Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.09.1948, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Á baðströndinni í Deauville. Franski baðstaðurinn Deauville er samastaður heldra fólksins í París og ríkra ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Þar er íburður til fæðis og klæðis, og þar kemur tískan fyrst „á markaðinn— Þessi Parísardama hefir t. d. dansk- an hund í fylgd með sér að piparkvenna sið, og baðfötin eru í stíl við háralit hundskinns ins. Þingið í Bonn. — Fulltrúar þýsku ríkjanna á hernámssvæðum Vesturveldanna hafa setið á þingi í Bonn og rætt um stofnun vestur-þýsks ríkis, sem kemur til með að hafa innan vébanda sinna 46 milljónir manna. — Christian Siock, forsætisráðherra Hessens flytur hér ávarp til þingheims í Alexanderssafninu í Bonn. Dieppe-strandhöggsins minnst. — 1 fremska bænum Dieppe hafa nxýlega verið mikil hátíða- höld í tilefni af 6 ára afmæli kanadiska strandhöggsins við borgina, undanfara innrásar- innar á meginlandið. Þá var þetta minnismerki afhjúpað á Kanada-torginu í borginni til - minningar um hina mörgu kanadisku hermenn, sem féllu við strandhöggið. Til hægri: Fegurðardrottning Monte Carl- os. Jafnvel furstaríkið Monaco á Miðjarðarhafsströnd hefir smitast af þeim faraldri að kjósa fegurðardrottningar. Þessi unga stúlka hefir verið valin fegurðardrottning í spilabæn- um Monte Carlo. Hún heitir Jeanette Nolland, og ráðgert er að hún taki þátt í samkeppni um titilinn „drottning Miðjarð- arhafsins". Dr. Schacht látinn laus. — Dr. Hjalmar Schacht, fyrrum ríkis- bankastjóri Þýskalands og fjármálaráðherra Hitlers, hefir gengið í gegnum margt frá því að Þjóðverjar gáfust upp. Við réttarhöldin í Niirnberg var hann sýknaður af ákærunni um stríðsglæpi, en Þjóðverjar tóku hann sjálfir höndum 19k6, eftir að bandamenn höfðu sleppt honum. Hnepptu þeir hann í varðhald i Ludwigsburg, þar sem hann hefir dúsað, þar til nú fyrir skemmstu. 1 mars Í9b7 var honum stefnt fyrir and- nasistadómstól og þar hlaut hann dóm, sem áfrýjað var til hæstaréttar. Nú hefir hæstiréttur kollvarpað þeim dómi og Schacht. hefir verið sleppt. — Hér sést dr. Schacht bíða eftir skilríkjum sínum við hlið fangabúðanna í Ludwigsburg. „Þessa leið til Ástralíu“, segir Lundúnalögregluþjónninn ferða langinum væntanlega, sem á- kveðið hefir að fara að mestu leyti fótgangandi til Ástraliu. Ferðalangurinn spyr lögreglu- þjéninn um stystu leið til Do- ver, en þangað ætlar hann að ganga og taka síðan bát yfir til Calais á Frakldandsströnd. Síðan á að leggja lönd undir fót, fyrst Evrópulöndin og síð- an Asíulöndin. Of fáklædd. — ltalska stjórnin hefir nýlega gefið út tilskipun, þar sem lögregluþiónum er heimilað að taka fast það fólk, er sýnir sig fáklætt eða nakið á opinberum stöðum. Hér er mynd af ungri stúlku, sem hin- um hvítklædda lögregluþjóni finnst ósæmilega búin. Hann tekur hana með sér og stingur henni í „steininn“. Til vinstri: „Herra Universum". — Þessi vöðvastælti náungi virðist ekki vera neitt rindilslega vaxinn. Hann er Ameríkumaður og sigr- aði í samkeppni um titilinn „herra Universum". Samkeppn- in fór fram í London.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.