hundspottið?
— Þetta voru hörð orð, frændi.
-r- Hörð orð! Þau eru mikið til
of mjúk á fífl eins og þú ert, sagði
hann. Líttu einhverntíma ó Betzy
Snap, já, líttu á hana!
Betzy Snap var gömul kona með
skorpið andlit, og var eina vinnu-
konan á heimilinu. Iiún varð að
nudda fæturnar á frænda á Iiverj-
um morgni. Hann neyddi hana til
að horfa á mig. Meðan hún lá ,i
hnjónum við að nudda tók hann
mögrum fingrunum um hausinn á
henni og sneri andlitinu á henni í
áttina til min.
—- Líttu á þetta rjómaandlit, sagði
frændi. ■— Littu á þennan hrjóst-
mylking. Fólkið seg'ir að liann sé
sjálfum sér verstur. Hann getur aJ-
drei sagt nei. Hann gerir svo góða
verslun að hann verður að fá sér
félaga í lyrirtækið. Nú ætlar hann
að giftast stelpu, sem ekki á rauðan
túskilding. Hann hefir fallið í liend-
ur viðbjóðslegrar kvensniptar. Eg
skil að lnin muni gera sér von um
að ég hrökkvi bráðum upp af.
Frændi hlaut að vera frávita af
bræði úr því að liann minntist á
daúðann. Því að venju var hann
svo lafhræddur við það orð, að
hann vildi fyrir hvern mun ekki
taka sér það í munn.
— Hún reiknar með dauða min-
um, endurtók liann og það var eins
o.g hann væri að ógna mér með
sinni eigin skelfingú. •— Með dauða
mínum, dauða, dauða. En ég skal
skjóta loku fyrir slikar vonir. Nú
getur þú étið síðustu máltíðina þína
i þessu húsi, auminginn þinn og
hundspottið. Eg vona að þér svelg-
ist á .......
Eg get ekki sagt að ég liafi haft
góða matarlyst þegar ég settist við
horðið. Mér var Ijóst að dagar mín-
ir á þessu heimili voru taldir, en
ég ætlaði ekki að bugast fyrir það.
Því að ég átti hjarta Christiane.
Frændi át brauðmulning í mjólk
eins og liann var vanur, en með
þeim mun einum, að hann tók skál-
ina á hné sér og sneri stólnum frá
borðinu, svo að bakið vissi að mér.
Þegar hann var búinn slökkti hann
á kertinu, og hrollkaldur, grór vetr
ardagurinn kom inn til okkar.
— Já, Michael, sagði frændi eftir
dálitla stund, — áður en við skilj-
um langar mig' til að tala dólítið
við unnustu þína og móður hennar.
— Þú um það, svaraði ég, — en
þér skjátlast ef þú heldur að nokk-
uð annað liggi bak við trúlofun
okkar en ástin ein. Þú gerir okkur
mjög rangt til.
Við þessu svaraði hann aðeins:
— Lygi. Ekki eitt einasta orð
frekar!
Við fórum heim þangað sem
sem Christiane og móðir hennar
áttu heima. Frændi þekkti þær mjög
vel. Þær sátu við morgunverðinn
og urðu mjög forviða er þær sóu
okkur koma svona árla dags.
— Yðar auðmjúkur þjónn, frú,
sagði frændi. — Þér getið yður ef-
laust til um erindi mitt. Að þvi er
mér skilst er heil veröld hreinnar
og' tryggrar ástar sainansöfnuð hér.
Og nú hefi ég þ& ánægju að færa
yður það sem á vantar til þess að
gera þessa ást fullgilda. Má ég af-
henda yður, frú, tengdason yðar,
og yður, ungfrú, manninn yðar.
Hann er mér algerlega óviðkom-
andi, en samt óska ég honum til
haming'ju með þetta hyggilega fyr-
irtæki, sem hann hefir ráðist i.
Frændi glotti hæðnisglotti til mín
um leið og hann fór, og ég sá hann
aldrei framar.
