Fálkinn - 03.12.1948, Side 5
FÁLKINN
5
Flugferðir milli Reykjavíkur-
Prestwick og Kaupmannahafnar
Frá og meÖ næstkomandi mánaðamótum verður flugferðum vorum, á flug-
leiðinni Reykjavík—Prestwick—Kaupmannahöfn hagað svo sem hér greinir:
Frá Reykjavík til Prestwick og Kaupmannahafnar
ÞRIÐJUDAGA:
frá Reykjavík . .. . kl. 08,00
lil Prestwiclt . . . . kl. 13,30
frá Prestwick . . . . kl. 13.30
til Kaupmannahafnar . .. . .. . kl. 18,30
Frá Kaupmannahöfn og Prestwick til Reykjavíkur
MIÐ VIKUDAGA:
frá Kaupmannahöfn .......... kl. 09.30
til Prestwick .............. kl. 12,00
frá Prestwiclc ............. kl. 13.30
til Reykjavíkur ............ kl. 17.00
Millilandaflugvél Flugfélags íslands h.f., „Gullfaxi“ mun fara aðra hvora
viku en önnurhvor millilandaflugvél Loftleiða „Geysir“ eða „Hekla“ mun fara
hina vikuna. Loftleiðir munu annast ferðirnar frá Reykjavík 7. og 21. desember,
en Flugfélag Islands h.f. ferðirnar 14. desember og 4. janúar 1949, o. s. frv.
Engin ferð verður milli jóla og nýárs.
Farseðlar hvors félaganna gilda með liinu og farþegar, sem fara frá Reykja-
vik geta pantað farið hjá hvoru félaganna, sem er án tillits til hvort þeirra ann-
ast ferðina.
Afgreiðslu erlendis annast:
/ Kaupmannahöfn: Det Danske Luftfartselskab, A/S., Dagmai’hus.
/ Prestwick: Scottish Airlines, Prestwick flugvelli.
Flugfélag íslands, h.f.
Lækjargötu 4.
Símar 6607, 6608, 6609.
Loftleiðir, h.f.
Lækjargötu 2.
Símar 2469, 6971, 1485.
Bókafregn
Victor Hugo: Notre Dame de
Paris í íslenskri þýðingu
Björgúlfs Ólafssonar: Maria-
kirkjan í Paris. Útgefandi:
Hf. Leiftur.
Victor Hugo var sem hvirfilbylur
i samtið sinni (1802—1885). Hann
var hataður og dáður, hafinn til
skýja og talinn goðum jafn. Gaman
er að minnast þess fyrir Norður-
landabúa, að Hugo hefir verið kall-
aður Björnson Frakklands og Björn-
son hefir einnig verið nefndur Vict-
or Hugo Noregs. Um marga áratugi
var Hugo foringi og samviska hinna
mörgu lærisveina sinna og aðdá-
enda, æðsti prestur fjölmenns safn-
aðar. En samtímis var muldrað í
hálfum hljóðum af skuggavöldum
sannra bókmennta að Victor væri
mesta flón Norðurálfunnar, liégóm-
legasta mannskepna i allri verald-
arsögunni. Alla hans ævi stóð styr
um hann, og alltaf stóð hann sjálf-
ur í baráttunni. „Vesalingarnir“,
„Maðurinn, sem lilær“, „Starfendur
liafsins" og „Notre Dame de Paris“
(Maríukirkjan) voru og eru engu
síður barátturit en skáldverk. En
liann hamraði efniviðinn í eldi
lirifningar sinnar og heilagrar bræði
svo að úr varð ósvikin list. Hann
livítfágaði efnið í flugi andans og
veitti þvi gildi og gagnsemi vegna
mjög alhliða og haldgóðrar þekking-
ar. Ást á list og byggingarstil, stjórn
málaskoðunum, samúð mcð öllu
frummannlegu, blossandi hatur á
jjrælkun og kúgun, oddhvöss orms-
tunga, göfugt hjartalag, ólgandi og
ofsafengnir skapsmunir voru eigin-
leikar, sem einkenna skáldverk
Victor Hugo. Nægtabrunnurinn er
svo djúpur, fossaföllin svo undra-
verð, að ckkert annað en óbrigðult
vald lians ó efninu þrýstir þvi inn
i fastmótuð og fögur form listar-
innar.
Notre Dame de Paris, sem ýmsir
bókmenntafræðingar telja fræðileg-
ustu skáldsögu hans, er svo efnis-
niikil og ofviða, að nægja mundi
öðrum i margar bækur. Með örlátri
hendi gefur skáldið, varpar á blöð
sögunnar ofurgnótt hugarsýna og
hugarmynda, sagnfræðilegri þekk-
ingu, svo að auðlegðin flæðir yfir
sérhverja blaðsiðu og sérlivert at-
vik opnar innsýn til allra hliða, og
hinn treggáfaðasti lesandi verður
nauðugur viljugur að fylgjast með
og gerast innlífur efninu þar til
hann sér Paris, eins og liún var á
15. öld, ljóslifandi fyrir liugarsjón-
um.
