Fálkinn - 03.12.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Samsongur
Tónlistarlélagskórsins
Vinsældir Twnlistarfélagskórsins
fara sífellt vaxandi, enda hefir hann
mörgum góðum söngvurum á að
skipa, og söngskemmtanir þær, er
hann efnir til, eru jafnan hinar á-
gætustu. — Ilinn 25. nóvember söng
kórinn i Austurbæjarbió, og á söng-
skránni voru mörg sömu lögin, sem
kórinn söng á norræna söngmótinu
í Kaupmannahöfn síðastliðinn júní-
mánuð, en þar gat hann sér góðan
orðstír.
Einsöngvarar með kórnum að
þessu sinni voru Guðmunda Elias-
dóttir og Sigurður Skagfield. Var
þeim báðum vel fagnað. Söngstjóri
var Victor Urbantschitsch.
LEÐURBLAKAN TÓK BLÓÐ.
Átján mánaða gömul telpa i Aix-
le-Bains i Frakklandi fór allt í einu
að horast, og fékk hún þó eins mik-
ið að eta og hún vildi og læknir-
inn gat ekki séð að neitt gengi að
henni. Þetta var ráðgáta. En svo
var það eitt sinn, þegar hjónin, for-
eldrar telpunnar, komu heim úr
ferðalagi, að þau fundu dauða leð-
urblöku á borðinu í barnaherberg-
inu. Var nú farið að athuga þetta
og þá kom upp úr dúrnum, að leð-
urblakan liafði lireiðrað um sig í
skúmaskoti i herberginu, og á nótt-
inni þegar barnið svaf hafði hún
sogið blóð úr barninu, án þess að
foreldrarnir yrðu þess vör. Undir
eins og leðurblakan var dauð fór
barnið að braggast aftur og er nú
i eðlilegum holdum.
Frægur fuglasafnari. — Meðal
farþeganna d skipinu „Amer-
Liaquat Ali Khan forsætisráð- ica“ frá Sonthampton nýlega
herra Palcistan, sem tekur þátt var Peter Scott, sonur suður-
í samveldisstefnunni í London skautsfarans fræga. Hér sést
ásamt forsætisráðherrum allra Scott með einn fuglinn sinn,
hinna samvehlislandanna. rússneska gæs með rauða bringu.
Korfu-málið fyrir dómstólnum í Haag. — Fgrir framan kortið
af Korfu-sundi, þar sem ensku herskipin rákust á tundurdufl
og sukku, sést sendiherra Albaníu í París, Kahreman Ylli, og
sir Hartley Shawcross, sem flytur málið fyrir alþjóðadóm-
stólnum.
Á afmæli byltingarinnar. — Á afmæli rússnesku byltingarinn-
ar Iiafði rússneski sendiherrann í New Delhi í Indlandi há-
tíðlega móttökuathöfn, þar sem fjöldi háttsettra gesta kom.
Hér sjást nokkrir þeirra: Rússneski sendiherrann í Indlandi,
Novikov (t. h.), Rajgopalacliari landstjóri (i miðið) og sendi-
ráðsritarinn (t. v.), sem er í þann veginn að færa landstjór-
anum gjöf frá sendiherranum.
Dr. Paul Miiller, svissneski vís-
indamaðurinn, sem hefir hlotið
nobelsverðlaun í læknisfræði og
lífefnafræði. Hann fann upp
DDT skordýraeitrið.
Mao-Tse-Tung, kínverski kom-
múnistaforinginn, sem vann úr-
slitasigrana í Mansjúkúo.
Peter Zenkl, fyrrum varaforsæt-
isráðherra Tékka, hefir verið
kjörinn formaður í ráði hinn-
ar frjálsu Tékkóslóvakíu, sem
hefir verið stofnað í Bandaríkj-
unum af ýmsum frægum land-
flóttamönnum.
Japanskir stríðsglæpamenn
dæmdir. — Japönsku stríðs-
leiðtogarnir með Tojo, fyrrver-
andi forsætis- og hermálaráð-
herra, í broddi fylkingar, hafa
nú hlotið dóm eftir löng réttar-
höld í Tokio. Tojo, sem var
dæmdur til dauða, sést hér til
vinstri við eina síðustu yfir-
heyrsluna. Ennfremur sjást Oka
aðmiráll og Araki hershöfðingi
en hann fékk lífstíðarfangelsi.