Nú liggur nærri að huga sér, að
Christiane hafi Játið inóður sína
telja sér hughvarf. Að hún giftist
ríkum manni og vagninn lians skvetti
á mig auri þegar liann ók framhjá
mér. Nei, það væri misskilningur
að halda slíkt. Cliristiane giftist mér.
— Eg hefi sagt að ég elski þig,
Michael, sagði hún, — og ég hefi
gefið bæði þér og sjálfri mér það
heit að verða konan þín. Eg skal
verða þin hvernig sem veltist, og
hvort sem framtíðin verður Ijúf
eða leið. Eg þekki þig vcl og ég
skil Jiig. Og ég veit að ef við yrð-
um að skilja mundi falla dimmur
skuggi yfir huga þinn. Michael, við
skulum ekki draga að gifta okkur.
Eg verð sæl og hamingjusöm með
þér við þau kjör, sem þú býrð við
nú. Eg tala frá hjartanu. Þú skalt
allrei standa einn uppi framar. Við
skulum starfa og berjast saman.
Elsku Michael, það er nokkuð, sem
hvílir eins og farg á mér og veld-
ur mér kvíða. Móðir mín, líttu á,
hvers þú hefir farið ó mis mín
vegna. Hún getur ekki hugsað um
annað en auðæfi, og hún kvelur
mig í sífellu með því, að ég verði
að eig’nast annan mann. Eg þoli
ekki að hlusta á nuddið i henni.
Og auðvitað vil ég ekki bregðast
þér. Eg óska mér ekki annars en
þú getur gefið mér. Eg veit að þú
starfar og berst fyrir framtíðinni,
þegar ég er með þér af lífi og sál.
Það kom einhver blessun yfir mig
upp frá þeim degi. Nýr heimur opu-
aðist mér. Við héldum brúðkaup
skömmu síðar og ég fór með kon-
una mína á okkar hamingjusama
heimili.
Við settumst að í höllinni, sem ég
nefndi áðan og þar höfum við lifað
saman síðan. Öll börnin okkar eru
fædd þar. Fyrsta barnið skirðum
við Christiane. Hún er uppknmin
og búin að gifta sig, og liefir eign-
ast son, sem er alveg eins og hann
Frank litli. Eg þekki þá varla í
sundur.
Það sem fólk hefir sagt frá um
hvernig félagi minn hafi prettað
mig, er ekki sannleikanum sam-
kvæmt. Hann frysti mig ekki út og
liann fór ekki með mig eins og ég
væri flón. Það er alls ekki rétt að
liann tæki af mér ráðin smátt og
smátt og spyrnti mér burt. Nei, það
var öllu fremur öfugt. Hann sýndi
mér mikla alúð og nærgætni.
Samskipti okkar tóku þessa rás:
Daginn sem ég fór frá frænda —
og áður en koffortin min voru send
á skrifstofuna •— fór ég til John
Spatter og sagði lionum hvað gerst
hafði. Og John svaraði mér ekki
því, að ríkir gamlir frændur væru
slaðreynd, sem hægt væri að taka
á, en ástin og rödd hjartans væri
vitleysa og tunglsljós. Nei, orðin
sem hann sagði voru á allt aðra
leið:
, — Michael, sagði John, — við
gengum í skóla saman. Eg' hafði
betra lag á að komast áfram en
þú, og fékk betri vitnisburð.
— Það er rétt, John, sagði ég.
— Og það þó að ég léði bækurn-
ar þinar og skilaði þeim stundum
ekki aftur. Eg' léði vasapeningana
þina, en þú fékkst þá ekki aftur.
Eg seldi þér vasahnífinn minn og
tók hærra verð en fyrir nýjan hníf.
Og þegar ég mölvaði rúðu kenndi
ég þér um.
— Æ, minnstu ekki á það, Jolin
Spatter, sagði ég — en það er rétt
sem þú segir.
