Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.07.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN S I Gnðlang: Benediktsdóttir: Gnnnvör Það var á fyrsta vori stríðs- ins, í fátæklegu þorpi i Noregi, að únglingsstúlka sat úti á há- um og lirörlegum tröppum á gömlu húsi. Hún var föl i and- liti eftir skugga vetrarins, en augu hennar voru djúp og fög- ur. Það var unaðslegt að líta í ]>au. Stúlkan liét Gunnvör, var ein- mana unglingur, eins og fjöldi stálpaðra barna er. Hún vissi aðeins livað konan hét, sem hún átti heima hjá. Viðkvæmni konunnar þekkti hún ekki, og gat heldur ekki hugsað sér, hvað harka hennar náði langt. En Gunnvör setti það ekki fyrir sig, þ()tt fóstra hennar væri Iiörð. — Hún mundi eftir ann- arri konu, sem var ólík ])essari. Hún hafði alltaf verið Iienni mild og góð, •— sagt henni margt fallegt, sem hún gat ekki glevmt. Hún hafði sagt, að Gunn vör ætti að vera til fyrir Krist, frelsara mannanna, svo að hún gæti glaðst bæði i þessu lífi og öðru. Ilún sagði að hann væri barnavinur, og þessvegna ættu börnin þegar í bernsku, að leila til hans. Og þetta ljós, sem bin blíða rödd bafði kveikl í sál barnsins, bafði aldrei slokknað. Litla fátæka Gunnvör bugsaði oft um Krist, og fann að hann var hesti vinur hennar og það má vera, að þess vegna hafi augun hennar stundum verið svo djúp og fögur. En í dag stóð svolítið sér- staklega á fyrir Gunnvöru, og öðruvísi en nokkru sinni fyrr í lifi hennar. I gærmorgun hafði fóstra hennar sagt við hana: „Eg verð að fara úr þessu þorpi Gunnvör, ég ætla tangt upp i sveit, en á meðan ég verð i burtu, áttu að gæta hússins, mundu það. Ef þú ferð eitthvað út, sem ekki má vera mikið, þá mundu að loka vel á eftir þér, og ef einhver spyr um mig, þá segðu að ég komi bráðlega heim aftur.“ Þetta hafði konan sagt ungu stúlkunni, en Gunnvöru datt það ekki í hug, að hún væri að flýja litlu fátæku borgina, vegna hræðslunnar við stríðið. Ilún bafði ekki fylgst með óveðurs- x skýjunum, sem söfnuðust sam- an yfir löndum og böfum. Og þarna sem Gunnvör sat á tröppunum, var hún að hugsa um Ernu, Ijóshærðu laglegu telpuna, sem hún kynntist í vik- unni sem leið. Erna vissi svo margt, og i gærkvöldi hafði hún lofað Gunnvöru með sér á samkomu, þar sem sungnir voru sálmar, og talað var um Krist. Gunnvöru þótti það vndislegt, og hún var Ernu innilega þakk- lát fyrir hvað hún var góð við hana. Hún heyrði konurnar tala um, hvað Jeséi hefði gert margt og mikið fyrir þær, og hún heyrði mennina segja frá því, hvernig guð hefði kallað þá til starfsins. — Og þegar hún var að fara út al' samkbmunni mcð Ernu, stansaði hana einn maðurinn, sem hafði talað, og spurði, hvort hún tryði á Krist. En livernig sem á því stóð, gat Gunnvör engu svarað. Víst trúði hún á Krist •— víst var hann sál hennar það ljós, sem hún gat ekki án verið, en hún gat bara engu orði upp komið. Þegar hún svaraði engu, nöldraði maðurinn æitthvað í Iiálfum bljóðum, og svo fékk bún að fara. „Hvers vegna spurði maður- inn mig að þessu?“ sagði Gunn- vör við Ernu þegar þær komu úl. „Þeir vilja vita um andlegt ástand allra, sem koma inn á samkomurnar,“ svaraði Erna. „Eg ])ekki þetta vel, bún mamma er búin að vera svo lengi í ])essum söfnuði, en bún er farin að þreytast á að sækja samkomurnar, því að það eru svo margs konar manneskjur, sem koma þangað, margt af ])essu óvalda fólki, segir mamma.“ Þetla var allt mikið umbugs- unarefni fyrir litlu Gunnvöru. Ekki myndi Kristur fara í mann greinarálit, það vissi hún, og hvers vegna talaði ])á móðir Ernu um „óvalið fólk?