Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN III. f YMSUia LÖNDUM KOMUR Þýskaland Fyrsti maðurinn, sein iiar írarn tillögur og borgaraleg réttindi kvenna í Þýskalandi var Theodor Gottlieb v. Hippel, borgarstjóri í Köningsberg. Hann var uppi í lok 18. aldar, En byitingarári'ð 1848 liófust kvenréttindakröfurnar fyrir alvöru i Þýskalandi og það var skáldkonan Luise Otto-Peters, sem bafði forustuna þar. En á kyrrstöðu- árunum næstu á eftir voru allar slíkar hreyfingar barðar niður, og nýtt líf kom ekki í kvenréttinda- hreyfinguna þýsku fyrr en eftir að bók Stuarts Mills um kúgun kvenna kom út á þýsku og Hedvig Dohm gaf út ádeilurit sitt, „Eðli og réttur konunnar“. Allir stjórnmálaflokkar að lieila mátti daufheyrðust við kröfunni um kosningarrétt kvenna. Þegar I. Intérnationale var stofnað árið 18(54 tók samband þetta jafnrétti kvenna og karla á stefnuskrá sína. August Bebel, hinn þýski marxisti og sócíaldemókrati studdi þetta mál og í ritinu „Konan og socialisminn" benti hann á, að það væri eingöngu kúgunarstaða konunnar, sem ylli því, að hún greti ekki noti'ð sín í þjóðfélaginu til jafns við karlmenn. Hann hvatti konur til þess að berj- ast fyrir sjálfstæ'ði sínu í félags- og stjórnmálum og til að starfa fyrir socialistastefnuna, sem væri sú fyrsta er styddi kröfur kvenna. Og undir forustu Klöru Zetkin mynd- aðist öflugur socialistafélagsskapur kvenna í Þýskalandi. Árið 1891 tók Socialistaflokurinn þýski kvenrétt- indamálið á stefnuskrá sína og 1895 bar .Bebel fram frumvarp í ríkis- þinginu, sem vitanlega var fellt. Sama árið hóf Minna Cauer út- gáfu tímaritins „Kvenréttindahreyf- ingin“ og 7 áruni síðar stofnaði hún ásamt fleirum „Þýskt sam- band fyrir kosningarrétt kvenna“. Stofnun þessa félags vakti mikla at- hygli, því samkvæmt prússneskum lögum var konum og börnum bann- að að taka þátt í pólitískum félög- um og fundum. Og þetta félag bar engan árangur fyrr en áðurnefnd bannlög voru afnumin í ýmsum þýsku sambandsríkjunum árið 1908. En þá iiafði „Alþýðusamband fyr- ir kosningarrétt kvenna“ verið stofn að fjórum árum áður. Þýska fé- lagið gekk í alþjóðasambandið og nú voru stofnaðar deildir af félags- skapnum í öllum þeim þýsku ríkj- unum, sem létt höfðu af banninu gegn stjórnmálafélagsskap kvenna. Þýski kvenfélagsskapurinn var ekki jafn fastur í böndunum og í Englandi og Bandaríkjunum. Félags- deildirnar fóru misjafnlega langt í kröfum sínum, varð þetta til þess að vekja innbyrðis deilur milli þeirra. Frú Cauer átti frumkvæði'ð að þvi að öli kosningarréttarkröfu- félögin sameinuðust í „Hið þýska ríkissamband fyrir kosningarrétt kvenna“ árið 1910. í árslok 1917 sameinuðust konur í socialista- og borgaraflokkunum um að krefjast af þinguin þýsku rikjanna kosning- arréttar til bæja- og sveitastjórna, en þessari kröfu var neitað. Jafnvel eftir vopnahléð 1918 var starf kvenna á striðsarunum ekki metið svo mikils að þær fengju sömu stjórn málaréttindi og karlmenn. En svo kom byltingin og með lienni fengu konur kosningarrétt eigi aðeins lil sveitastjórna heldur og kosningar- rétt og kjörgengi tii ríkisþingsins. Aldurinn var ákveðinn 20 ár. Við næstu kosningar höfðu allir flokkar konur á framboðslistunum. 