Fálkinn - 21.10.1949, Síða 5
FÁLKINN
5
Á stríösárunum urðu miklar umbœtur á meöferö örkumlamanna. Hér sést
sjúklingur í gipsumbúðum, sem iökar líkamsæfingar eigi aö síöur.
En þessi gáta varS bráðlega ráðin.
Nýjar sóttkveikjur höfðu vaxið upp,
sem höfðu vanist penicillíni og þoldu
það! Þvi að sóttkveikjur geta fengið
mótstöðuafl gegn eitri alveg eins og
mennirnir. í Ameriku var pencillin
selt hverjum sem hafa vildi, án lyf-
seðils, og þetta varð til þess að lyf-
ið var notað bæði í tíina og ótima.
Sum firma blönduðu t. d. „sáralækn-
andi“ penicillini í hörundssmyrsli,
og önnur auglýstu að „Penicillin
hiriina, sem ver fólk kvefi“ væri ut-
an um vara stiftin frá sér. Lækriarn-
ir hafa því orðið að hafa sig alla
við að reyna að draga lir notkun
penicillins síðustu árin. Eigi það að
koma að fullu gagni má aðeins nota
það þegar þess er brýn þörf, og að-
eins eftir læknisforskrift. Annars er
nú verið að reyna að framleiða nýj-
ar penicillintegundir, sem séu kröft-
ugri og drepi sóttkveikjurnar sem
ónæmar eru orðnar fyrir eldri teg-
undinni.
EITT þeirra lyfja, sem ekki enn er
orðinn hversdagsmatur sóttkveikj-
anna er streptomycinið. Þetta efni
er unnið úr svepptegund, sem eink-
um þrífst í rökum jarðvegi. Auk þess
sem streptomycin er gott lyf gegn
ýmsum sjúkdómum, sem penicillin
íæknar, hefir það reynst vel gegn
taugaveiki, kýlapest og ýmsum tegund
um heilahimnu- og lungnabólgu, sem
penicillin vinnur ekki á. í fyrstu
gerðu menn sér vonir um að þetta
lyf mundi einnig geta unnið á
lungnaberklum, en þó reyndist ekki
svo. Hins vegar reyndist það ágæt-
lega gegn berklakynjaðri lieilahimnu
bólgu.
Læknavisindin starfa líka ótrauð-
lega að því að finna lyf gegn hjarta-
og æðasjúkdómum. Að þessir sjúk-
dómar hrjá hlutfallslega marga nú
á dögum, þarf ekki að þýða það
að þeir séu orðnir útbreiddari en
áður. með meiri rétti mætti segja,
að þeir hefðu staðið í stað meðan
aðrir sjúkdómar rénuðu. Eigi að
síður halda margir því fram að of
liár bióðþrýsingur til dæmis geri
vart við sig hjá miklu fleira ungu
fólki en áður, en að það geli með
fram stafað af meira flaustri og flýti
i daglega lífinu en áður. En þetta
er ekki liægt að fullyrða, því að
menn vita ekki enn hvernig flýtir-
inn verkar á smáæðakerfið. Á siðustu
öld var það almenn skoðun að borg-
arlífið væri skaðlegt heilsunni. En
nú á dögum sýna heilbrigðisskýrsl-
urnar þvert a móti að heilsufarið í
þrifnaðarborgum er yfirleitt talsvert
betra en i sveitunum. En þar fyrir
getur borgarlífið aukið útbreiðslu
ákveðinna sjúkdóma, svo sem trufl-
ana i blóðaæðakerfinu. Utan um
hverja blóðblöðru er hringmyndað-
ur vöðvi sem taugarnar stjórna.
Verði þessar taugar fyrir ónæði og
masi, úhyggjum eða kvíða dragast
hringvöðvarnir sainan. Þá verður
hlóðkarið fyrir þrýstingi og blóð-
þrýstingurinn vex. Ýmsir sem liða
af háum blóðþrýstingi geta sjálfir
hjálpað til að lækna sjúkdóminn
með því að hlífa sér við geðshrær-
ingum. En stundum eru orsakirnar
dýpri og til þess að hjálpa þeim
sjúklingum nota læknarnir nú tauga-
lyf eða blóðvatn og hormóna. Stund-
um er líka handlækniaðgerð not-
uð til að draga úr blóðþrýstingnum,
en þó verða líffærin að vera ó-
skemind og liraust. Aðgerðin er í þvi
fólgin. Læknir gerir skurð á bakinu
og sker sundur eina taugina, sem
ræður blóðstreyminu að innri lif-
færunum. Ef þessi aðgerð tekst verða
hringvöðvarnir ekki lengur fyrir á-
hrifum frá tauginni og dragast ekki
saman. Þeir slappast svo að þrýst-
ingurinn minkar í blóðkörunum og
þau fá eðlilega stærð aftur. En þetta
er vandasöm læknisaðgerð. Meðal
annars verður læknirinn að lyfta
lungum sjúklingsins með hendinni
og það ræður að likum að varkárni
þarf til að skadda ekki jafn við-
kvæm líffæri. Áhrif aðgerðarinnar
eru misjöfn. Sumum sjúklingunum
líður illa eftir uppskurðinn. En aðr-
ir verða eins og nýir menn. Am-
erískur skipstjóri, sem hafði 290 stiga
blóðþrýsting og gat varla haft feril-
vist, hafði ekki nema 130 eftir að-
gerðina og varð svo hress að hann
hljóp um skip sitt eins og unglingur.