— Og þegar þú varst byrjaður á
þinni eigin verslun, liélt Jolin á-
fram, og liún gekk vcl, kom ég til
þín og bauð þér þjónustu mína, og
þú réðir mig sem skrifstofumann.
Og þegar þú sást að ég var dugleg-
ur skrifstofumaður og gerði mikið
gagn, fannst þér sjálfsagt að gera
mig að mcðeiganda í stað þess að
hafa mig áfram sem starfsmann.
— Það er enn minni ástæða til
að minnast ó það, John Spatter, sagði
ég, því að ég sá að þú varst dugleg-
ur maður og ég gat ekki alltaf sjálf-
ur haft rétta lagiö á öllu.
— Gamli vinur, sagði John, og
tók í handlegginn á mér, eins og
hann var vanur að gera í skólan-
um þegar hann vildi að ég keypti
af sér linlf, — við skulum skilja
hvor annan eins og' góðir félagar. Þú
tekur svo laust á öllu. Þú ert sjálf-
um þéi’ verstur. Og ef ég léti það
bcrast meðal fólks, að þú værir á-
hugalítill og hirðulaus um verslun-
ina og' ég notaði tækifærið til að
misnota traust þitt, þó mundir þú
dragast aftur úr en ég sölsa allt
undir mig.
Já, en þannig niundir þú al-
drei liaga þér, kæri John. Við höf-
um báðir sama takmarkið með fé-
lagsskap okkar. Hann skal verða
eins farsæll og unnt er.
John varð mér samferða heim og
við áttum unaðslegan dag saman.
Hann hafði ótal tillögur til umbóta
á versluninni, og þau áhrif, sem
hann hafði ó mig persónuleg'a end-
urguldu ríkulega þá hjálp, sem ég
hafði veitt honum þegar hann stóð
allslaus uppi og átti að fara að
ryðja sér braut í lífinu.
Jeg liefi ekki, sagði fátæki ætt-
inginn og horfði i eldinn og spennti
greipar, orðið ríkur maður, því að
ég hefi aldrei sóst eftir þvi. En
ég hefi nóg, og hefi losnað við skort
og áhyggjur. Höllin mín er ekki
beinlínis skrautleg útlits, en þar er
gott og notalegt og ágætt loft. Hún
er verulegt heimili.
í höllinni er aldrei tómlegt. Þar
eru alltaf einliver börnin eða barna-
börnin. Og ungu raddirnar eru svo
unaðslega bjartar. Elsku, trygga kon
an mín, sem alltaf er mín stoð,
hressing og huggun, er lieimilisins
mikla blessun. Við höfum bæði gam
an af hljóðfæraslætti, og ef Christ-
iane verður þess vör að ég er
þreyttur eða stúrinn læðist hún að
píanóinu og spilar og raular fallega
vísu, sem hún lærði þegar við vor-
um trúlofuð.
— Á, svona er höllin og lífið, sem
þar er lifað. Eg fer oft með Frank
litla þangað. Barnabörnin mín hafa
svo gaman af honum. Það er unun
að sjá hvernig þau leika sér.
Um þetta leiti árs — um jólin og
nýárið er ég alitaf heima hjá mér.
Mér hæfir það best, og svo á það
bcst við.
— Og livernig er svo þessi höll?
spurði alvarleg, vingjarnleg rödd.
— Ha, livað segirðu .... jú, hún
er úti í bílnum, sagði fátæki ætt-
inginn og laut niður og horfði i
eldinn. — John, gestgjafinn okkar,
átti kollgátuna. Það er skýjaborg.
Jæja þá er sagan búin, ef þið
viljið gera ykkur hana að góðu.
SeSlainnköllun í Frakklandi. —
Franska stjórnin hefir katlað
inn alla 5.000 franka seðla, sem
lið í einskonar eignaköhnun, og
var ösin því mikil í bönkunum,
um það leyti sem skiptin fóru
fram. Hér sést gamall maður
vera að sýna lögregluþjónunum
seðlana sína. En sumir svarta-
markaðsmenn brenndu þeim
í stórum stil.