Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1949, Side 6

Fálkinn - 21.10.1949, Side 6
6 FÁLKINN Stjörnulestur Eftir Jón Árnason prentara Sólmyrkvi 21. okt. 19W. AlþjóSayfirlit. Hugræmu áhrifin eru yfirgnæfandi og framkvæmdaþrekið mikið og á- kveðið. Sólmyrkvinn er í síðasta hluta vog'armerkis. Bendir það á örðugleika meðal heldri manna og rýrnun eigna. Undir þessum áhrif- um eru:, Austurriki, Indókína, Kína, Tíbet, Efra-Egiptaland, Burma og Argentina. Bæir: Antwerpen, Jó- hanneshorg, Kaupmannaliöfn, Leeds og Nottinghám. Jóhannesborg ligg- ur mjög nærri þessum áhrifum. Lundúnir. — Sólmyrkvinn er í 5. húsi. Barnafræðsla, leikliússtarfsemi og leiklist er mjög á dagskrá og af- stöðurnar fremur góðar. Munu mál þessi vekja mikla athygli. — Júpíter i 7. húsi. Líklegt er að ágreiningur rísi við önnur ríki út af fjárhags- málum og fjármálaviðskiptum. Mun afstaða verkamanna koma til greina i þessum efnum og valda örðugleik- um. — Satúrn í 4. húsi. Stjórnin á í örðugleikum og andstaðan gegn henni mun magnast og hindr- anir liggja á leið hennar. — Venus í 0. húsi. Ætti að vera góð afstaða verkamanna, jafvel þó að Venus hafi sumar afstöður slæmar.— Mars í 3. húsi. Bendir á óróa meðal járnbraut- arþjóna og flutningamanna og eld- ur gæti komið upp i flutningatæki. lierlin. — Sólmyrkvinn er í 4. húsi. Landbúnaðurinn og hændur munu vekja athygli og málefni þeirra mun mjög á dagskrá, en afstöðurnar eru nokkuð breytilegar. — Satúrn í 3. húsi. Samgöngur undir örðugum áhrifum og tafir koma til greina í þeim efnum. — Mars og Plútó í 2. liúsi. Afstaðan til fjárhagsmálanna mun undir mjög örðugum áhrifum. Eldur gæti komið upp i bankabygg- ingu — Venus í 5. húsi. Leiklist og ieikarar undir góðum áhrifum og tekjur af slíkri starfsemi munu auk- ast. — Júpiter ræður 6. húsi. Ekki beinlínis góð afstaða fyrir verka- menn. Er hætt við að tekjur rýrni. — Úran i 12. húsi. Endurbætur ættu jafnvel að vera gerðar á opinberum vinnuhælum, góðgerðastofnunum og betrunarhúsum. Moskóva. — Sólmyrkvinn er al- veg við miðnætursmark, 4. hús. Land búnaðurinn ætti að vera mjög á dagskrá og vekja athygli. Afstöðurn- ar eru athugaverðar í ýmsu tilliti og varasamar. — Merkúr í 3. húsi. Þetta ætti að vera athugaverð afstaða; samgönguörðugleikar. Kunnur rit- höfundur gæti Iátist og tap á útgáfu bóka. — Satúrn i 2. húsi. Slæm af- staða fjárhagsmála, banka og versl- ana með verðbréf og eignir, töp gætu komið til greina og tafir sýni- legar. — Mars i 1. húsi. Urgur og órói meðal almennings og íkveikjur gætu komið til greina. — Júpíter i G. húsi. Athugaverð afstaða fyrir verkamenn og'þjóna og tekjur rýrna. Tokyó. — Sólmyrkvinn er í 1. húsi. Liklegt er að óróleiki komi í Ijós meðal almennings og örðugleik- ar vegna fjárhagsmála, samgangna heima og við útlönd og vegna mis- taka i þingi og stjórnarathöfnum. — Venus í 2. húsi. Fjárliagsmálin undir örðugum áhrifum, sem berast frá ýms um hliðum.— Júpíter í 3. húsi Slæm áhrif á rekstur samgangna, blöð og bókaútgáfu, póst og síma. — Mars i 10. luisi. Stjórnin á i örðugleik- um ýmsum og viðfangsefnin örðug. — Úran i 9. húsi. Tafir og hindr- anir í utanlandssiglingum og við- skiptum. — Sólin í 11. liúsi. Tafir i framgangi þingmála. Washington. — Sólmyrkvinn i 7. Iiúsi. Utanríkismálin mjög á dag- skrá og vekja athygli. En örðugleik- ar ýmsir eru á ferðinni og umræður miklar um þau efni. — Mars og Satúrn í G. húsi. Þetta er slæm afstaða fyrir verkamenn og þjóna. Órói og jafnvel verkföll geta komið til greina. — Venus í 9. húsi. Hefir yf- irgnæfandi slæmar afstöður, svo að líklegt er að örðugleikarnir birtist í utanlandssiglingum og viðskiptum. Júpíter i 10. liúsi. Hefir slæmar afstöður. Stjórnin á í öðrugleikum og munu þeir standa að nokkru leyti í sambandi við fjárliagsmálin. — Úran i 4. liúsi. Það eykur örðug- leika stjórnarinnar og landbúnaðar- ins. Þó sýnir heildarafstaðan mik- inn framkvæmdaþrótt. ÍSLAND. 