Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
hugsanlegum víkum og sund-
um. Meira en sextíu skip ur
þýska herflotanum „hverfa“
bókstaflega fyrir augunum á
eftirlitsmönnum bándamanna.
í Danzigarflóa og í ármynn-
um Weichsel og Memel liggja
ósýnileg herskip, sem meö á-
kveðnu millibili eru skoðuð af
enskum eftirlitsmanni — en
þetta er enginn annar en Can-
aris sjálfur, með falsað vega-
bréf og skilríki og í enskum
einkennisbúningi, sem ógern-
ingur er að finna Ijóð á. Can-
aris er meistari í að breyta um
gervi.
Á þessu tímabili var Canaris
með í ráðúm um samsæri
rússncsku hershöfðingj anna
gegn sovjetstjórninni, en það
fyrirtæki fór á annan veg en
hann liafði búist við. Rússneska
njósnalögreglan afhjúpaði leyni
makkið bak við tjöldin, og
af skiljanlegum ástæðum skoð-
aði Canaris ekki liuga sinn um
að framselja samsærisfélaga
sina, fyrst og fremst Tuchatcli-
ewski í hendur tjekkunnar, þar
sem þeir fengu hlóðuga hefnd.
CANARIS var af alhuga
fylgjandi þvi að Þjóðverjar
tækju hefndir fvrir ófarirnar í
styrjöldinni 1914—’18, en hann
var enginn aðdáandi Hitlers.
„Hvað er eintal? Eintal er
samtal við Hitler,“ var hann
vanur að segja þegar liann
var með mönnum, sem liann
vissi að liann mátti treysta.
Hann var andstæður Gvðinga-
hatri og Gyðingaofsóknum.
Hann hafði lært að meta starf
Gyðinga bæði heima fyrir og
í New York, og taldi þá aldrei
óvini þýska rikisins.
Þegar von Papen var vara-
kanslari Þýskalands mat liann
Canaris svo mikils að hann
skipaði hann yfirmann allrar
leyniþjónustu hersins. Canaris
tók fagnandi við þessu embætti,
en gerði þó einn fyrirvara, sem
lýsir honum vel. Hann neitaði
að taka við nokkrum liefðar-
heitum né orðum. Hann vildi
ekki vera í stöðu, þar sem liann
þyrfti að koma of mikið fram
i dag&ljósið. „Það var hættulegt,“
sagði hann, „við skulum kalla
foringjann Nicolai, nú og um
alla framtið.“ Þrátt fyrir allt
nazistiskt flokksofstæki fær
hann því framgengt að „Díe
Abwehr“, hin leynilega frétta-
þjónusta liersins, sem er bein-
línis undir stjórn Canaris sjálfs
sé algerlega óháð og laus við
áhrif ífrá bæði SS og Gestapo.
Enginn nazisti gat fengið stöðu
í Abwehr.
Canaris fannst nú að hann
væri orðinn of gamall til þess
að vera virkur áróðursmaður,
en studdi á laun stjórnarand-
stæðingana og beitti allri sinni
meðfæddu fimi sem njósnari
og til þess að steypa Hitler..
1 annarri heimsstyrjöldinni
lék Canaris hlntverk liins mátt-
uga huldumanns bak við tjöld-
in. Undireins í stríðsbyrjun
komst liann i samband við
ensku leyiþjónustuna fyrir milli
göngu þýska liersböfðingjans
Hans Oster og hollenska liðs-
foringjans Klopp. Hin svonefnda
„Abwehr-þjónusta Þjóðverja
var í raun réttri undir stjórn
örgustu fjandmanna nazism-
ans. Fyrsta virka atliöfnin af
hálfu þessarar leyniklíku var
sprengingin í Biirgerhaukeller
i Miinchen 17. nóv. 1939. Ab-
wehr hafði útvegað vítisvél-
ina, sem var stillt á ákveðinn
tíma heilum mánuði áður. Þeg-
ar Gestapo komst að raun um
að vítisvélin var af þýskri gerð
hafði Canaris fvrir löngu gefið
skýrslu um að enska leyniþjón-
ustan liefði orðið sér úti um
þýskar sprengjur, og að það
væri auðséð til hvers þær væru
ætlaðar. Gagnvart öðrum lönd-
um sá Ganaris um að dreifa
þeim orðróm að nazistar hefðu
sjálfir komið vítisvélinni fyrir
og efnt til þessa málamynda-
samsæris lil þess að sýna al-
menningi, að Hitler væri undir
vernd æðri máttarvalda. En
sjálfur taldi hann undankomu
Hitlers kraftaverk frá frá hel-
víti en ekki himnariki.
