Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1948, Side 4

Fálkinn - 05.11.1948, Side 4
4 FÁLKINN I BUENOS AIRES I3UEN0S AIRES þýðir ekki gott loft heldur góður byr. Spánverjar koniu á þessar slóð- ir árið 1515. En fyrstu land- námsmennirnir settust að á austurbakka La Plata-fljótsins, sem í þá daga hét Mar dulce, eða ósalla hafið. Nýlenda þess- ara livitu frumbyggja er í landi, sem nú kallar sig Republica Oriental de Uruguay. En þrjá- tíu árum síðar kom til sögunn- ar herramaður einn, sem Men- doza nefndist og tók sér bústað sem hann nefndi Santa Maria de los Buenos Aires, og nafnið valdi hann þannig, vegna þess að þar breytti oft um átt, og þar var hentugt siglingunum. En þegar Mendoza hafði verið þarna fjögur ár, lagðist þessi staður, sem hálf veröldin sækir hveiti til núna, í eyði. Og hvers- vegna, haldið þið? Vegna hung- urs. Svo var liann í eyði í fjörutiu ár, en endurbyggðist árið 1580. Klukkan var ellefu að kvöldi þeg ar við komum til Buenos Aires, og samkvæmt því, sem við höfð um lesið í bókum ættu borgar- búar þá að vera nýsestir að miðdegisborðinu. En þessi um- mæli, eins og svo mai'gar aði'- ar upplýsingar sannleikselsk- andi rithöfunda, reynast oft vera ixijög orðum aukin (Lyga- laupum, eins og mér, reynist hinsvegar oftast óhætt að treysta). Argentínubúar hafa yfirleitt líka matmálstíma og allir Vestur-Evrópubúai', há- degisvei'ð klukkan 12—2 og miðdegisvei'ð klukkan 8—10. Hitt er annað mál að þeir leggja sig ekki eftir miðdegisverðinn. — Okkur tekst að ná í leigubíl ] og gefa upp nafnið á gistihúsi í miðri borginni. Á leiðinni ekur annar bíll þverl í veginn fyi'ir 1 okkur án þess að gefa merki. i Slíkur atburður hefði valdið stóru gosi af ókvæðisoi'ðum, ef liann liefði gerst i París. En bíl- stjórinn okkar brýnir vai’la röddina, er lxann sendir and- skota sínum þetla eina orð: „Barbaro." Þessi skapliiti, sem svo rnarg- ir ferðamenn tala um hjá suð- rænum mönnum, er hann orð- um aukinn? Eða skjátlast mér. Framtíðin verður að sýna það. Þegar við stigum út úr biln- um við gistiliúsið ætla ég að gefa bílstjóranum einn pesó í launaskyni fyrir hið heppilega orð „barbaro“. En hann hikar lengi uns hann tekur við pen- ingnum, sem liann gerir að lok- um. Sumir ferðasögulxöfundar hafa lýst þvi, að þarna þyrsti alla i peninga. Er það ekki satt heldur? Það má segja að það hafi verið svo áður. En nú er stranglega bannað að gefa þjór- _________EFTIR__________ FRANK HELLER fé í Argentínu (öllum nema bíl- stjórum) — no se aceptan las propinas, stendur allsstaðar, og það merkilega er að þessu er hlýtt. Það er ekki oft, sem mér liefir tekist að fá þjón til að taka við þjórfé. Gistiliúsin eru með fullkom- lega amerísku sniði, og svona er það um allt land. Eg þarf ekki að taka fram, að bað og sími fylgir öllum herbergjum. En auk þess er útvarpstæki í hverju herbergi og í herbergi mínu er auglýst. að maður geti fengið veitingar inn til sín alla nóttina .... Eg fer að kvíða fyrir hræðilegum nóttum með tangó-ldið og hælasparki á her- bergisgólfinu fyrir ofan mig. En livorki í þessu gistihúsi né öðru, sem ég flutti á sköimnu síðar, varð ég fyrir noklcru ónæði. Það er meira en ég get sagt um gistiherbergi á ættjörðinni. En scm svefmneðal selur bók- salinn í anddvrinu reyfara, eft- ir klukkan níu á lcvöldin — svona til vonar og vara. Forsalurinn í gistihúsinu er í dómkirkjustíl, en með sófum og hægindastólum, fóðruðum með nautsleðri. Og i stað dýr- lingamynda er þessi kirkja skreytt myndum af þeim, sem hafa lagt til fóðrið á sófana og stólana, frægum griðungum af hníflungakyni. Eg kemst síðast að þeirri niðurstöðu að nautin séu í liávegum höfð i Argen- tínu, að minnsta kosti ber mik- ið á þeim í þjóðlegri list. I myndablöðunum í Argentínu eru aðallega myndir af kvik- myndastúlkum og nautum, og þau eru alltaf hníflótt en ekki stórhyrnd. Og einn matstaður- inn við Entros Rios lætur sér ekki nægja að framreiða nauta- buff, lxeldur bjóða mörg út- stoppuð naut gestina velkomna við dyrnar. Þegar ég lít yfir borgina fyrsta morguninn dettur mér í hug Bukarest. Maður sér tíu til tólf liæða ferlíki standa upp úr þyrpingu af húsum, sem vægast talað eru lágreist. Einmitt þann- ig eru húsin í Búkarest, liöfuð- stað annars mjög ungs og mjög ríks lands. Síðan göngum við götu eftir götu án þess að sjá annað en banka og hlutafé- lagsskrifstofur, og þá dettur manni í hug Berlín, eins og hún var þegar allt lék i lyndi. Næst sjáum við skýjakljúfa, sem eru líkastir því að þeir væru inn- fluttir beint frá Chicago — það liyllir undir þá í fjarska utan af hafi. En svo tekur maður eftir því, að göturnar eru svo nxjóar. Þær eru tæplega breið- ari en gamla Gorso-in í Róm — og gatan Florida, sem er lokuð bifreiðum á þeim tíma, sem ösin er mest í búðunum, er eins og stæling á liinu fræga Merceriastræti í Feneyjum. Svo kemur maður út á liið fagra breiðstræti Avenida de Mayo, þar sem platanviðurinn er í ljósgrænu laufskrúði og veit- ingaborð kaffihúsanna fylla gangstéttirnar og þá finnst manni: Þetta er París! ......... Bukarest, Berlín, Chicago, París! Það er cinkennileg borg þetta — svo mikið er vist. Ekki síst þegar þess er gætt, að hún er eiginlega ekki nema fimmtíu ára gömul! Bandarikin eru deigla, þar sem hinn mikli dolctor Faust veraldarinnar er að sjóða sam- an manneskju, sem sett er sam- an úr öllum kvnþáttum lieims, frá Englandi, Skandinavíu, Þýskalandi, Austur-Evrópu, Suð Ganrjstétta-veitingastuður i Buenos Aires. Slœling á París.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.