“ Og Gunnvör bafði sagt Ernu, að bún mvndi ekki fyrst um sinn, fara aftur á samkomu með henni. Erna bafði einskis spurt, því að hún hélt að Gunn- vör hefði svo mikið að gera heima. Nú sat unga stúlkan á tröpp- unum og var að velta því fvr- ir sér, livort hún ælli ekki að fara nieð vinstúlku sinni á sam- komu aftur, áður en langt um liði. Henni var alltaf unnn að því að Iieyra um Krist, um kær- leika hans og mildi. Hún heyrði óma í sál sinni orð móður sinn- ar, er hún lók Gunnvöru litlu í t'ang sér, og fræddi hana, um konung kærleikans, um það hvernig mennirnir hefðu hópast að bonum, meðan bann dvaldist hjá þeim á jörðinni, lil að fá bót meina sinna, heyra orð hans, og finna návist hans, — sagði henni hvernig Iiann gegnum allar ald- irnar, sem liðnar voru frá veru hans á jörðu, hel'ði leitt og varð- veitt þá, sem á hann trúðu, og og' leyfðu honum að komast að í huga sínum og lijarta, — hvern- ig einnig þeir hefðu fundið þann djúpa frið og öryggi, sem hann einn getur veitt, því að alltaf befði liann verið þeim nálægur, og væri enn. Hún sagði líka, að si- fellt liði nær þeim tíma, að hann kæmi aftur til ríkis sins á jörð, og opnaði skilning allra manna á því, að þeir gætu ekki lifað i framtíðinni án guðs. Gunnvöru var það torskilið, að nokkur mannssál skyldi leita inn á aðrar brautir en þær, sem Kristur vísaði á. Hún vissi bvað hið andlega frelsi var óþvingað frá hendi skaparans, og henni fannst yndislegl að hugsa til þess, að því meira sem hún þráði i andlegum efnum, þeim mun lengra gat hún sótt, og því lengra sem hún sótti áfram því meira varð útsýni hennar. Henni fannst hún standa frammi fyrir Krisli reiðubúin i veik- leika sínum, en styrk í hand- leiðslu hans. Og hún var þakklát móðnr sinni, konunni sem hafði vísað henni til meistarans, strax ])eg- ar bún var smábarn. Sál henn- ar bafði gripið Ijósið, og aldrei slep])l þvi aftur, og ef Kristur kæmi nú lil jarðar sinnar, og segði við Gunnvöru litlu: — „Fylg þú mér,“ — þá mundi bún fylgja bonum. Unglingurinn borfði brosandi ofan af hrörlegum tröppunum út á götuna. Ef meistarinn kæmi nú, þá myridi hún þekkja hann, ef hann opnaði augu hennar, og gæfi benni náð til ])ess. Hún vissi það, að á hinum seinustu tímum, þegar koma lians væri ákaflega nálæg, mundu augu mannanna smám saman opnast fyrir sannleikanum. Allir þeir sem jörðina byggðu í framtíð- inni, mundu sjá og skilja það, sem menn böfðu ekki getað meðtekið áður. Ef sá timi væri nú í nánd, að meistarinn kæmi? — Hjarta Gunnvarar sló örar. Hún var svo viss um, að bann myndi koma, og þótt bún væri ekki á- berandi manneskja í þjóðfélag- inu, þá ætlaði hún samt að verða á vegi bans. Hún myndi þekkja nálægð bans, frá ná- lægð allra annarra. Gunnvör setti olnbogana á knén, og huldi andlitið í hönd- um sér. Hún var innilega hrif- in. Hjafta hennar varð fyrir snertingu, og sál liennar fann nálægð þess fullkomna. Skyldi hann koma eftir þess- ari götu, hugsaði Gunnvör, eða ætli hann velji sér aðalgötuna? Hún tók hendurnar frá and- litinu, stóð upp og borfði leit- andi í kring um sig, með djúp- um fögrum augum. Fas hennar lýsti því, að hún yar að bugsa um, að fara niður á aðalgöluna. En skyndilega tók hún ákvörð- un, bún hugsaði með sér: Ef hann kemur i dag, ])á fer bann bér um. Þegar Gunnvör ællaði að setj- ast aftur í háu tröppurnar, fanri luin að sér var orðið kalt. En hjarta hennar var hlýtt, og sál hennar hlustandi. — Ef hann skvldi nú koma. — Allt í einu sá hún hóp kvenna og karla koma þjótandi niður götuna, •— svona mundi ekki fvlgdarlið meistarans verða, ekki þessi framkoma, ])essi æð- isgegni hávaði og handapat. Gunnvöru sárnaði að sjá þessi læti, einmitt núna, þegar hún vænti svo mikils. En að enginn skyldi finna það, nema hún, hvers var að vænta. Nú var hópurinn kominn á móts við hana, allir töluðu í einu, bentu upp í loftið, og í allar áttir, og töluðu um stríð. Þegar þetta fólk sá Gunnvöru sitja rólega, án þess að hreyfa sig, tók einn maðurinn sig út úr hópnum, og hljóp upp gömlu tröppurnar. „Komdu með okkur á öruggari stað,“ kallaði hann. En Gunnvör spratt á fætur, brá sér að útidyrahurðinni, opn- aði hana, smeygði sér inn, og lokaði samstundis á eftir sér. Hvað vildi þetta fólk vera að skipta sér af henni? En það var reyndar ekki von að það vissi, eftir hverjum bún var að biða. Gunnvör var ennþá í sömu hrifningunni og fullvissunni. Hún flýtti sér inn í ibúð fóstru sinnar, og lokaði vandlega á eftir sér. Hún var aðeins búin að loka, ])egar hún heyrði óg-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.