Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1948, Qupperneq 7

Fálkinn - 03.12.1948, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Berlín í öryggisráðinu. — Til vinstri sést forseti ráðsins dr. Bramiiglia, sem lagði mikið kapp á að koma á sættum í Ber- línardeilunni. Til hægri Evatt utanríkisráðherra Ástralíu, for- seti UNO. Sir William Slim hefir verið skipaður forseti breska herfor- ingjaráðsins eftir Montgomery marskálk. Slim er 57 ára og vann sér frægð i styrjöldinni í Burma. Eftir stríðið fár hann i'ir hernum og starfaði að þjóð- nýtingu ensku járnbrautanna. De Laítre de Tassigny, hinn franski hershöfðingi lir síðustu styrjöld hefir verið skipaður hæstráðandi yfir landher Vest- ur-Evrópusambandsins, sem að svo stöddu nær til Belgíu, Hol- lands, Luxemburg, Frakklands og Bretlands. Fjársöfnun til Berlínarbúa. — Jafnvel úlfaldinn úr dýragarð- inum í Frankfurt a. M. tók þátt í tveggja daga fjársöfnun, sem gerð var í borginni til þess að ná saman fé handa þeim 2.5 milljón Berlínarbúum, sem líða nauð vegna samgöngubanns Rússa. Safnað var bæði peningum, mat og skömmtunarseðlum. Til hægri: Nýtt skip. — Bandaríkjamenn hafa smiðað 9100 smálesta skip af sérstakri gerð, ætlað til þess að skjóta frá því eldflaugum upp í háloftin með ýmis mælingartæki. Flotamálastjórnin gerir sér vonir um aö hægt verði að nota þetta skip jafnframt til þess að skjóta éldflaugasprengjum. Hefir skipið meðferðis nokkrar V—2 eldflaugar, sem vega Ui smálestir.— Á efri myndinni sést hlaupið, sem eldflaugunum er skotið úr. En að neðan skipið. Það heitir „Norton Sound“. Winston Churchill, sem er for- maður enska íhaldsflokksins, hefir fengið bendingu um það í „Simday Times“ að hleypa yngri kröftum að formennsk- unni. Churchill vinnur nú að stríðsbók sinni, senx verður um tíu bindi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.