Hinir mörgu örlagaríku ó-
sigrar á árinu 1943 styrktu
Canaris i þeirri sannfæringu
að eina hjargarvon Þýskalands
væri sú, að koma Ilitler fyrir
kattarnef. Canaris sneri sér
beint til óvina sinna í SS og
Gestapo til þess að villa Himml-
-r sýn, en hann liafði njósnað
um „Abwehr“ síðan árið 1940
án þess að geta fundið nokkuð
athugavert. Canaris lék svo vel
Iilutverk sitt sem „vinur“ naz-
istalögreglunnar að verjaandi
Görings fyrir dómstólnum í
Nurnberg lýsti því yfir þar að
Canaris hefði verið tryggur á-
liangandi SS og Gestapo. „Vit-
anlega.“ svaraði Laliausen hers-
höfðingi. „Hann varð að fylgj-
ast með því sem andstæðingar
hans höfðust að.
OG svo sneri Canaris sér að
síðasta stórvirki sínu. Allir þótt-
ust vissir um að í þetta skipti
mundi það takast. Hann fékk
von Stauffenberg ofui'sta til þess
.ið Iiafa forustuna fyrir sam-
særinu. En lukkan brást Can-
aris í þetta skipti eins og í það
fyrra. Iíitler komst lífs af og
Stórkarlar
í sumarfríi
Sumarfrí — frí frá forsætisráð-
herrastöðu. — André Marie,
fyrrverandi forsætisráðherra
Frakka, entist emhætiisferill
sinn til þess að taka sér sumar-
frí. Hér sést hann á Calvados
með dóttur sinni og lítilli telpu,
sem einn af gestum hans á.
De Gasperi fær sér frí. — Þegar De Gasperi, forsætisráðherra
Italíu, tók sér sumarfri og fór til fjalla með konu sinni, dætr-
um og tengdasyni, þóttist hann vel að þeirri hvíld kominn.
Og það mun orð að sönnu, því að fáir stjórnmálaleiðtogar
hafa staðið í jafn stríðu og hann undanfarið misseri. Þing-
kosningar, forsetakjör, pólitískar morðtilraunir og ólga inn-
anlands hafa gert honum erfitt um vik.
tók grimmilega liefnd. Hinn 20.
júlí 1944 varð ekki frelsisdag-
ur Þýskalands en raunalegur
sorgardagur. Síðasta tilraunin
til að losa Þýskaland við Hitler
mistókst.
Fram til þess síðasta tókst
Canaris að leyna því að hann
hefði nokkuð verið við sam-
særið riðinn, og líklega hefði
það alch'ei komist upp ef liann
hefði ekki bilað á sálinni.
Lukkuhjól hinnar dramatisku
ævi lians hafði breytt rás, og
hann fann þetta sjálfur. Væng-
ir hans voru stýfðir, kraftarn-
ir þrotnir, tímaglasið runnið út.
Nú gat liann ekki lengur notið
dularhjúpsins, sem liulið hafði
hann áður.
Himmler afhjúpaði hann á
svipstundu. Einn af agentum
Gestapo, von Hincken ofusti,
auðsveipasta kvikindi blóð-
hundsins Kaltenhrunners, lést
vera nazistaóvinur og fékk á-
heyrn hjá Canaris. Hann sagð-
ist hafa verið lijálparmaður
samsærismanna á laun, og vildi
nú ræða við Canaris um nýja
samsæristilraun. Taugarnar i
Canai’is voru að bila og nú
hrást honum alveg nasasjónin,
Frh. á bls. H.