Á sama liátt og sænski prófessor-
inn Olivecrona hefir orðið heims-
frægur fyrir uppskurði á manns-
heilanum hefir landi hans Crawford
hlotið orðstír sem einn fremsti hjarta
og blóðæðaskurðlæknir vorra tíma.
Meðala annars hefir hann gert fjölda
uppskurða við hinni svonefndu
„blásýki“, sem er meðfæddur sjúk-
dómur og í því fólginn að lungna-
slagæðin milli hægra hjartahelmings-
ins og lungans er klemmd saman.
Sjúklingur með þessum kvilla fær
blóð með of litlu súrefni og of mik-
illi kolsýru. Hann verður bláleitur
á hörund og fær köst af andarteppu.
Með uppskurðinum býr læknirinn
til nýjan farveg handa blóðinu.
Hann tekur grein úr heilbrigðri æð
og sctur hana i samband við slag-
æðavef lungans nokkru ofan en stífl-
an er ú gömlu æðinni og saumar
svo allt saman. Öll þessi læknisað-
gerð tekur að sjálfsögðu langan tima,
en það erfiðasta við aðgerðina, nfl.
að flytja æðina, er ekki hægt að
gera nema blóðrásin sé stöðvuð á
meðan, en það niá ekki vera nema
20 sekúndur. Ef aðstreymi nýs blóðs
til hjartans er stöðvað lengur miss-
ir sjúklingurinn meðvitundina og
deyr.
ÞAi) er nýmæli við.alla uppskurði
nú á dögum að sjúklingurinn fær
að fara á fætur miklu fyrr en áður
tíðkaðist. Það var ólærður maður,
Robert Hawk í Detroit, sem fyrstur
sannaði úgæti þessarar aðferðar,
Hann lá í botnlangabólgu á sjúkra-
húsi í Detroit og gerði hjúkrunar-
konurnar lafhræddar með því að
brölta fram úr bólinu og fara að
staulast um sama daginn sem hann
hafði verið skorinn. Var kallað á
læknirinn sem áminnti hann ’strang-
lega og bað hann um að skriða sem
skjótast i bólið. En Howk hló að hon
um og neitaði að fara upp í. Hann
sagðist vera gallhraustur og ekki
þurfa að liggja.
Læknirinn rannsakaði hann ítar-
lega og sannfærðist. Mr. Hawk var
alheilbrigður og læknirinn, dr. Leíth
auser, afréð að láta hann gera eins
og liann vildi. Morguninn eftir fór
Hawk á fætur, settist upp í bilinn
sinn og ók sjálfur heim, rúmar tvær
enskar niilur. Allt fór vel og riú
fór dr. Leithauser að láta sjúkling-
ana fara fyrr á fætur en áður. Hann
fór mjög varlega i fyrstu en þegar
aðferðin virtist vera hættulaus varð
liann djarfari. Og þremur árum sið-
ar gat hann gefið út skýrslu um
370 sjúklinga, sem höfðu farið á
fætur samdægurs holskurði eða dag-
inn eftir. Fleiri og fleiri sjúkrahús
fóru að tíðka þetta og afleiðingin
hefir orðið sú að sjúklingarnir hafa
núð fullum bata miklu fljótar en
áður.
Á sviði geðsjúkdóma hafa orðið
miklar framfarir síðustu 20 árin.
Fram til 1920 var algengt að telja
fjölda sálsjúkdóma „vonlausa". Var
þá einkum átt við svonefnda „schis-
ofren“ tilfelli, sem lýsa sér ýmist í
algerri vitfirringu eða þá að sjúkl-
ingurinn er eins og í móki. En í
Frh. á bis. 14.
Besta vopn framtíöarinnar gegn sjiikdómunum er aö læknarnir fylgist með heilsufari einstaklingsins
frá barnæsku hans.