5. hús. — Sólmyrkvinn er i húsi þessu. — Leikliús og leiklist vekur mikla athygli. Örðugleikum má bú- ast við i þessuin máhim, einkumvegna fjárhagsörðugleika og að nokkru vegna aðstöðunnar út á við. Tafir koma frá bændum og andstæðingum stjórnarinnar. Þó mun ófyrirséð að- stoð birtast ef þvi er að skipta. 1. Hás. •— TungL ræður húsi þessu. - Breytileg áhrif munu almennt gera vart við sig og nokkuð óá- kveðin, því afstöðurnar eru mjög skiptar til hins verra og betra. 2. hús. — Sól ræður húsi þessu. .— Fjárhágsniálin undir mjög tvíræð- um áhrifum og liklegt að áframhald- andi örðugleikar komi til greina, og bankaviðskipti treg. • 3. hús. — Sól ræður einnig húsi þessu. — Óábyggileg afstaða að ýmsu leyti til flutninga og ferða- laga. Tafir koma til greina. 4. hús. — Afstaða bænda ætti að vera sæmileg, því Mars er í húsi þessu og hefir góðar afstöður til Sólar og Tungls, en þó er hætt við ugg og óánægju frá þeirra hendi og frekari kröfúm. 6'. hús. — Venus er í húsi þessu. — Þetta ætti að vera sæmileg af- staða fyrir, verkamenn og vinnu- þyggjendur, jafnvel þó að Venus liafi nokkrar afstöður slæmar. 7. hús. — Júpíter er í húsi þessu. — Hefir slæmar afstöður, svo að líklegt er að viðskipti við útlönd gangi erfiðlega vegna dýrtíðar, þvi slæm afstaða er á milli Júpíters og Venusar, sem er í húsi verkamanna. Slæm afstaða til Sólar og Tungls bendir á þessa örðugleika stjórnar- innar. 8. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Hið opinbera mun eigi eignast fé að erfðum við dauðsfall undir þessum áhrifum. Kunnur ehlri em- bættismaður og jafnvel Iandbúnaðar- frömuður og rithöfundur gæti látist. 9. hús. ■— Satúrn ræður húsi þessu. — Utanlandssiglingar undir örðug- um áhrifum og tafir gætu átt sér stað. Ágreiningur i trúarlegum og vísindalegum efnum gæti komið til greina. uS nú er hœyt að gera gerviaugu úr plasti? Ilér sést dálítið úrval af þessum gerviaugum, sem gerð eru með ótal litbrigðum, þannig að allir geti fengið sér auga, sein er nákvæmlega eins útlits og augað, sem þeir hafa íyrir. aS loftbrúin til Berlín kostaSi Banda ríkjamenn 173A98.600 dollara frá byrjun og þangaS til samgöngn- bunniS var hafiS, 12. mai. í þá 10 mánuði, sem samgöngu- bannið stóð flugu Bandarikjamenn 126.565 og Bretar 60.359 ferðir til Berlínar, til þess að flytja þangað vistir lianda rúmlega tveimur millj- ónum manna. Hér sést varningur, sem skipað hefir verið út úr einni vélinni á Gatow-flugvellinum i Ber- lín. aO í skipatoftskeytustöðinni í Burn- ham-on-Sea er loftskeytasamband við skip, hvar sem þan eru í heim- inum? Þegar stöð þessi tók til starfa 1925 dró hún skammt á móts við það sem hún gerir nú og afgreiddi ekki nema nokkur þúsund skeyti á ári. En nú eru aldrei afgreidd undir 10 milljón skeyti á ári. — Hér sést nokkur hluti af þessari merku loft- skeytastöð. að veiðiaðferðir liðinna alda ganga i endurnýjung lifdaganna? Þetta á sérstaklega við um fálka- veiðarnar. Fuglahóparnir, sem haf- ast við kringum flugvellina valda oft tjóni og slysum. Þess vegna hafa flughafnirnar fengið sér fálka til þess að hrekja fuglana á burt. — Hér er verið að senda fálka af stað til þess „að reka úr túninu.“ VITIÐ ÞÉR . . . . ? DREKKIÐ EBIL5-0L 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. -— Slæm aðstaða fyrir stjórn- ina. Andstaðan færist í aukana og tafir sérstaklega áberandi gegn fram- kvæmdum koma þar í Ijós vcgna að- gerðar hennar sjálfrar og fyrir á- róður verkamanna. 11. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. ;— Örðugleikar sýnilegir í sambandi við löggjöf, í þjóðmálum og trúarlegum efnum, jivi Júpíter hefir slæmar afstöður. 12. hús. — Úran er í húsi þessu. — Mun að líkindum hafa áhrif á lagfæringar í sambandi við góðgerða stofnanir, betrunarliús, vinnuhæli, spítala og opinberar stofnanir. Ritaö 23. sept. 19'i9.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.