Skáldskapuc sögunnar er hin ein-
kennilega glima eða sviftingar, milli
fegurðar og ljósleika en fulltrúar
þeirra eiginda eru Esmeralda og
Quasimodo, unaðsfagra sígauna-
stúlan, og vanskapaða ófreskjan, sem
hafði það starf að hrista klukku-
strengina i turni Maríukirkjunnar.
Á þrettánda i jólum á að velja
„gervipáfa“ samkvæmt gamalli Par-
ísarvenju. Quasimodo verður þá
reikað inn í sal ráðhússins. Þar er
verið að leika launlielgar-sjónarspil
vegna hjónahands Margrétar prin-
sessu frá Flandern og franska erfða-
prinsins. Leikurinn liefir farið út
um þúfur vegna óhljóða og aðgerða
stúdents frá Parisarháskóla. Kólga
og prettir gera loftið lævi blandið,
og liatur og lymska eru eldkveikju-
efni atburðanna. Og hugkvæmni sam
kundunnar finnur upp á þvi að
vælegnast sé að velja gervipáfa kom-
andi árs umsvifalaust. Samkeppnin
liefst. Hver getur sett á sig glanna-
legasta og djöfullegasta svip? Quaso-
imodo sigrar, og fagnaðarlætin eru
geysileg, þvi að skaparinn og gjaf-
urinn allra góðra liluta hafði með
leikandi leikni gefið honum það
smetti, sem keppinautum hans var
ofurefli að Hkja eftir. Leikur hans
var auðveldur. Hann kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur.
Allt er á ferð og flugi, svið sög-
unnar er iðandi af lífi. Karlar og
konur koma og hverfa svo hundr-
uðum skiptir. Gervipáfinn fer í sig-
urför um borgina, liirð lians og
fylgismenn eru stúdentar, þjófahyski,
drykkjusvolar og gleðikonur frá
strætum og gatnamótum. En á Gréve-
torginu mætir þessi friða fylking
Esmeröldu. — Dýrið og fegurðin
mætast.
Og meðan hátíðin stendur sem
liæst, kenmr erkidjákni Mariukírkj-
unnar, Claude Frollo, til skjalanna.
Og hið damatíska sprengiefni sög-
unnar, ástríðubálið, þjáníngin, ham-
ingjan, harmleikurinn, hyrlast í ó-
töfrasveigum umhverfis þcssar þrjár
teljandi persónur: Quasimodo —
Esmeröldu — Claude Frollo. En
baksviðið er menningarsaga — 15.
öldin ljóslifandi á skuggatjaldi, en
myndirnar eru manneskjur.
Erkidjókninn er þegar í stað sann-
færður um, að sígaunastúHr.an sé
verkfæri djöfulsins, galdrakvendi,
en hinn vígði þegn fær l>ó ekki
staðist töfra fegurðar henmar og
brennur allur í logandi ástareldi. 1
þeim eldi fuðrar upp siðvendnl
hans og siðgæði, liinn prestslegi
sjálfsagi. En Quasimodo, v:*nskapn-
ingurinn hræðilegi, öðlast fagra sál,
sundurtættur að vísu vegna mis-
kunnarleysis mannlifsins, cn hið
hið innra gull skin þó oft í gegnum
hið hrjáða og ófagra gervi.. Esmer-
alda hin fagra kveikir eld í hjörtum
karlmannanna, er dáð og dýrkuð,
þjáningar og sorg leiðir hún yfir
aðra og er dæmd fyrir galdra. At-
burðaröðin er hröð, máluð sterkum
litum, gagnvirk og fjölskrúðug. Hár-
fin og hrífandi list og nokkuð lang-
dregnar mannlýsingar skiptast á, þar
sem skammt er milli hláturs og grál-
urs. Stundum er hrifningin mest
vegna hinnar skrúðmiklu listar,
stundum heyrist mannlegt hjarta
slá á blöðuin sögunnar. Þannig er
skáldsagan Mariukirkjan í París.
Mariukirkjan hefir verið lesin upp
til agna svo að skiptir hundruð
þúsund eintaka um viða veröld. Það
verður ekki mikið eftir af þessum
fáu eintökum. sem Leiftur h.f. hef-
ir gefið út á islensku á þrettándan-
um 1949.
Eiríkur Albertsson.
Egils ávaxtadrykkir