36 konur voru kosnar á Rikisþingið og 20 á prússneska landsþingið. Eina konan á friðarfundinum i Ver- sajlles var þýslc: Marie Jucbacz. En fljótlega dró úr afskiptum kvenna af stjórnmálum. Og þegar Hitler náði völdum hurfu þær úr opinberu lífi. Nú áttu konurnar að hverfa að sínu „rétta starfi", sem var „Kiiche, Keller, Kinderstube, Krankenstube, Kirclie“ (eldhús kjallari, börn, lijúkrun, kirkja). í dag eru 7.3 milljón fleiri konur en karlar í Þýskalandi. Og í Ber- lín koma 146 konur á hverja 100 karlmenn, en meðaltalið i landinu er 125 konur fyrir 100 karla. En þó gætir kvenna lítið í opinberu lífi eftir stríðslok. Af 100 ráðherrum í núverandi þýskum stjórnum eru 2 konur. í rikisþinginu og lands- þingunum eru alls 1887 fulltrúar, þar af eru aðeins 208 konur. En gera má ráð fyrir að afskipti þýskra kvenna af stjórnmálunum fari aft- ur að vaxa úr þessu. Allur félags- skapur þeirra liefir verið i lama- sessi síðan 1933 og það eimir enn eftir af þeirri kenningu Hitlers, að konan sé fyrst og fremst barneign- arvél. Visjinskij, — drottnandi Dónárráðstefnunnar Til vinstri:' Þanni'g lítur Andrei Visjinskij, aðsloðarutanríkisráðherra Rússa, út, þegar hann biosir. Vis jinskij hefir ásamt tírom- gkov og Molotov verið einn helsti talsmaður Rússa í utan- ríkismátum um nokkurt skeið og þgkir stundum allharður í horn að taka. En hann býr þó gfir mikilli kátínu, þótt hann sé við aldur og standi títt í < stórræðum. Að ofan: Á Dónárráðstefnunni í Belgrad var Visjinskij aðalfulltrúi Rússa og lét mikið að sér kveða. Til þess að koma sér vel við Jiigó- slava tók hann þátt í háttða- höldum almennings, þar sem þjóðdansar voru stignir. Dans- aði hann eins og hetja, og svo gerðu fleiri af fulltrúunum <í ráðstefnunni. 7V/ hægri. Visjinskij í ræðustól á Dón- árráðstefnunm. Hann átti sinn drjúga þátt í því, að Véstur- veldin voru útilokuð frá allri þátttöku í eftirliti með umferð á Dóná. GÆTI HANN EKKI HJÁLPAÐ? í Búdapest gengur þessi saga: Sveitakona kom í borgina í fyrsta skipti eftir stríðið og furðaði sig stórum á öllum auglýsingunum með myndum af Stalin, sem hengu við allar götur. Hún stöðvaði þann sem bún mætti og spurði: „Heyr- ið þér, hvaða maður er þetta?“ -—„Sjáið þér það ekki, það er liann Stalin?“ — „Stalin, liver er það?“ •— „Það er hann, sem hjálpaði okk- ur til að reka Þjóðverja úr landinu!" Þá hýrnaði yfir konunni: „Jæjal Heldurðu ekki, maður minn, að hann gæti þá hjálpað okkur til að losna við Rússana líka?“ HÆTTULEGUR BRÚÐKAUPSSIÐUR. Til bess að heiðra landa sinn sem var að gifta ,fig, munaði minnstu að Pólverjinn Stanislaus Glusinski sprengdi bæinn Cognac-sur-Mines i loft upp. í bænum býr mikið af pólskum innflytjendum, sem halda fast við þann sið að brenna flugeld- um og hafa ærsl þegar einhver gift- ist. Glusinski er gamall hermaður og var í her Anders hershöfðingja. Hann átti ekki neina flugelda, en hinsvegar mikið af sprengiefni. Brúðurin féll i ómegin við hvell- inn og það varð kalt heima hjá henni því að ekki var nokkur lieil rúða í liúsinu né öðrum húsum í nágrenninu. STRÚTSFJÁÐRIR í TÍSKU? Er hugsanlegt að strútsfjaðrir nái þeirri fótfestu í tískunni, sem þær liöfðu fyrir fimmtíu áruin? Stjórnin í Su'ður-Afríku þykist viss um það og liefir því ráðagerðir frammi um að auka strútabústofn- inn á þessum fuglabúuin úr 20.000 upp í 250.000. Ráðgert er að stofn- inn verði orðinn svo mikill 1952. Það er álitlegur vöxtur þó ekki kom- ist hann í hálfkvisti við stofninn, sem strútabændurnir höfðu 1911. Þá voru 750.000 strútar á búunum, en um þær mundir var tískan farin að snúa baki við strútsfjöðrunum. Á linefaleik. — Sá þykir mér fá á kjaftinn. Aumingja maðurinn. — Uss, þetta er ekki nema smá- ræði hjá ]iví, sem hann fær lijá kon unni sinni þegar liann kemur heim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.